Flugfreyjur verða í hlífðarfötum í flugi frá Veróna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. mars 2020 19:26 Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. Icelandair reynir nú líkt og flugfélög um allan heim að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við erum búin að vera að bæta við hreinlæti. Það er að segja betri þrif. Almennt eru flugvélarnar mjög vel þrifnar á milli fluga en við höfum bætt sérstaklega í. Við erum að þrífa sérstaklega þá snertifleti sem eru líklegir til þess að bera smit á milli farþega. Við erum búin að bæta við grímum fyrir bæði farþega og flugáhafnir, sótthreinsandi efni, hönskum,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.Þá segir Haukur reynt að skipta ört um alla bæklinga sem eru um borð í flugvélunum. Hann segir farþega ekki þurfa að hafa áhyggjur af loftgæðum. „Loftskipti um borð í flugvélum eru mun betri heldur en í þessu almenna umhverfi í kringum okkur. Það eru tíu sinnum hraðari loftskipti um borð í flugvélum heldur en í þessu umhverfi sem við stöndum í í dag,“ segir Haukur.Isavia hefur einnig breytt sínu verklagi og aukið þrif á Keflavíkurflugvelli. „Það er áhersla á þessa almennu snertifleti sem að heilbrigðisyfirvöld hafa talað um. Það er að segja eins og hurðarhúna og handrið og annað slíkt. Þannig að það er lögð áhersla á að þrífa þessa staði og þessi svæði sérstaklega vel,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Á laugardaginn flýgur Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands með ríflega sjötíu Íslendinga. Svæði er skilgreint sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og þarf því að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum. „Við erum með sjö áhafnarmeðlimi í þessu. Það eru tveir flugmenn og einn flugvirki og fjórar flugfreyjur, þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Við teljum þetta vera ábyrgustu leiðina og öruggustu leiðina til þess að koma þessu fólki heim til sín. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. Icelandair reynir nú líkt og flugfélög um allan heim að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við erum búin að vera að bæta við hreinlæti. Það er að segja betri þrif. Almennt eru flugvélarnar mjög vel þrifnar á milli fluga en við höfum bætt sérstaklega í. Við erum að þrífa sérstaklega þá snertifleti sem eru líklegir til þess að bera smit á milli farþega. Við erum búin að bæta við grímum fyrir bæði farþega og flugáhafnir, sótthreinsandi efni, hönskum,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.Þá segir Haukur reynt að skipta ört um alla bæklinga sem eru um borð í flugvélunum. Hann segir farþega ekki þurfa að hafa áhyggjur af loftgæðum. „Loftskipti um borð í flugvélum eru mun betri heldur en í þessu almenna umhverfi í kringum okkur. Það eru tíu sinnum hraðari loftskipti um borð í flugvélum heldur en í þessu umhverfi sem við stöndum í í dag,“ segir Haukur.Isavia hefur einnig breytt sínu verklagi og aukið þrif á Keflavíkurflugvelli. „Það er áhersla á þessa almennu snertifleti sem að heilbrigðisyfirvöld hafa talað um. Það er að segja eins og hurðarhúna og handrið og annað slíkt. Þannig að það er lögð áhersla á að þrífa þessa staði og þessi svæði sérstaklega vel,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Á laugardaginn flýgur Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands með ríflega sjötíu Íslendinga. Svæði er skilgreint sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og þarf því að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum. „Við erum með sjö áhafnarmeðlimi í þessu. Það eru tveir flugmenn og einn flugvirki og fjórar flugfreyjur, þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Við teljum þetta vera ábyrgustu leiðina og öruggustu leiðina til þess að koma þessu fólki heim til sín. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira