„Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 16:30 Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram með bikarinn. Mynd/HSÍ Valur og Fram spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í seinni undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. Framarar eru nú í 27. sinn í undanúrslitum og Valur vann sér sæti í undanúrslitum í 25. skipti að þessu sinni en þetta er 45. keppnistímabil bikarkeppninnar í kvennaflokki. Liðin mættust í úrslitaleik fyrir ári og þá vann vann með þriggja marka mun, 24-21. Nú um stundir eru Fram og Valur í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar og margir líta svo á að þetta sé í raun úrslitaleikur keppninnar. „Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís. Ef við mætum til þess að spila okkar leik eins gegn hverjum öðrum andstæðingi þá eigum við góða möguleika á að sigra. Spennustigið má hvorki vera of hátt eða of lágt,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir í samtali við HSÍ. „Spennustigið er hærra í undanúrslitaleik í bikar en í deildarleik. Þess vegna tekur það leikmenn stundum nokkrar mínútur að komast í gang meðan strengirnir eru stilltir,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Flestar okkar hafa áður tekið þátt í leikjum af þessu tagi. Við búum yfir góðri reynslu og ættum þessvegna að koma sterkar inn í leikinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Steinunn ennfremur. Fram vann nokkuð öruggan 28-24 sigur í leik liðanna á Hlíðarenda um helgina og fór langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. „Við vitum alveg hvað Valur ætlar að gera í leiknum og þær þekkja okkur út og inn. Af þeim sökum snýst þessi leikur fyrst og fremst um okkur sjálfar. Fyrstu mínútur leksins geta skipt miklu máli“ sagði Steinunn og hún að Framstúlkur hafa lært af úrslitaleiknum í fyrra. „Því miður þá áttum við ekki góðan leik gegn Val í úrslitum bikarsins í fyrra þar sem við lentum mikið undir snemma leiks. Við höfum dregið lærdóm af þeirri viðureign,“ sagði Steinunn Björnsdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Sjá meira
Valur og Fram spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í seinni undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. Framarar eru nú í 27. sinn í undanúrslitum og Valur vann sér sæti í undanúrslitum í 25. skipti að þessu sinni en þetta er 45. keppnistímabil bikarkeppninnar í kvennaflokki. Liðin mættust í úrslitaleik fyrir ári og þá vann vann með þriggja marka mun, 24-21. Nú um stundir eru Fram og Valur í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar og margir líta svo á að þetta sé í raun úrslitaleikur keppninnar. „Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís. Ef við mætum til þess að spila okkar leik eins gegn hverjum öðrum andstæðingi þá eigum við góða möguleika á að sigra. Spennustigið má hvorki vera of hátt eða of lágt,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir í samtali við HSÍ. „Spennustigið er hærra í undanúrslitaleik í bikar en í deildarleik. Þess vegna tekur það leikmenn stundum nokkrar mínútur að komast í gang meðan strengirnir eru stilltir,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Flestar okkar hafa áður tekið þátt í leikjum af þessu tagi. Við búum yfir góðri reynslu og ættum þessvegna að koma sterkar inn í leikinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Steinunn ennfremur. Fram vann nokkuð öruggan 28-24 sigur í leik liðanna á Hlíðarenda um helgina og fór langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. „Við vitum alveg hvað Valur ætlar að gera í leiknum og þær þekkja okkur út og inn. Af þeim sökum snýst þessi leikur fyrst og fremst um okkur sjálfar. Fyrstu mínútur leksins geta skipt miklu máli“ sagði Steinunn og hún að Framstúlkur hafa lært af úrslitaleiknum í fyrra. „Því miður þá áttum við ekki góðan leik gegn Val í úrslitum bikarsins í fyrra þar sem við lentum mikið undir snemma leiks. Við höfum dregið lærdóm af þeirri viðureign,“ sagði Steinunn Björnsdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Sjá meira