Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.
HSÍ segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir tilkynningu heilbrigðisráðherra í morgun um takmarkanir á samkomum vegna kórónuveirunnar en sérsamböndin funduðu einnig síðdegis.
Eftir þann fund settist stjórn HSÍ niður og var sú ákvörðun tekin að fresta mótahaldi ótímabundið.
Tvær umferðir voru eftir af Olís-deild karla sem og úrslitakeppnin en þrjár umferðir voru eftir af Olís-deild kvenna. Þar átti einnig eftir að leika úrslitakeppnina en óvíst er hvað verður um tímabilið.
KSÍ frestaði í dag öllum leikjum en KKÍ hefur enn ekkert gefið út.
Fréttin hefur verið uppfærð.
HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið
Anton Ingi Leifsson skrifar
