Vonar að fljótlega verði hægt að slaka á hömlum innanlands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 20:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir vonar að fljótlega verði hægt að draga úr hömlum sem nú eru í gildi innanlands, í ljósi þess að vel hafi gengið að ná böndum á faraldurinn. Tveir greindust innanlands í gær og alls eru nú 117 í einangrun og fækkar milli daga. 439 eru í sóttkví og einn á sjúkrahúsi. „Við þurfum að gæta áfram vel að öllum varúðarráðstöfunum hér innanlands og vonandi tekst okkur að ná bara mjög góðum tökum þannig að við getum fljótlega farið að slaka á hömlum hér innanlands. Ég held að það sé það sem er í pípunum núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Hann ítrekar að á meðan smitum innanlands hafi farið fækkandi, hafi þeim farið fjölgandi sem greinast á landamærum. „Einhverjir hafa túlkað orð mín svo undanfarið að ég teldi að nákvæmlega þessar aðgerðir sem nú eru í gangi þurfi að vera í einhverja mánuði eða ár. En það er ekki það sem ég hef sagt, heldur að það þurfi að vera einhvers konar takmarkanir og einhvers konar aðgerðir á landamærunum en eins og annað sem við erum að gera þá þarf það að vera í sífelldri endurskoðun,“ segir Þórólfur. Stefnt er að því að koma á kerfi til að stuðla að auknum fyrirsjáanleika. „Við erum að skoða ýmsar leiðir í því og til dæmis það að útbúa einhvers konar stigskiptingu ástands á hverjum tíma. Ekki bara þessi almannavarnastig heldur að innan hvers stigs getum við notað litakóða. Svipað kannski eins og við þekkjum með veðrið, þar sem eru gefnar út viðvaranir, jafnvel bundnar við ákveðna landshluta eftir ástandi á hverjum tíma,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir vonar að fljótlega verði hægt að draga úr hömlum sem nú eru í gildi innanlands, í ljósi þess að vel hafi gengið að ná böndum á faraldurinn. Tveir greindust innanlands í gær og alls eru nú 117 í einangrun og fækkar milli daga. 439 eru í sóttkví og einn á sjúkrahúsi. „Við þurfum að gæta áfram vel að öllum varúðarráðstöfunum hér innanlands og vonandi tekst okkur að ná bara mjög góðum tökum þannig að við getum fljótlega farið að slaka á hömlum hér innanlands. Ég held að það sé það sem er í pípunum núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Hann ítrekar að á meðan smitum innanlands hafi farið fækkandi, hafi þeim farið fjölgandi sem greinast á landamærum. „Einhverjir hafa túlkað orð mín svo undanfarið að ég teldi að nákvæmlega þessar aðgerðir sem nú eru í gangi þurfi að vera í einhverja mánuði eða ár. En það er ekki það sem ég hef sagt, heldur að það þurfi að vera einhvers konar takmarkanir og einhvers konar aðgerðir á landamærunum en eins og annað sem við erum að gera þá þarf það að vera í sífelldri endurskoðun,“ segir Þórólfur. Stefnt er að því að koma á kerfi til að stuðla að auknum fyrirsjáanleika. „Við erum að skoða ýmsar leiðir í því og til dæmis það að útbúa einhvers konar stigskiptingu ástands á hverjum tíma. Ekki bara þessi almannavarnastig heldur að innan hvers stigs getum við notað litakóða. Svipað kannski eins og við þekkjum með veðrið, þar sem eru gefnar út viðvaranir, jafnvel bundnar við ákveðna landshluta eftir ástandi á hverjum tíma,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira