Hefur „ekki hugmynd“ um hvenær HSÍ getur klárað Íslandsmótið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2020 19:00 HSÍ ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum ótímabundið. Ákvörðunin kom eftir tilkynningu heilbrigðisráðherra fyrr í dag þar sem sett var á samkomubann en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, sagði ekkert annað í stöðunni. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi nú síðdegis og að öllum handbolta yrði aflýst næstu vikurnar. Hann segir að bannið muni gilda svo lengi sem samkomubannið verði við gildi. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif. Liðin og félögin verða fyrir miklu tekjutapi. Við erum ekki að sjá að þeir geti æft miðað við þær upplýsingar sem við fengum á fundinum áðan. Þetta hefur miklar afleiðingar,“ sagði Róbert í samtali við Guðjón Guðmundsson. Landsleikir íslenska kvennalandsliðsins sem voru fyrirhugaðir við Tyrki síðar í mánuðinum hefur verið frestað. „Evrópusambandið frestaði öllu í dag. Leikirnir við Tyrki verða í júní og svo var Evrópukeppninni hjá Val frestað líka. Þeir eiga fyrirhugaðan leik í apríl skömmu eftir páska.“ A-landslið karla átti að leika æfingaleiki við Evrópumeistara Spánverja en úr því verður ekki. „Við vorum að semja við Spánverja og höfðum hug á því að fara til Spánar en af því verður ekki. Hvað varðar æfingar í vikunni eftir páska verður að koma í ljós. Samkomubannið rennur út á mánudeginum og við ætluðum að byrja á þriðjudeginum en hvort að það muni lengjast verður að skýrast.“ Róbert segir að sambandið séu engu nær hvenær hægt verði að klára deildarkeppnirnar sem og úrslitakeppnina í Olís-deildum karla og kvenna. „Ekki hugmynd. Eins og staðan er núna erum við að ljúka við að þessu banni ljúki 13. apríl. Þá förum við fljótlega í deildarkeppnir. Það skýrist betur eftir því hvort liðin geti æft og við þurfum að fá nánari skýringu á því. Ef þeim verður ekki heimilt að æfa verða þau að hefja fyrst æfingar áður en við förum í það að klára deildirnar og klárum svo úrslitakeppnina í framhaldi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
HSÍ ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum ótímabundið. Ákvörðunin kom eftir tilkynningu heilbrigðisráðherra fyrr í dag þar sem sett var á samkomubann en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, sagði ekkert annað í stöðunni. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi nú síðdegis og að öllum handbolta yrði aflýst næstu vikurnar. Hann segir að bannið muni gilda svo lengi sem samkomubannið verði við gildi. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif. Liðin og félögin verða fyrir miklu tekjutapi. Við erum ekki að sjá að þeir geti æft miðað við þær upplýsingar sem við fengum á fundinum áðan. Þetta hefur miklar afleiðingar,“ sagði Róbert í samtali við Guðjón Guðmundsson. Landsleikir íslenska kvennalandsliðsins sem voru fyrirhugaðir við Tyrki síðar í mánuðinum hefur verið frestað. „Evrópusambandið frestaði öllu í dag. Leikirnir við Tyrki verða í júní og svo var Evrópukeppninni hjá Val frestað líka. Þeir eiga fyrirhugaðan leik í apríl skömmu eftir páska.“ A-landslið karla átti að leika æfingaleiki við Evrópumeistara Spánverja en úr því verður ekki. „Við vorum að semja við Spánverja og höfðum hug á því að fara til Spánar en af því verður ekki. Hvað varðar æfingar í vikunni eftir páska verður að koma í ljós. Samkomubannið rennur út á mánudeginum og við ætluðum að byrja á þriðjudeginum en hvort að það muni lengjast verður að skýrast.“ Róbert segir að sambandið séu engu nær hvenær hægt verði að klára deildarkeppnirnar sem og úrslitakeppnina í Olís-deildum karla og kvenna. „Ekki hugmynd. Eins og staðan er núna erum við að ljúka við að þessu banni ljúki 13. apríl. Þá förum við fljótlega í deildarkeppnir. Það skýrist betur eftir því hvort liðin geti æft og við þurfum að fá nánari skýringu á því. Ef þeim verður ekki heimilt að æfa verða þau að hefja fyrst æfingar áður en við förum í það að klára deildirnar og klárum svo úrslitakeppnina í framhaldi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira