Blaðamönnum frá DV fjölgar á Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 13:30 Fréttablaðið hefur undanfarið ár sankað að sér blaðamönnum frá DV. Vísir/Vilhelm Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem aðeins er beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Segja má að Fréttablaðið taki forskot á samrunann með ráðningu Einars Þórs sem hittir fyrir fjölmarga fyrrum kollega af DV á Fréttablaðinu. Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva hafa þegar horfið frá DV til Fréttablaðsins og Hringbrautar auk Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Tilkynnt var um stórar breytingar í ritstjórateyminu hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, ritstjóra vefs Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Kristján Kormákur var tilkynntur sem einn ritstjóri vefs Hringbrautar og Fréttablaðsins. Einar Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. „Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks.“ Einar hafði starfað á DV samfleytt frá árinu 2007 þar sem hann var blaðamaður, fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri. Hann er með B.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Kristjón segir að Einar muni fyrst um sinn gegna stöðu blaðamanns á vefsíðum Hringbrautar og Fréttablaðsins. Hann sé mikill fengur og reynslubolti. Einar Þór er ekki sá eini sem yfirgefur herbúðir DV þessa dagana. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem aðeins er beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Segja má að Fréttablaðið taki forskot á samrunann með ráðningu Einars Þórs sem hittir fyrir fjölmarga fyrrum kollega af DV á Fréttablaðinu. Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva hafa þegar horfið frá DV til Fréttablaðsins og Hringbrautar auk Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Tilkynnt var um stórar breytingar í ritstjórateyminu hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, ritstjóra vefs Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Kristján Kormákur var tilkynntur sem einn ritstjóri vefs Hringbrautar og Fréttablaðsins. Einar Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. „Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks.“ Einar hafði starfað á DV samfleytt frá árinu 2007 þar sem hann var blaðamaður, fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri. Hann er með B.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Kristjón segir að Einar muni fyrst um sinn gegna stöðu blaðamanns á vefsíðum Hringbrautar og Fréttablaðsins. Hann sé mikill fengur og reynslubolti. Einar Þór er ekki sá eini sem yfirgefur herbúðir DV þessa dagana. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira