Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 18:18 Verkfall félagsmanna Eflingar hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Vísir/Vilhelm Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. Að því er segir í tilkynningu Eflingar hlítir félagið niðurstöðu dómsins og því verður af boðuðu verkfalli sem hafði verið samþykkt. Það voru Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla, sem fóru með málið fyrir Félagsdóm. „Rök dómsins voru á þann veg að þar sem kjör félagsmannanna sem í hlut eiga hafa tekið mið af kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg þá hljóti verkfallið að teljast vera gert af hálfu félagsmannanna í þeim tilgangi að bæta eigin kjör, fremur en að sýna eingöngu samstöðu með borgarstarfsmönnum í verkfalli. Dómurinn í klofnaði í afstöðu sinni og vildi einn dómari sýkna Eflingu og dæma verkfallið lögmætt á þeim forsendum sem félagið byggði á. Samtök atvinnulífsins flutti málið fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) og héldu ofangreindu sjónarmiði á lofti í sínum málflutningi. Efling mótmælti rökum Samtaka atvinnulífsins og benti á að jafnvel þótt kjör félagsmanna hjá SSSK hafi tekið mið af samningi við Reykjavíkurborg þá hafi ætlun og yfirlýst markmið verkfallsins sannarlega verið að sýna samstöðu með starfsfólki Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þar er jafnframt haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, að dómur Félagsdóms þrengi rétt verkafólks til samúðarverkfalla með því að setja „mjög ströng skilyrði um að kjör hópa megi ekki tengjast.“ „„En auðvitað er líka ágætt að dómur hafi fallið og er þá hægt að taka tillit til þess í hugsanlegum verkfallsaðgerðum þegar fram líða stundir,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. Að því er segir í tilkynningu Eflingar hlítir félagið niðurstöðu dómsins og því verður af boðuðu verkfalli sem hafði verið samþykkt. Það voru Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla, sem fóru með málið fyrir Félagsdóm. „Rök dómsins voru á þann veg að þar sem kjör félagsmannanna sem í hlut eiga hafa tekið mið af kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg þá hljóti verkfallið að teljast vera gert af hálfu félagsmannanna í þeim tilgangi að bæta eigin kjör, fremur en að sýna eingöngu samstöðu með borgarstarfsmönnum í verkfalli. Dómurinn í klofnaði í afstöðu sinni og vildi einn dómari sýkna Eflingu og dæma verkfallið lögmætt á þeim forsendum sem félagið byggði á. Samtök atvinnulífsins flutti málið fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) og héldu ofangreindu sjónarmiði á lofti í sínum málflutningi. Efling mótmælti rökum Samtaka atvinnulífsins og benti á að jafnvel þótt kjör félagsmanna hjá SSSK hafi tekið mið af samningi við Reykjavíkurborg þá hafi ætlun og yfirlýst markmið verkfallsins sannarlega verið að sýna samstöðu með starfsfólki Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þar er jafnframt haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, að dómur Félagsdóms þrengi rétt verkafólks til samúðarverkfalla með því að setja „mjög ströng skilyrði um að kjör hópa megi ekki tengjast.“ „„En auðvitað er líka ágætt að dómur hafi fallið og er þá hægt að taka tillit til þess í hugsanlegum verkfallsaðgerðum þegar fram líða stundir,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira