Rússar sækja hart að Daða Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 08:37 Sveitin Little Big er þekkt fyrir mikið stuð og áhugaverða dansa - sem segja má að séu bæði aðalsmerki Daða Freys. C1 Rússland Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða Frey og Gagnamagninu harða samkeppni. Ríkisútvarp Rússlands greindi frá því í gær að hljómsveitin Little Big verði fulltrúi þjóðarinnar í Rotterdam og er það ekki um neinn aukvisa að ræða. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda, ekki aðeins innan heimalandsins heldur um gjörvalla Evrópu. Þrátt fyrir að lagið sem sveitin hyggst flytja hafi ekki verið kynnt til sögunnar ruku Rússar upp í veðbönkum eftir að ljóst var að Little Big yrðu fulltrúar Rússa. Sem stendur er Rússland talið næst líklegast til að vinna Eurovision, á eftir Daða en á undan hinu margumtalaða litháenska framlagi.Ef þau lya Prusikin, Sonja Tajurskaja, Anton Lissoff og Sergei Makaroff verða söm við sig þá má búast við að lag þeirra Little Big verði líflegt og dansvænt - sem segja má að séu jafnframt einkennandi fyrir framlög Íslands og Litháens í ár. Myndbönd Little Big vekja þannig jafnan mikla athygli, flest með tugi milljóna áhorfa á Youtube t.a.m. Þeirra vinsælasta lag er smellurinn Skibidi sem horft hefur verið á meira en 360 milljón sinnum. Þar er í aðalhlutverki einkennilegur dans, rétt eins og í flestum öðrum myndböndum sveitarinnar. Sem fyrr segir þurfti ekki annað en að nefna Little Big til þess að Rússar væru taldir líklegir til stórræða. Þar að auki hefur Rússland notið fádæma velgengni í Eurovision undanfarin ár. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnin síðast árið 2008 hafa Rússar lent fjórum sinnum í 2. sæti, fjórum sinnum í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti frá aldamótum. Frá því að fyrri undanúrslitakvöldin voru kynnt til sögunnar hafa Rússar aðeins einu sinni setið eftir, árið 2018 þegar Júlíu Samojlóvu mistókst að fleyta sér í úrslitakvöldið. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart þó svo að veðbankar spái Rússlandi góðu gengi í Eurovision, sama hver fulltrúi þess er. Rússar stíga á svið á fyrra undankvöldinu í ár, ásamt Litháum, en Daði Freyr og Gagnamagnið keppa á því síðara. Hér að neðan má sjá myndbandið við fyrrnefnt Skibidi með sveitinni Little Big. Eurovision Rússland Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða Frey og Gagnamagninu harða samkeppni. Ríkisútvarp Rússlands greindi frá því í gær að hljómsveitin Little Big verði fulltrúi þjóðarinnar í Rotterdam og er það ekki um neinn aukvisa að ræða. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda, ekki aðeins innan heimalandsins heldur um gjörvalla Evrópu. Þrátt fyrir að lagið sem sveitin hyggst flytja hafi ekki verið kynnt til sögunnar ruku Rússar upp í veðbönkum eftir að ljóst var að Little Big yrðu fulltrúar Rússa. Sem stendur er Rússland talið næst líklegast til að vinna Eurovision, á eftir Daða en á undan hinu margumtalaða litháenska framlagi.Ef þau lya Prusikin, Sonja Tajurskaja, Anton Lissoff og Sergei Makaroff verða söm við sig þá má búast við að lag þeirra Little Big verði líflegt og dansvænt - sem segja má að séu jafnframt einkennandi fyrir framlög Íslands og Litháens í ár. Myndbönd Little Big vekja þannig jafnan mikla athygli, flest með tugi milljóna áhorfa á Youtube t.a.m. Þeirra vinsælasta lag er smellurinn Skibidi sem horft hefur verið á meira en 360 milljón sinnum. Þar er í aðalhlutverki einkennilegur dans, rétt eins og í flestum öðrum myndböndum sveitarinnar. Sem fyrr segir þurfti ekki annað en að nefna Little Big til þess að Rússar væru taldir líklegir til stórræða. Þar að auki hefur Rússland notið fádæma velgengni í Eurovision undanfarin ár. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnin síðast árið 2008 hafa Rússar lent fjórum sinnum í 2. sæti, fjórum sinnum í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti frá aldamótum. Frá því að fyrri undanúrslitakvöldin voru kynnt til sögunnar hafa Rússar aðeins einu sinni setið eftir, árið 2018 þegar Júlíu Samojlóvu mistókst að fleyta sér í úrslitakvöldið. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart þó svo að veðbankar spái Rússlandi góðu gengi í Eurovision, sama hver fulltrúi þess er. Rússar stíga á svið á fyrra undankvöldinu í ár, ásamt Litháum, en Daði Freyr og Gagnamagnið keppa á því síðara. Hér að neðan má sjá myndbandið við fyrrnefnt Skibidi með sveitinni Little Big.
Eurovision Rússland Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11
Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54