Blaðamönnum frá DV fjölgar á Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 13:30 Fréttablaðið hefur undanfarið ár sankað að sér blaðamönnum frá DV. Vísir/Vilhelm Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem aðeins er beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Segja má að Fréttablaðið taki forskot á samrunann með ráðningu Einars Þórs sem hittir fyrir fjölmarga fyrrum kollega af DV á Fréttablaðinu. Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva hafa þegar horfið frá DV til Fréttablaðsins og Hringbrautar auk Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Tilkynnt var um stórar breytingar í ritstjórateyminu hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, ritstjóra vefs Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Kristján Kormákur var tilkynntur sem einn ritstjóri vefs Hringbrautar og Fréttablaðsins. Einar Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. „Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks.“ Einar hafði starfað á DV samfleytt frá árinu 2007 þar sem hann var blaðamaður, fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri. Hann er með B.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Kristjón segir að Einar muni fyrst um sinn gegna stöðu blaðamanns á vefsíðum Hringbrautar og Fréttablaðsins. Hann sé mikill fengur og reynslubolti. Einar Þór er ekki sá eini sem yfirgefur herbúðir DV þessa dagana. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem aðeins er beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Segja má að Fréttablaðið taki forskot á samrunann með ráðningu Einars Þórs sem hittir fyrir fjölmarga fyrrum kollega af DV á Fréttablaðinu. Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva hafa þegar horfið frá DV til Fréttablaðsins og Hringbrautar auk Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Tilkynnt var um stórar breytingar í ritstjórateyminu hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, ritstjóra vefs Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Kristján Kormákur var tilkynntur sem einn ritstjóri vefs Hringbrautar og Fréttablaðsins. Einar Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. „Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks.“ Einar hafði starfað á DV samfleytt frá árinu 2007 þar sem hann var blaðamaður, fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri. Hann er með B.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Kristjón segir að Einar muni fyrst um sinn gegna stöðu blaðamanns á vefsíðum Hringbrautar og Fréttablaðsins. Hann sé mikill fengur og reynslubolti. Einar Þór er ekki sá eini sem yfirgefur herbúðir DV þessa dagana. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun