Safna sögum feitra um lífshættulega fordóma Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2020 15:03 Tara Margrét hvetur fólk til að senda inn sínar reynslusögur af heilbrigðiskerfinu. vísir/sigurjón Í dag á Degi líkamsvirðingar stofnuðu Samtök um líkamsvirðingu hóp á Facebook þar sem ætlunin er að safna sögum þolenda fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa séð valdeflinguna sem #metoo hafði í för með sér fannst stjórnendum þessi vettvangur kjörinn til að ná fram breytingum. „Í mörg ár höfum við heyrt sögur um feitt fólk sem verður fyrir fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því liggur mikið á hjarta. Við viljum safna þessum sögum, birta þær og útbúa skjal með tillögum um aðgerðir sem við afhendum landlækni og heilbrigðisráðherra,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún segir fordómana geta verið lífshættulega. „Við höfum dæmi um að feitt fólk fái ranga greiningu eða greiningu of seint. Læknar eru ólíklegri til að framkvæma líkamlega skoðun, gefa sér minni tíma og hlusta síður á feitt fólk, verða pirraðir og eru með neikvæðara viðmót. Það eru ýmis konar birtingarmyndir sem leiðir til þess að feitt fólk fær ekki sömu þjónustu.“Feitum með streptókokka sagt að grenna sig Tara Margrét segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa verið rannsakaða víða um heim en þó ekki hér á landi. Það sé þó engin ástæða til að ætla að staðan sé öðruvísi hér. „Eitt dæmi er feit kona með streptókokka-sýkingu sem fær þau ráð að hreyfa sig meira og huga að mataræðinu. Feitar konur eru líka ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun. Því feitt fólk missir traust til heilbrigðiskerfisins vegna viðmótsins. Þegar maður sér hærri tíðni krabbameins hjá feitu fólki og hærri tíðni heilsufarsvanda þá veltir maður fyrir sér hvort það sé alltaf hægt að skella skuldinni á holdarfarið eða hvort að jaðarsetning og fordómar með tilheyrandi aðgengishindrunum komi niður á heilsunni,“ segir Tara og leggur áherslu á að ef samfélagið fari í aðgerðir varðandi holdarfar sem heilsufarsvanda þurfi að leggja jafn mikla áherslu á fitufordómana. Að sama skapi leggur hún áherslu á að sögusöfnunin sé engan veginn stríð gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Þetta er fólk sem vinnur starfs sitt af mikilli hugsjón og við mikið álag. En staðreyndin er sú að við ölumst öll upp við sömu fituhatandi viðhorfin sem eru orðin rótgróin og birtast í verri framkomu við feitt fólk. Við viljum bara opna umræðuna og fá ákveðið samtal af stað – og tryggja að allir fái sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Tara og biðlar til landsmanna um að taka þátt í þeirri vegferð. Fyrsta skrefið er að safna þessum reynslusögum sem hægt er að senda áfram með ýmsum leiðum. Fólk getur sent inn sögur undir nafnleynd eða ekki. Eftirlifendum þolenda fitufordóma er einnig hvattir til að senda inn sögur af sínum ástvinum. Það er hægt söguna á lokaða Facebook-síðu eftir að hafa sótt um aðgang, á Facebook-síðu Samtaka um líkamsvirðingu, í gegnum tölvupóstinn likamsvirdingarsamtok@gmail.com, Google Docs-skjal eða í gegnum pósthólf (8782) samtakanna. Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í dag á Degi líkamsvirðingar stofnuðu Samtök um líkamsvirðingu hóp á Facebook þar sem ætlunin er að safna sögum þolenda fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa séð valdeflinguna sem #metoo hafði í för með sér fannst stjórnendum þessi vettvangur kjörinn til að ná fram breytingum. „Í mörg ár höfum við heyrt sögur um feitt fólk sem verður fyrir fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því liggur mikið á hjarta. Við viljum safna þessum sögum, birta þær og útbúa skjal með tillögum um aðgerðir sem við afhendum landlækni og heilbrigðisráðherra,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún segir fordómana geta verið lífshættulega. „Við höfum dæmi um að feitt fólk fái ranga greiningu eða greiningu of seint. Læknar eru ólíklegri til að framkvæma líkamlega skoðun, gefa sér minni tíma og hlusta síður á feitt fólk, verða pirraðir og eru með neikvæðara viðmót. Það eru ýmis konar birtingarmyndir sem leiðir til þess að feitt fólk fær ekki sömu þjónustu.“Feitum með streptókokka sagt að grenna sig Tara Margrét segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa verið rannsakaða víða um heim en þó ekki hér á landi. Það sé þó engin ástæða til að ætla að staðan sé öðruvísi hér. „Eitt dæmi er feit kona með streptókokka-sýkingu sem fær þau ráð að hreyfa sig meira og huga að mataræðinu. Feitar konur eru líka ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun. Því feitt fólk missir traust til heilbrigðiskerfisins vegna viðmótsins. Þegar maður sér hærri tíðni krabbameins hjá feitu fólki og hærri tíðni heilsufarsvanda þá veltir maður fyrir sér hvort það sé alltaf hægt að skella skuldinni á holdarfarið eða hvort að jaðarsetning og fordómar með tilheyrandi aðgengishindrunum komi niður á heilsunni,“ segir Tara og leggur áherslu á að ef samfélagið fari í aðgerðir varðandi holdarfar sem heilsufarsvanda þurfi að leggja jafn mikla áherslu á fitufordómana. Að sama skapi leggur hún áherslu á að sögusöfnunin sé engan veginn stríð gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Þetta er fólk sem vinnur starfs sitt af mikilli hugsjón og við mikið álag. En staðreyndin er sú að við ölumst öll upp við sömu fituhatandi viðhorfin sem eru orðin rótgróin og birtast í verri framkomu við feitt fólk. Við viljum bara opna umræðuna og fá ákveðið samtal af stað – og tryggja að allir fái sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Tara og biðlar til landsmanna um að taka þátt í þeirri vegferð. Fyrsta skrefið er að safna þessum reynslusögum sem hægt er að senda áfram með ýmsum leiðum. Fólk getur sent inn sögur undir nafnleynd eða ekki. Eftirlifendum þolenda fitufordóma er einnig hvattir til að senda inn sögur af sínum ástvinum. Það er hægt söguna á lokaða Facebook-síðu eftir að hafa sótt um aðgang, á Facebook-síðu Samtaka um líkamsvirðingu, í gegnum tölvupóstinn likamsvirdingarsamtok@gmail.com, Google Docs-skjal eða í gegnum pósthólf (8782) samtakanna.
Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent