KKÍ tekur endanlega ákvörðun um Dominos-deildirnar á miðvikudag Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2020 15:24 Helena Sverrisdóttir og Jakob Sigurðarson vita enn ekki hvort þau spila meiri körfubolta á þessari leiktíð. vísir/bára/samsett Dominos-deildum karla og kvenna hefur enn ekki verið aflýst en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tilkynnti í gær að deildunum hafi verið frestað næstu fjórar vikurnar. Í tilkynningu frá KKÍ sem barst fjölmiðlum fyrir skömmu kemur þetta fram en þar segir að „öllum er ljóst að uppi eru algjörlega fordæmalausar aðstæður í þjóðfélaginu vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar.“ Stjórn og starfsmenn KKÍ hafa setið að fundi í morgun og það verið ákveðið að aflýsa mörgum deildum en efstu tveimur deildunum í karla- og kvennaflokki verður að minnsta kosti ekki aflýst þangað til á miðvikudag. Þangað til ætla forsvarsmenn KKÍ að funda með forystufólki í landinu, um hvað sé til ráða. Þó sé ljóst að mótahald verði ekki með þeim hætti sem tilgreint er í reglugerð um körfuknattleiksmót.Fréttin hefur verið uppfærð.Tilkynning KKÍ: 1. Íslandsmóti 2019-2020 er lokið í eftirfarandi flokkum og deildum. Í umræddum deildum og flokkum verður enginn deildar- eða Íslandsmeistari krýndur tímabilið 2019-2020. * 2. deild karla * 2. deild kvenna * 3. deild karla * unglingaflokkur karla * stúlknaflokkur * drengjaflokkur * 10. flokkur drengja og stúlkna * 9. flokkur drengja og stúlkna * 8. flokkur drengja og stúlkna * 7. flokkur drengja og stúlkna * minnibolti 11 ára drengja og stúlkna * minnibolti 10 ára drengja og stúlkna * minnibolti 9 ára og yngri, drengja og stúlkna 2. Íslandsmóti Dominosdeilda karla og kvenna ásamt 1. deilda karla og kvenna er frestað meðan samkomubann er. Endanleg ákvörðun um framhald þessara deilda verður tilkynnt í síðasta lagi á miðvikudag 18.3.2020 þegar íþróttahreyfingin hefur fengið rými til að ræða frekar við sóttvarnarlækni og almannavarnir um þá stöðu sem er uppi og með hvaða hætti samkomu- og nálægðarbann hefur áhrif á íþróttahreyfinguna. Ef stjórn KKÍ ákveður að ljúka keppnistímabilinu 2019-2020 í tveimur efstu deildum karla og kvenna, mun stjórnin funda áfram og ræða hvort og þá hvernig lið verði flutt milli deilda. Ótímabært er að fara nánar út í það á þessari stundu. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlynur: Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. 14. mars 2020 15:00 KKÍ setur allt á ís í að minnsta kosti fjórar vikur Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að ekki verði leikinn körfubolti á Íslandi næstu fjórar vikurnar en þetta staðfesti hann í Dominos Körfuboltakvöldi í kvöld. 13. mars 2020 23:24 Frestað í 1. deildinni vegna hugsanlegs smits Sindri og Selfoss áttu að mætast í 1. deild karla í kvöld en leiknum hefur nú verið frestað vegna hugsanlegs smits í herbúðum Selfyssinga. 13. mars 2020 19:38 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Dominos-deildum karla og kvenna hefur enn ekki verið aflýst en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tilkynnti í gær að deildunum hafi verið frestað næstu fjórar vikurnar. Í tilkynningu frá KKÍ sem barst fjölmiðlum fyrir skömmu kemur þetta fram en þar segir að „öllum er ljóst að uppi eru algjörlega fordæmalausar aðstæður í þjóðfélaginu vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar.“ Stjórn og starfsmenn KKÍ hafa setið að fundi í morgun og það verið ákveðið að aflýsa mörgum deildum en efstu tveimur deildunum í karla- og kvennaflokki verður að minnsta kosti ekki aflýst þangað til á miðvikudag. Þangað til ætla forsvarsmenn KKÍ að funda með forystufólki í landinu, um hvað sé til ráða. Þó sé ljóst að mótahald verði ekki með þeim hætti sem tilgreint er í reglugerð um körfuknattleiksmót.Fréttin hefur verið uppfærð.Tilkynning KKÍ: 1. Íslandsmóti 2019-2020 er lokið í eftirfarandi flokkum og deildum. Í umræddum deildum og flokkum verður enginn deildar- eða Íslandsmeistari krýndur tímabilið 2019-2020. * 2. deild karla * 2. deild kvenna * 3. deild karla * unglingaflokkur karla * stúlknaflokkur * drengjaflokkur * 10. flokkur drengja og stúlkna * 9. flokkur drengja og stúlkna * 8. flokkur drengja og stúlkna * 7. flokkur drengja og stúlkna * minnibolti 11 ára drengja og stúlkna * minnibolti 10 ára drengja og stúlkna * minnibolti 9 ára og yngri, drengja og stúlkna 2. Íslandsmóti Dominosdeilda karla og kvenna ásamt 1. deilda karla og kvenna er frestað meðan samkomubann er. Endanleg ákvörðun um framhald þessara deilda verður tilkynnt í síðasta lagi á miðvikudag 18.3.2020 þegar íþróttahreyfingin hefur fengið rými til að ræða frekar við sóttvarnarlækni og almannavarnir um þá stöðu sem er uppi og með hvaða hætti samkomu- og nálægðarbann hefur áhrif á íþróttahreyfinguna. Ef stjórn KKÍ ákveður að ljúka keppnistímabilinu 2019-2020 í tveimur efstu deildum karla og kvenna, mun stjórnin funda áfram og ræða hvort og þá hvernig lið verði flutt milli deilda. Ótímabært er að fara nánar út í það á þessari stundu.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlynur: Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. 14. mars 2020 15:00 KKÍ setur allt á ís í að minnsta kosti fjórar vikur Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að ekki verði leikinn körfubolti á Íslandi næstu fjórar vikurnar en þetta staðfesti hann í Dominos Körfuboltakvöldi í kvöld. 13. mars 2020 23:24 Frestað í 1. deildinni vegna hugsanlegs smits Sindri og Selfoss áttu að mætast í 1. deild karla í kvöld en leiknum hefur nú verið frestað vegna hugsanlegs smits í herbúðum Selfyssinga. 13. mars 2020 19:38 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Hlynur: Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. 14. mars 2020 15:00
KKÍ setur allt á ís í að minnsta kosti fjórar vikur Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að ekki verði leikinn körfubolti á Íslandi næstu fjórar vikurnar en þetta staðfesti hann í Dominos Körfuboltakvöldi í kvöld. 13. mars 2020 23:24
Frestað í 1. deildinni vegna hugsanlegs smits Sindri og Selfoss áttu að mætast í 1. deild karla í kvöld en leiknum hefur nú verið frestað vegna hugsanlegs smits í herbúðum Selfyssinga. 13. mars 2020 19:38