Áhrifamikil saga NBA-stjörnu og viðbragða hans eftir að ófrísk eiginkona hans greindist með heilaæxli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 12:00 Jrue Holiday og Lauren Holiday með dóttur sína Jrue Tyler Holiday sem er kölluð JT. Getty/Cassy Athena Jrue og Lauren Holiday segja dramatíska sögu sína í áhrifamiklu innslagi á ESPN en bæði eru þau afreksfólk í heimsklassa. Jrue Holiday er í hópi bestu bakvarða NBA-deildarinnar og Lauren Holiday var fastamaður í besta knattspyrnulandsliði heims. Þau giftu sig árið 2013 en rúmum tveimur árum síðar lentu þau í miklu áfalli þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni. Jrue Holiday er stjörnuleikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann tók sér frí frá körfuboltanum til að styðja við bak við eiginkonu sína sem fékk þær hræðilegu fréttir að greinast með heilaæxli þegar hún var komin nokkra mánuði á leið. In today's touching @SportsCenter#SCFeatured - @Pelicans@Jrue_Holiday11 and wife Lauren on the brain tumor that almost derailed their dreams https://t.co/oHNLTtwslC— Andy Hall (@AndyHallESPN) March 1, 2020 Lauren Holiday var sjálf mikil afrekskona en hún spilaði 133 landsleiki fyrir Bandaríkin og varð heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með liðinu. Hún lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaratitilinn 2015. „Hún er með meira keppnisskap en ég,“ segir Jrue Holiday sem er á sínu ellefta tímabili í NBA-deildinni og hefur skorað 19,2 stig og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali með New Orleans Pelicans á þessu tímabili. „Hvað viltu gera? Viltu komast á Ólympíuleikanna eða vera kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann svaraði: Ég vil eignast fjölskyldu,“ segir Lauren Holiday að Jrue hafi sagt við sig þegar hún spurði hann út í framtíðina. Í áhugaverðu og áhrifaríku innslagi á ESPN fara þau yfir samband sitt, gleðina við að verða ófrísk og stundina þegar hún frétti að hún væri kominn með heilaæxli í miðri meðgöngu. Jrue Holiday vildi styðja við eiginkonu sína hundrað prósent og tók þá risastóra ákvörðun að hætta um tíma í NBA deildinni í september 2016. Lauren Holiday eignaðist dóttur þeirra Jrue Tyler Holiday og fór í síðan í aðgerð til að fjarlægja æxlið úr höfði hennar. Það má sjá innslagið hér fyrir neðan. .@Jrue_Holiday11 stepped away from the game he has loved his entire life to care for the person he can’t live without. pic.twitter.com/t9mMOZa5DF— SportsCenter (@SportsCenter) March 1, 2020 NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Jrue og Lauren Holiday segja dramatíska sögu sína í áhrifamiklu innslagi á ESPN en bæði eru þau afreksfólk í heimsklassa. Jrue Holiday er í hópi bestu bakvarða NBA-deildarinnar og Lauren Holiday var fastamaður í besta knattspyrnulandsliði heims. Þau giftu sig árið 2013 en rúmum tveimur árum síðar lentu þau í miklu áfalli þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni. Jrue Holiday er stjörnuleikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann tók sér frí frá körfuboltanum til að styðja við bak við eiginkonu sína sem fékk þær hræðilegu fréttir að greinast með heilaæxli þegar hún var komin nokkra mánuði á leið. In today's touching @SportsCenter#SCFeatured - @Pelicans@Jrue_Holiday11 and wife Lauren on the brain tumor that almost derailed their dreams https://t.co/oHNLTtwslC— Andy Hall (@AndyHallESPN) March 1, 2020 Lauren Holiday var sjálf mikil afrekskona en hún spilaði 133 landsleiki fyrir Bandaríkin og varð heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með liðinu. Hún lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaratitilinn 2015. „Hún er með meira keppnisskap en ég,“ segir Jrue Holiday sem er á sínu ellefta tímabili í NBA-deildinni og hefur skorað 19,2 stig og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali með New Orleans Pelicans á þessu tímabili. „Hvað viltu gera? Viltu komast á Ólympíuleikanna eða vera kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann svaraði: Ég vil eignast fjölskyldu,“ segir Lauren Holiday að Jrue hafi sagt við sig þegar hún spurði hann út í framtíðina. Í áhugaverðu og áhrifaríku innslagi á ESPN fara þau yfir samband sitt, gleðina við að verða ófrísk og stundina þegar hún frétti að hún væri kominn með heilaæxli í miðri meðgöngu. Jrue Holiday vildi styðja við eiginkonu sína hundrað prósent og tók þá risastóra ákvörðun að hætta um tíma í NBA deildinni í september 2016. Lauren Holiday eignaðist dóttur þeirra Jrue Tyler Holiday og fór í síðan í aðgerð til að fjarlægja æxlið úr höfði hennar. Það má sjá innslagið hér fyrir neðan. .@Jrue_Holiday11 stepped away from the game he has loved his entire life to care for the person he can’t live without. pic.twitter.com/t9mMOZa5DF— SportsCenter (@SportsCenter) March 1, 2020
NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira