Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 11:21 Stofnendur The One, Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir. Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. Er þetta önnur fjármögnun félagsins á skömmum tíma en The One tók inn 15 milljónir í fjármagn fyrir rúmu hálfu ári síðan. Meðal fjárfesta eru núverandi og fyrrverandi forkólfar í CCP. Stefnumótaforritið var kynnt til leiks í fyrrasumar og kynnt sem mótsvar við þeim vefstefnumótamiðlum sem eru á markaðnum í dag. Ætlunin var að leggja minni áherslu á skyndikynni en þess í stað gefa fólki færi á að kynnast betur. Upphaflega fékk fólk úthlutað einum einstaklingi til að spjalla við og höfðu notendur til miðnættis til að spjalla saman - ellegar hyrfi viðmælandinn að eilífu nema báðir þátttakendur vildu framlengja spjallið. Forritið tók hins vegar töluverðum breytingum þann 14. febrúar síðastliðinn, á sjálfan Valentínusardaginn. Nú fá notendur úr þremur viðmælendum að velja í þrjá daga. „Þetta er í raun bara eins og Djúpa Laugin í gamla daga. Þetta gefur notendum meira val og ýtir undir fleiri samtöl,“ eins og Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One, komst að orði á sínum tíma. Reksturinn tryggður út árið Meðfram þessari uppfærslu lagði fyrirtækið lokahönd á aðra fjármögnungarlotu, með nýjum og núverandi fjárfestum. „Lotan nemur tæplega 30 milljónum og tryggir félaginu áframhaldandi rekstur og þróun út árið 2020,” segir Davíð Örn. Meðal nýrra fjárfesta í The One eru Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurður Ólafsson fyrrum stjórnarmaður CCP og Ville Laakso, finnskur fjárfestir. Davíð Örn og Ásgeir Vísir, annar stofnenda The One, ræddu við Brennsluna um miðjan febrúar um nýju uppfærsluna og næstu skref. Davíð segir þar meðal annars að það sé mjög mikið af stefnumótaforritum í boði; eins og til dæmis Tinder, Bumble og Coffee meets Bagel. Þeirra forrit skeri sig þó úr fjöldanum. Viðtalið við þá má heyra hér að neðan. Ástin og lífið Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. Er þetta önnur fjármögnun félagsins á skömmum tíma en The One tók inn 15 milljónir í fjármagn fyrir rúmu hálfu ári síðan. Meðal fjárfesta eru núverandi og fyrrverandi forkólfar í CCP. Stefnumótaforritið var kynnt til leiks í fyrrasumar og kynnt sem mótsvar við þeim vefstefnumótamiðlum sem eru á markaðnum í dag. Ætlunin var að leggja minni áherslu á skyndikynni en þess í stað gefa fólki færi á að kynnast betur. Upphaflega fékk fólk úthlutað einum einstaklingi til að spjalla við og höfðu notendur til miðnættis til að spjalla saman - ellegar hyrfi viðmælandinn að eilífu nema báðir þátttakendur vildu framlengja spjallið. Forritið tók hins vegar töluverðum breytingum þann 14. febrúar síðastliðinn, á sjálfan Valentínusardaginn. Nú fá notendur úr þremur viðmælendum að velja í þrjá daga. „Þetta er í raun bara eins og Djúpa Laugin í gamla daga. Þetta gefur notendum meira val og ýtir undir fleiri samtöl,“ eins og Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One, komst að orði á sínum tíma. Reksturinn tryggður út árið Meðfram þessari uppfærslu lagði fyrirtækið lokahönd á aðra fjármögnungarlotu, með nýjum og núverandi fjárfestum. „Lotan nemur tæplega 30 milljónum og tryggir félaginu áframhaldandi rekstur og þróun út árið 2020,” segir Davíð Örn. Meðal nýrra fjárfesta í The One eru Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurður Ólafsson fyrrum stjórnarmaður CCP og Ville Laakso, finnskur fjárfestir. Davíð Örn og Ásgeir Vísir, annar stofnenda The One, ræddu við Brennsluna um miðjan febrúar um nýju uppfærsluna og næstu skref. Davíð segir þar meðal annars að það sé mjög mikið af stefnumótaforritum í boði; eins og til dæmis Tinder, Bumble og Coffee meets Bagel. Þeirra forrit skeri sig þó úr fjöldanum. Viðtalið við þá má heyra hér að neðan.
Ástin og lífið Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur