Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 11:02 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs. Vísir/Vilhelm Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í morgun. Í tilkynningu segir að sérstök áhersla verði lögð á aukin þrif í stofnunum og starfsstöðum sem þjónusta og vista heilsufarslega viðkvæma einstaklinga. „Fagsviðum og stofnunum þeirra er falið að gera aðgerðaráætlanir um hvernig staðið verði að auknum þrifum og að leggja mat á áætlaðan viðbótarkostnað vegna þessa. Fjármála- og áhættustýringarsviði er falið að halda með heildstæðum hætti utan um kostnaðarmatið,“ segir í tilkynningu. Neyðarstjórn Reykjavíkur virkjaði viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir hættustig almannavarna á föstudaginn í kjölfar fyrsta staðfesta kórónuveirusmitsins. Neyðarstjórn hefur fundað daglega síðan. Unnið hefur verið að því að koma nauðsynlegum upplýsingum sem fyrst til starfsfólks borgarinnar í nánu samstarfi við almannavarnir. Í tilkynningu segir að neyðarstjórn búi m.a. að því að fyrir tæpum mánuði var haldin æfing vegna heimsfaraldurs inflúensu og viðbragðsáætlanir uppfærðar. Borgarráð hvetur jafnframt starfsfólk borgarinnar til að fylgjast vel með fyrirmælum landlæknis og heilbrigðisstarfsfólks m.a. um sóttvarnir, almenna umgengni og þrif. „Yfirstandandi verkfall í borginni gerir þessa stöðu sérstaklega alvarlega þar sem fyrir liggur að almennum þrifum er nú þegar ábótavant á vissum stöðum auk þess sem sorp er farið að safnast fyrir bæði við heimili fólks og í borgarlandinu. Reykjavíkurborg leggur nú allt kapp á að vinna það upp á undanþágum sem hafa fengist vegna sorphirðu og heimaþjónustu velferðarsviðs. Sorphirða í Breiðholti hófst í morgun,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í morgun. Í tilkynningu segir að sérstök áhersla verði lögð á aukin þrif í stofnunum og starfsstöðum sem þjónusta og vista heilsufarslega viðkvæma einstaklinga. „Fagsviðum og stofnunum þeirra er falið að gera aðgerðaráætlanir um hvernig staðið verði að auknum þrifum og að leggja mat á áætlaðan viðbótarkostnað vegna þessa. Fjármála- og áhættustýringarsviði er falið að halda með heildstæðum hætti utan um kostnaðarmatið,“ segir í tilkynningu. Neyðarstjórn Reykjavíkur virkjaði viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir hættustig almannavarna á föstudaginn í kjölfar fyrsta staðfesta kórónuveirusmitsins. Neyðarstjórn hefur fundað daglega síðan. Unnið hefur verið að því að koma nauðsynlegum upplýsingum sem fyrst til starfsfólks borgarinnar í nánu samstarfi við almannavarnir. Í tilkynningu segir að neyðarstjórn búi m.a. að því að fyrir tæpum mánuði var haldin æfing vegna heimsfaraldurs inflúensu og viðbragðsáætlanir uppfærðar. Borgarráð hvetur jafnframt starfsfólk borgarinnar til að fylgjast vel með fyrirmælum landlæknis og heilbrigðisstarfsfólks m.a. um sóttvarnir, almenna umgengni og þrif. „Yfirstandandi verkfall í borginni gerir þessa stöðu sérstaklega alvarlega þar sem fyrir liggur að almennum þrifum er nú þegar ábótavant á vissum stöðum auk þess sem sorp er farið að safnast fyrir bæði við heimili fólks og í borgarlandinu. Reykjavíkurborg leggur nú allt kapp á að vinna það upp á undanþágum sem hafa fengist vegna sorphirðu og heimaþjónustu velferðarsviðs. Sorphirða í Breiðholti hófst í morgun,“ segir í tilkynningu borgarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55