Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Stjörnunnar, er einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Frá þessu er greint á Fótbolta.net.
Þar segir að Þorsteinn hafi verið á vinnufundi með manninum sem greindist fyrstur með kórónuveiruna á Íslandi.
Þorsteinn þarf því að vera í sóttkví í tvær vikur og getur ekki æft með liðsfélögum sínum í Stjörnunni á meðan.
Í frétt Fótbolta.net segir að ekkert bendi til þess að Þorsteinn sé með kórónuveiruna.
Þegar þetta er skrifað hafa þrír greinst með kórónuveiruna á Íslandi og um 300 eru í sóttkví.
Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Val í Lengjubikarnum á miðvikudaginn. Á laugardaginn mætir Stjarnan svo gömlu félögum Þorsteins í Víkingi Ó.
Stjörnumaður í sóttkví

Tengdar fréttir

Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið
Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag.

Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi
Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis.

Hátt í áttatíu Íslendingar væntanlegir frá Veróna á laugardag
Flugvél með um sjötíu til áttatíu Íslendingum er væntanleg hingað til lands frá Veróna á Ítalíu næstkomandi laugardag. Ferðin er á vegum ferðaskrifstofunnar Vita en um er að ræða heimferð hóps sem fór út til Veróna í gær.

Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna
Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi.

Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar
Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur.

Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar
Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð.

Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi
Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag.

Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna
Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna veirunnar.