Stjórnvöld hverfi frá „kerfislægri ómennsku við flóttafólk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 16:44 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag og skoraði á Katrínu Jakobsdóttur að forgangsraða upp á nýtt í málaflokknum. Vísaði Þórhildur Sunna til fyrirhugaðar brottvísunar írakskar barnafjölskyldu til Grikklands. „Nú stendur til að senda börnin Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra með valdi til Grikklands,“ sagði Þórhildur Sunna. „Ég segi með valdi vegna þess að skiljanlega vill þessi fjölskylda ekki flytja úr örygginu á Íslandi yfir í ómannúðlegar og óviðunandi aðstæður á Grikklandi sem vissulega má segja að séu að sligast undan álagi.“Sjá einnig: Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að ástandið í Grikklandi hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið, ekki síður nú undanfarna daga. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.Sjá einnig: Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Þórhildur Sunna sagði ekkert innan gildandi lagaramma skylda íslensk stjórnvöld til að senda börn til Grikklands með lögreglufylgd. „Þvert á móti höfum við ríkar heimildir og sterka siðferðislega skyldu til að vernda þessi börn, bjóða þau velkomin og gefa þeim frið. Það eina sem þarf er pólitískur vilji. En þessi vilji er ekki fyrir hendi. Auðvitað kemur það mér ekki á óvart að hæstvirtur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, haldi áfram margra ára verklagi Sjálfstæðisflokksins um kerfislæga ómennsku við flóttafólk,“ sagði Þórhildur Sunna. Þetta hafi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra verið fullkunnugt um þegar hún gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Hún talaði enda um að með samstarfinu væri hún að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að forgangsraða upp á nýtt,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag og skoraði á Katrínu Jakobsdóttur að forgangsraða upp á nýtt í málaflokknum. Vísaði Þórhildur Sunna til fyrirhugaðar brottvísunar írakskar barnafjölskyldu til Grikklands. „Nú stendur til að senda börnin Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra með valdi til Grikklands,“ sagði Þórhildur Sunna. „Ég segi með valdi vegna þess að skiljanlega vill þessi fjölskylda ekki flytja úr örygginu á Íslandi yfir í ómannúðlegar og óviðunandi aðstæður á Grikklandi sem vissulega má segja að séu að sligast undan álagi.“Sjá einnig: Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að ástandið í Grikklandi hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið, ekki síður nú undanfarna daga. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.Sjá einnig: Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Þórhildur Sunna sagði ekkert innan gildandi lagaramma skylda íslensk stjórnvöld til að senda börn til Grikklands með lögreglufylgd. „Þvert á móti höfum við ríkar heimildir og sterka siðferðislega skyldu til að vernda þessi börn, bjóða þau velkomin og gefa þeim frið. Það eina sem þarf er pólitískur vilji. En þessi vilji er ekki fyrir hendi. Auðvitað kemur það mér ekki á óvart að hæstvirtur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, haldi áfram margra ára verklagi Sjálfstæðisflokksins um kerfislæga ómennsku við flóttafólk,“ sagði Þórhildur Sunna. Þetta hafi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra verið fullkunnugt um þegar hún gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Hún talaði enda um að með samstarfinu væri hún að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að forgangsraða upp á nýtt,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira