Færeyingar svekktir og pirraðir út í hræsnarann Robert Plant Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 10:43 Robert Plant og Suzi Dian syngja hér á tónleikum Saving Grace um mitt síðasta ár. Getty/David Corio Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð. Með því vill hljómsveitin mótmæla aldagömlu Grindadrápi Færeyinga, hinni umdeildu veiðiaðferð þegar marsvín eru króuð af, rekin að landi og slátrað með krókum og hnífum. Aðstandendur hátíðarinnar greina sjálfir frá ákvörðun Plant og félaga í yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar. Þar lýsa skipuleggjendur nokkurri óánægju með ákvörðun hljómsveitarinnar sem þeir segja að megi rekja til þrýstings frá umhverfisverndarsamtökunum Blue Planet Society. Framkvæmdastjóri G! Festival, Sigvør Laksá, lætur hafa eftir sér í yfirlýsingunni að hennar fólk sé „vonsvikið og pirrað“ vegna málsins. Það sé ófaglegt af hálfu Saving Grace að afbóka sig án nokkurs fyrirvara, það hefði verið heillavænlegra ef listamennirnir hefðu rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar þannig að þeir gætu mögulega komið til móts við áhyggjur þeirra. Hræsni af hálfu Plant „Það skýtur jafnframt skökku við að listamenn séu tilbúnir að stíga á svið í löndum eins og Noregi og Íslandi [sem bæði stunda hvalveiðar] eins og Plant hefur gert, síðast í fyrra,“ segir Sigvør Laksá. Vísar hún þar til tónleika sveitarinnar Robert Plant and the Sensational Spaceshifters á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardal síðasta sumar. Þar tóku Plant og félagar m.a. lagið Immigrant Song úr smiðju Led Zepplin, sem var í fyrsta sinn í um 20 ár sem þessi fyrrverandi forsöngvari sveitarinnar flytur lagið á tónleikum. Í yfirlýsingunni bætir Sigvør Laksá við nú hefjist vinna við að skipuleggja G! Festival upp á nýtt, enda setji ákvörðun Saving Grace hátíðina í uppnám. Eða eins og hún orðar það á Facebook-síðu sinni: „Helvítis lort....“ Dýr Færeyjar Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð. Með því vill hljómsveitin mótmæla aldagömlu Grindadrápi Færeyinga, hinni umdeildu veiðiaðferð þegar marsvín eru króuð af, rekin að landi og slátrað með krókum og hnífum. Aðstandendur hátíðarinnar greina sjálfir frá ákvörðun Plant og félaga í yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar. Þar lýsa skipuleggjendur nokkurri óánægju með ákvörðun hljómsveitarinnar sem þeir segja að megi rekja til þrýstings frá umhverfisverndarsamtökunum Blue Planet Society. Framkvæmdastjóri G! Festival, Sigvør Laksá, lætur hafa eftir sér í yfirlýsingunni að hennar fólk sé „vonsvikið og pirrað“ vegna málsins. Það sé ófaglegt af hálfu Saving Grace að afbóka sig án nokkurs fyrirvara, það hefði verið heillavænlegra ef listamennirnir hefðu rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar þannig að þeir gætu mögulega komið til móts við áhyggjur þeirra. Hræsni af hálfu Plant „Það skýtur jafnframt skökku við að listamenn séu tilbúnir að stíga á svið í löndum eins og Noregi og Íslandi [sem bæði stunda hvalveiðar] eins og Plant hefur gert, síðast í fyrra,“ segir Sigvør Laksá. Vísar hún þar til tónleika sveitarinnar Robert Plant and the Sensational Spaceshifters á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardal síðasta sumar. Þar tóku Plant og félagar m.a. lagið Immigrant Song úr smiðju Led Zepplin, sem var í fyrsta sinn í um 20 ár sem þessi fyrrverandi forsöngvari sveitarinnar flytur lagið á tónleikum. Í yfirlýsingunni bætir Sigvør Laksá við nú hefjist vinna við að skipuleggja G! Festival upp á nýtt, enda setji ákvörðun Saving Grace hátíðina í uppnám. Eða eins og hún orðar það á Facebook-síðu sinni: „Helvítis lort....“
Dýr Færeyjar Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43
Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50
Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48