Hver er í raun sigurvegari? Bjarni Pétur Marel Jónasson skrifar 3. mars 2020 15:00 Ég tók ákvörðun um að fara ekki strax í háskóla heldur vinna mér inn pening fyrst til að ferðast og reyna fá víðari sýn á heiminn og vissulega njóta á sama tíma viðurkenni ég. En ég hef verið að gera það síðustu þrjár vikurnar og eitt sem ég hef saknað mest er að opna dagblaðið til að lesa greinar og mynda mér skoðun um innihaldið, mína eigin skoðun, án þess að einhver gagnrýni hvað mér finnst, setur út á það að ég setti „like“ við greinina eða vogaði mér að deila henni. Og svo tala ég ekki um þegar maður ósjálfrátt fer að lesa ummælin og sjá fólkið drulla yfir hvert annað fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þau, rakka þau niður persónulega, segja að þau hafi rangt fyrir sér og vera með óþarfa skítkast þar sem umræðan sem þar fer fram á við engin rök að styðjast og langt frá því að veita fólki víðari sýn á málefninu. En er það hægt? Getur fólk fullyrt það að aðrir hafi ranga skoðun á einhverju ákveðnu máli, það getur vissulega verið ósammála henni en skoðun er eitthvað sem þú átt sjálfur og getur ekki verið röng. Maður getur haft skoðun á mörgu, mörgu sem er ekki vinsælt í dag að hafa skoðun á og jafnvel tíðkast ekki í nútímasamfélagi, en þetta er manns eigin skoðun og hún getur ekki verið röng gagnvart sjálfum sér þó vissulega öðrum gæti fundist hún vera það. Út af þessu hef ég velt fyrir mér hver er í raun sigurvegari í kommentastríðinu. Er það sá sem á síðustu færsluna, sama hversu ljót hún er og hvort sem hún snýr enn þá að málefninu eða er komin út í árás á persónuna sjálfa. Er það sá sem fær flest „like-in“ við sitt ummæli hvort sem hann nefndi einn hlut sem átti við rök að styðjast eður ei. Eða er það sá aðili sem hættir þegar málefnið er farið út í móa og þ.a.l. tekur á sig skítkast sem fylgdi síðasta ummæli. Fyrir mitt leyti er það fjórði kosturinn, ósýnilegi kosturinn og það er að það er enginn sigurvegari. Þegar umræðan er kominn á svona lágt plan eins og hún gerir allt of oft getur enginn verið sigurvegari. Þrátt fyrir þessa skoðun mína sem margir eru kannski ósammála finnst mér mjög gaman að rökræða, hef alveg unað af því en það er fátt sem ég hata meira en að rífast við fólk og sérstaklega þegar það er bara að rífast út af engu. Enda kemur aldrei neitt gott út úr því að rífast og vera með leiðindi við aðra. Við skulum virða skoðanir annarra og vera góð hvert við annað, þótt þetta sé bara á netinu því það er ekkert „bara“ í því. Hugsa okkur fyrst um áður en við skrifum eitthvað ljótt um aðra, við erum öll mennsk og með tilfinningar. Þessa vísu hafið þið trúlega oft heyrt kveðna áður en eins og sagt er þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Eða það er allavega mín skoðun. Höfundur er gjaldkeri Ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðabæ, Fylkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Bjarni Pétur Marel Jónasson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég tók ákvörðun um að fara ekki strax í háskóla heldur vinna mér inn pening fyrst til að ferðast og reyna fá víðari sýn á heiminn og vissulega njóta á sama tíma viðurkenni ég. En ég hef verið að gera það síðustu þrjár vikurnar og eitt sem ég hef saknað mest er að opna dagblaðið til að lesa greinar og mynda mér skoðun um innihaldið, mína eigin skoðun, án þess að einhver gagnrýni hvað mér finnst, setur út á það að ég setti „like“ við greinina eða vogaði mér að deila henni. Og svo tala ég ekki um þegar maður ósjálfrátt fer að lesa ummælin og sjá fólkið drulla yfir hvert annað fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þau, rakka þau niður persónulega, segja að þau hafi rangt fyrir sér og vera með óþarfa skítkast þar sem umræðan sem þar fer fram á við engin rök að styðjast og langt frá því að veita fólki víðari sýn á málefninu. En er það hægt? Getur fólk fullyrt það að aðrir hafi ranga skoðun á einhverju ákveðnu máli, það getur vissulega verið ósammála henni en skoðun er eitthvað sem þú átt sjálfur og getur ekki verið röng. Maður getur haft skoðun á mörgu, mörgu sem er ekki vinsælt í dag að hafa skoðun á og jafnvel tíðkast ekki í nútímasamfélagi, en þetta er manns eigin skoðun og hún getur ekki verið röng gagnvart sjálfum sér þó vissulega öðrum gæti fundist hún vera það. Út af þessu hef ég velt fyrir mér hver er í raun sigurvegari í kommentastríðinu. Er það sá sem á síðustu færsluna, sama hversu ljót hún er og hvort sem hún snýr enn þá að málefninu eða er komin út í árás á persónuna sjálfa. Er það sá sem fær flest „like-in“ við sitt ummæli hvort sem hann nefndi einn hlut sem átti við rök að styðjast eður ei. Eða er það sá aðili sem hættir þegar málefnið er farið út í móa og þ.a.l. tekur á sig skítkast sem fylgdi síðasta ummæli. Fyrir mitt leyti er það fjórði kosturinn, ósýnilegi kosturinn og það er að það er enginn sigurvegari. Þegar umræðan er kominn á svona lágt plan eins og hún gerir allt of oft getur enginn verið sigurvegari. Þrátt fyrir þessa skoðun mína sem margir eru kannski ósammála finnst mér mjög gaman að rökræða, hef alveg unað af því en það er fátt sem ég hata meira en að rífast við fólk og sérstaklega þegar það er bara að rífast út af engu. Enda kemur aldrei neitt gott út úr því að rífast og vera með leiðindi við aðra. Við skulum virða skoðanir annarra og vera góð hvert við annað, þótt þetta sé bara á netinu því það er ekkert „bara“ í því. Hugsa okkur fyrst um áður en við skrifum eitthvað ljótt um aðra, við erum öll mennsk og með tilfinningar. Þessa vísu hafið þið trúlega oft heyrt kveðna áður en eins og sagt er þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Eða það er allavega mín skoðun. Höfundur er gjaldkeri Ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðabæ, Fylkir.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar