Viltu aukafríviku(r)? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 5. mars 2020 11:00 Hvað myndum við gera ef við ættum meiri tíma? Myndum við sofa lengur, hreyfa okkur meira, hitta fleira fólk, eða lesa fleiri bækur. Myndum við hanga lengur á netinu eða fara bara oftar í ræktina? Myndi okkur líða betur? Myndu fleiri fá vinnu eða myndu bara allir vinna minna? Eða myndu einhverjir vinna meira? Þessar spurningar geta verið endalausar en verða allar uppi þegar við styttum vinnuvikuna. Ég segi þegar, því mér finnst þetta vera svo augljóst. Að við munum halda áfram að stíga þau skref sem voru fyrst stigin í tengslum við Lífskjarasamningana og verða vonandi stigin áfram í þeirri kjarasamningalotu sem nú stendur yfir. Fyrir hverja vinnustund fáum við viku í frí á ári Fyrir hverja vinnustund sem vinnuvikan er stytt um má gera ráð fyrir að við fáum til umráða tíma sem svarar 40-45 klukkustundum á ári. Það eru 5-6 vinnudagar. Fjögurra stunda stytting vinnuvikunnar gæti því orðið sem svarar 160-180 tímar á ári fyrir einstakling í fullu starfi. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks í 32 stundir, eins og nokkuð hefur verið rætt, gæti þá þýtt á bilinu 320-360 tímar á ári. Eftir því hvar línan er dregin gætu þetta verið frá einni vinnuviku í auka „mig-tíma“ upp í 8. Seinni talan er meiri tími en flestar stéttir hafa í orlof í dag. Með því að líta sérstaklega til vaktavinnufólks í þessu sambandi er horft til þess aukaálags sem hlýst af því að vinna á óhefðbundnum tímum, á stórhátíðum, helgum, nóttinni og kvöldin, þegar aðrir eru í fríi. Auðvitað hlytist af kostnaður. Það segir sig sjálft að ef þarf að manna vaktir og vinuskyldan hefur minnkað þarf til þess meiri mannskap. Í einhverjum tilfellum verður hægt að mæta a.m.k. hluta breytinga með endurskipulagningu og hliðrunum á vinnutíma og vinnuskilum, en það er óhjákvæmilegt að fleiri þurfi til að sinna vinnu í vaktavinnuhópum. Þá gætu menn haft áhyggjur af því að ekki fengist fólk til starfa. Ég tel hins vegar að það ætti að vera auðveldara að manna vaktavinnustörf þegar menn sjá að vinnuskilin verða minni. Eins hafa þær tilraunir sem hafa verið gerðar hér á landi með styttingu að fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Kjarabót sem verðbólga étur ekki Þær samfélagsbreytingar sem nú eiga sér stað kalla á breytingar á vinnuvikunni og meiri sveigjanleika fyrir vinnandi fólk. Ég er viss um að við myndum dvelja meira með fjölskyldu og vinum ef við ættum meiri tíma. Við myndum fara oftar í heimsóknir til ömmu, mömmu eða frænku. Eða bara heimsóknir yfirleitt. Við myndum líklega gefa okkur meiri tíma til að komast milli staða með um hverfisvænum hætti. Við myndum jafnvel gefa okkur tíma til að borða hollari mat og matbúa sjálf. Sú samfélagsbreyting sem gæti orðið með styttri vinnuviku yrði mjög jákvæð. Sú kjarabót sem í því fælist yrði heldur ekki frá okkur tekin með verðbólgu, gengisfellingum eða vaxtahækkunum. Við gætum brosað alla leið heim. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ólafur Þór Gunnarsson Vinnumarkaður Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Hvað myndum við gera ef við ættum meiri tíma? Myndum við sofa lengur, hreyfa okkur meira, hitta fleira fólk, eða lesa fleiri bækur. Myndum við hanga lengur á netinu eða fara bara oftar í ræktina? Myndi okkur líða betur? Myndu fleiri fá vinnu eða myndu bara allir vinna minna? Eða myndu einhverjir vinna meira? Þessar spurningar geta verið endalausar en verða allar uppi þegar við styttum vinnuvikuna. Ég segi þegar, því mér finnst þetta vera svo augljóst. Að við munum halda áfram að stíga þau skref sem voru fyrst stigin í tengslum við Lífskjarasamningana og verða vonandi stigin áfram í þeirri kjarasamningalotu sem nú stendur yfir. Fyrir hverja vinnustund fáum við viku í frí á ári Fyrir hverja vinnustund sem vinnuvikan er stytt um má gera ráð fyrir að við fáum til umráða tíma sem svarar 40-45 klukkustundum á ári. Það eru 5-6 vinnudagar. Fjögurra stunda stytting vinnuvikunnar gæti því orðið sem svarar 160-180 tímar á ári fyrir einstakling í fullu starfi. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks í 32 stundir, eins og nokkuð hefur verið rætt, gæti þá þýtt á bilinu 320-360 tímar á ári. Eftir því hvar línan er dregin gætu þetta verið frá einni vinnuviku í auka „mig-tíma“ upp í 8. Seinni talan er meiri tími en flestar stéttir hafa í orlof í dag. Með því að líta sérstaklega til vaktavinnufólks í þessu sambandi er horft til þess aukaálags sem hlýst af því að vinna á óhefðbundnum tímum, á stórhátíðum, helgum, nóttinni og kvöldin, þegar aðrir eru í fríi. Auðvitað hlytist af kostnaður. Það segir sig sjálft að ef þarf að manna vaktir og vinuskyldan hefur minnkað þarf til þess meiri mannskap. Í einhverjum tilfellum verður hægt að mæta a.m.k. hluta breytinga með endurskipulagningu og hliðrunum á vinnutíma og vinnuskilum, en það er óhjákvæmilegt að fleiri þurfi til að sinna vinnu í vaktavinnuhópum. Þá gætu menn haft áhyggjur af því að ekki fengist fólk til starfa. Ég tel hins vegar að það ætti að vera auðveldara að manna vaktavinnustörf þegar menn sjá að vinnuskilin verða minni. Eins hafa þær tilraunir sem hafa verið gerðar hér á landi með styttingu að fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Kjarabót sem verðbólga étur ekki Þær samfélagsbreytingar sem nú eiga sér stað kalla á breytingar á vinnuvikunni og meiri sveigjanleika fyrir vinnandi fólk. Ég er viss um að við myndum dvelja meira með fjölskyldu og vinum ef við ættum meiri tíma. Við myndum fara oftar í heimsóknir til ömmu, mömmu eða frænku. Eða bara heimsóknir yfirleitt. Við myndum líklega gefa okkur meiri tíma til að komast milli staða með um hverfisvænum hætti. Við myndum jafnvel gefa okkur tíma til að borða hollari mat og matbúa sjálf. Sú samfélagsbreyting sem gæti orðið með styttri vinnuviku yrði mjög jákvæð. Sú kjarabót sem í því fælist yrði heldur ekki frá okkur tekin með verðbólgu, gengisfellingum eða vaxtahækkunum. Við gætum brosað alla leið heim. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar