Formaður BSRB óttast ekki lög á verkföll og viðræður ganga vel Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2020 19:45 Takist samningar ekki fyrir mánudag hefjast ótímabundin verkföll hjá BSRB. grafík/hafsteinn Formaður BSRB telur enga ástæðu til að óttast að verkfallsaðgerðum bandalagsins verði frestað með lagasetningu. Búið sé að ná saman um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og launakrafan byggi á lífskjarasamningunum. Samkvæmt lögum geta ekki allir starfsmenn tiltekinna hópa starfsmanna heilbrigiðsstofnana farið í verkfall. En vegna kórónuveirunnar má að auki búast við að sótt verði um undanþágur fyrir töluverðan fjölda starfsmanna. Þetta horfir öðruvísi við með vínbúðirnar. Engar undanþágur verða gefnar vegna starfsmanna þeirra í tveggja daga verkföllum. Vínbúðirnar verða lokaðar þegar þær aðgerðir standa yfir. Og það sama á við um sundlaugarnar. Það verður ekki hægt að stinga sér til sunds í tveggja daga verkföllum sem hefjast að óbreyttu á mánudag. En kannski verður ekkert af verkföllunum því Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að stórum áfanga hafi verið náð í viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi. „Þá gengum við frá styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. Við höfum verið mjög lengi að vinna að því og raunar yfir allt þetta viðræðutímabil sem eru ellefu mánuðir. Þetta er stór liður í því að nálgast lok kjaraviðræðna,“ segir Sonja Ýr. Enn ágreiningur um launaliðinn Enn á þó eftir að ná saman um launaliðinn og því gætu umfangsmiklar aðgerðir hafist á mánudag með ótímabundnum verkföllum í grunnskólum Reykjavíkur og Seltjarnarness, á frístundaheimilum, skrifstofum skattsins og tollsins, sýslumönnum um allt land og í þjónustuverum þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkur og Akraness. Á mánudag hæfust að auki vikuleg teggja daga verkföll sem hefðu mikil áhrif á Landspítala, ummönun aldraðra og fólks með fötlun, grunnskóla utan Reykjavíkur, leikskóla víða um land og á bæjarskrifstofum. Auk þess sem fyrrnefndir staðir myndu loka ásamt skíðasvæðum og Bílastæðasjóði. Sonja Ýr segir út af standi að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og túlkun lífskjarasamningsins. „Við höfum einmitt verið með sömu kröfur; um að launahækkanir yfir kjarasamningstímabilið séu í samræmi við lífskjarasamninginn. Höfum gert þá kröfu að það verði 90 þúsund króna hækkun. Í lífskjarasamningunum var samið um tvær tölur, 68 þúsund fyrir markaðslaun og 90 þúsund krónur fyrir taxtalaun. Það eru allir opinberir starfsmenn á taxtalaunum. En það er hins vegar ekki tilboð ríkisins að bjóða öllum 90 þúsund krónur og um það snýst ágreiningurinn,“ segir formaður BSRB. Ekki sé tímabært að óttast lög á verkföllin enda unnið hörðum höndum að því að ná samningi fyrir mánudag. Þá geti ekki allir opinberir starfsmenn lagt niður störf. „Við erum með fjölbreytta hópa. Annars vegar hópa sem þurfa að sinna heilbrigði og öryggi og þá er hægt að fara með undanþágubeiðnir í tengslum við veiruna. Til að fá undanþágu fyrir þau frá verkfalli. En það eiga ekki sömu sjónarmið við um þá sem eru að starfa í skólunum, frístundaheimilunum, í ÁTVR og svo framvegis,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Formaður BSRB telur enga ástæðu til að óttast að verkfallsaðgerðum bandalagsins verði frestað með lagasetningu. Búið sé að ná saman um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og launakrafan byggi á lífskjarasamningunum. Samkvæmt lögum geta ekki allir starfsmenn tiltekinna hópa starfsmanna heilbrigiðsstofnana farið í verkfall. En vegna kórónuveirunnar má að auki búast við að sótt verði um undanþágur fyrir töluverðan fjölda starfsmanna. Þetta horfir öðruvísi við með vínbúðirnar. Engar undanþágur verða gefnar vegna starfsmanna þeirra í tveggja daga verkföllum. Vínbúðirnar verða lokaðar þegar þær aðgerðir standa yfir. Og það sama á við um sundlaugarnar. Það verður ekki hægt að stinga sér til sunds í tveggja daga verkföllum sem hefjast að óbreyttu á mánudag. En kannski verður ekkert af verkföllunum því Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að stórum áfanga hafi verið náð í viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi. „Þá gengum við frá styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. Við höfum verið mjög lengi að vinna að því og raunar yfir allt þetta viðræðutímabil sem eru ellefu mánuðir. Þetta er stór liður í því að nálgast lok kjaraviðræðna,“ segir Sonja Ýr. Enn ágreiningur um launaliðinn Enn á þó eftir að ná saman um launaliðinn og því gætu umfangsmiklar aðgerðir hafist á mánudag með ótímabundnum verkföllum í grunnskólum Reykjavíkur og Seltjarnarness, á frístundaheimilum, skrifstofum skattsins og tollsins, sýslumönnum um allt land og í þjónustuverum þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkur og Akraness. Á mánudag hæfust að auki vikuleg teggja daga verkföll sem hefðu mikil áhrif á Landspítala, ummönun aldraðra og fólks með fötlun, grunnskóla utan Reykjavíkur, leikskóla víða um land og á bæjarskrifstofum. Auk þess sem fyrrnefndir staðir myndu loka ásamt skíðasvæðum og Bílastæðasjóði. Sonja Ýr segir út af standi að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og túlkun lífskjarasamningsins. „Við höfum einmitt verið með sömu kröfur; um að launahækkanir yfir kjarasamningstímabilið séu í samræmi við lífskjarasamninginn. Höfum gert þá kröfu að það verði 90 þúsund króna hækkun. Í lífskjarasamningunum var samið um tvær tölur, 68 þúsund fyrir markaðslaun og 90 þúsund krónur fyrir taxtalaun. Það eru allir opinberir starfsmenn á taxtalaunum. En það er hins vegar ekki tilboð ríkisins að bjóða öllum 90 þúsund krónur og um það snýst ágreiningurinn,“ segir formaður BSRB. Ekki sé tímabært að óttast lög á verkföllin enda unnið hörðum höndum að því að ná samningi fyrir mánudag. Þá geti ekki allir opinberir starfsmenn lagt niður störf. „Við erum með fjölbreytta hópa. Annars vegar hópa sem þurfa að sinna heilbrigði og öryggi og þá er hægt að fara með undanþágubeiðnir í tengslum við veiruna. Til að fá undanþágu fyrir þau frá verkfalli. En það eiga ekki sömu sjónarmið við um þá sem eru að starfa í skólunum, frístundaheimilunum, í ÁTVR og svo framvegis,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent