Minnast þess að hálf öld er frá því Loftleiðamenn stofnuðu Cargolux Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2020 07:22 Frá upphafsárunum. Cargolux-vél af gerðinni Canadair CL-44 á flugvellinum í Kathmandu, höfðuborg Nepals. Takið eftir að stélið að aftan er opið samtímis því sem búið er að ræsa einn hreyfilinn. Mynd/Cargolux. Hálfrar aldar afmæli Cargolux-flugfélagsins er fagnað í Lúxemborg þessa dagana. Félagið, sem er skilgreint afkvæmi Loftleiðaævintýris Alfreðs Elíassonar og félaga, er í dag stærsta frakflugfélag Evrópu og það sjöunda stærsta í heiminum, í flokki félaga sem eingöngu sinna vöruflutningum. Stofnun Cargolux varð til þess að þrjúhundruð manna Íslendinganýlenda myndaðist í Lúxemborg. Fjöldi íslenskra flugmanna og flugvirkja réði sig til starfa hjá félaginu og helstu stjórnendur voru Íslendingar, þeirra á meðal fyrsti forstjórinn, Einar Ólafsson. Íslenskur veitingastaður, Cockpit Inn, varð miðstöð félagslífsins og einskonar flugminjasafn.Gamla Loftleiðavélin Þorvaldur Eiríksson, TF-LLJ, var fyrsta vél Cargolux.Mynd/Cargolux.Cargolux dafnaði undir kjörorðunum „You name it, we fly it“ og varð stórveldi í fraktflugi. Félagið rekur í dag þrjátíu Boeing 747-fraktþotur sem fljúga reglulega til 75 áfangastaða og starfsmenn eru um tvöþúsund talsins. Það er með 85 skrifstofur í 50 löndum. Í sérstakri afmælisgrein á heimasíðu Cargolux er upphafið rakið til ársins 1969 þegar Jóhannesi Einarssyni, einum af framkvæmdastjórum Loftleiða, var falið það verkefni að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana, Canadair CL 44 skrúfuþotur. Loftleiðir voru þá að stíga inn í þotuöldina með DC 8-þotum, voru með bækistöð í Lúxemborg og ráðamenn stórhertogadæmisins voru áhugasamir um nánara samstarf við íslensku frumkvöðlana.Þrír Monsar við bækistöð Cargolux á flugvellinum í Lúxemborg. Takið eftir hvernig stélið er opið á tveimur vélanna.Mynd/Cargolux.Jóhannes reyndi fyrst að selja vélarnar hópi atvinnulausra flugmanna í Malmö í Svíþjóð en þeim var synjað um lán frá þarlendum bönkum. Sagan rataði í sænsku blöðin sem varð til þess að Svíinn Christer Salén, eigandi Salén-skipafélagsins, setti sig í samband við Jóhannes. Hugmynd Saléns gekk út á að nýta vélarnar um helgar til að fljúga með Skandinava í sólina til Spánar en nýta þær svo á virkum dögum í fraktflugi með ferska ávexti og grænmeti til Svíþjóðar. Jóhannesi leist ekki á hugmyndina, sagði of tímafrekt að víxla vélunum í hverri viku milli þess að vera farþega- eða fraktvélar, en lagði þess í stað til að þeir stofnuðu saman fraktflugfélag. Jóhannes gerði Salén tilboð um að báðir aðilar myndu eiga 50% hlut í félaginu og samkomulag var handsalað. Loftleiðir og Salén stofnuðu félagið Sal-Loft en héldu síðan til viðræðna við yfirvöld í Lúxemborg, sem buðu flugvöll í hjarta Evrópu undir höfuðstöðvar nýja félagsins. Fyrsta flug Saloft var svo frá Lúxemborg í nóvember 1969 með hjálpargögn til Sao Tome fyrir Caritas, hjálparsamtök kaþólsku kirkjunnar.Verið að hlaða DC-8 þotu Cargolux í Lúxemborg. Fjær sést Boeing 747 með opið trýni. Fyrsta áttan hjá félaginu var tekin í notkun árið 1973 og fyrsta júmbó-þotan árið 1979.Mynd/Cargolux.Viðræður aðilanna þriggja næstu mánuði leiddu til þess að Lúxemborgarar bættust inn sem þriðja stoðin með Luxair í fararbroddi og var Cargolux formlega stofnað þann 4. mars árið 1970. Fyrsta flugvélin, gamla Loftleiðavélin TF-LLJ, var leigð frá Saloft og Cargolux tók síðar yfir allar CL 44-vélar Loftleiða. Flugrekstrarskírteinið fékk Cargolux 10. maí árið 1970 og fyrsta flugið undir merki Cargolux var farið daginn eftir, ferjuflug frá Stokkhólmi til Kennedy-flugvallar í New York til að sækja jöklasalat og jarðaber. Loftleiðir og síðar Flugleiðir áttu 33% hlutafjár í Cargolux fyrstu tólf árin. Stjórnendur Flugleiða ákváðu árið 1982 að taka ekki þátt í hlutafjáraukningu Cargolux og þynntist þá hlutur Íslendinga. Flugleiðir seldu svo afganginn árið 1985.Spirit of Cargolux, Boeing 747-8F, í afmælisbúningi.Mynd/Cargolux.Jóhannes Einarsson hefur lýst því opinberlega hvernig Flugleiðir drógu sig endanlega úr Cargolux í forstjóratíð Sigurðar Helgasonar eldri. Þá hafi félagið afskrifað hlutabréf sín í Cargolux og selt þau síðan til Cargolux, sem skömmu síðar seldi sömu hlutabréf til Lufthansa með milljón dollara hagnaði. Móa Sigurðardóttir, forstöðumaður samskipta hjá Cargolux, segir að núna starfi alls 29 Íslendingar hjá Cargolux og sumir í lykilhlutverkum. Íslendinganýlendan er ennþá stór og áætlar hún að um þrjúhundruð Íslendingar séu núna búsettir þar. Fyrr á árum hafi allir Íslendingar í Lúxemborg tengst Cargolux en svo sé ekki lengur. Saga Loftleiðaævintýrisins og stofnun Cargolux var rifjuð upp í viðtali við Jóhannes Einarsson á Stöð 2 fyrir þremur árum, sem sjá má hér: Einu sinni var... Fréttir af flugi Icelandair Lúxemborg Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mjaldrarnir rólegir eftir smá stress í byrjun Þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur í dag, segir Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður Cargolux. Brynjar fékk það sérstaka verkefni að fljúga flugvél Cargolux frá Shanghai til Íslands. 19. júní 2019 15:37 Fimmtíu ár frá fyrsta flugi júmbó-þotunnar Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan olli straumhvörfum í flugsamgöngum. 10. febrúar 2019 19:45 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Hálfrar aldar afmæli Cargolux-flugfélagsins er fagnað í Lúxemborg þessa dagana. Félagið, sem er skilgreint afkvæmi Loftleiðaævintýris Alfreðs Elíassonar og félaga, er í dag stærsta frakflugfélag Evrópu og það sjöunda stærsta í heiminum, í flokki félaga sem eingöngu sinna vöruflutningum. Stofnun Cargolux varð til þess að þrjúhundruð manna Íslendinganýlenda myndaðist í Lúxemborg. Fjöldi íslenskra flugmanna og flugvirkja réði sig til starfa hjá félaginu og helstu stjórnendur voru Íslendingar, þeirra á meðal fyrsti forstjórinn, Einar Ólafsson. Íslenskur veitingastaður, Cockpit Inn, varð miðstöð félagslífsins og einskonar flugminjasafn.Gamla Loftleiðavélin Þorvaldur Eiríksson, TF-LLJ, var fyrsta vél Cargolux.Mynd/Cargolux.Cargolux dafnaði undir kjörorðunum „You name it, we fly it“ og varð stórveldi í fraktflugi. Félagið rekur í dag þrjátíu Boeing 747-fraktþotur sem fljúga reglulega til 75 áfangastaða og starfsmenn eru um tvöþúsund talsins. Það er með 85 skrifstofur í 50 löndum. Í sérstakri afmælisgrein á heimasíðu Cargolux er upphafið rakið til ársins 1969 þegar Jóhannesi Einarssyni, einum af framkvæmdastjórum Loftleiða, var falið það verkefni að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana, Canadair CL 44 skrúfuþotur. Loftleiðir voru þá að stíga inn í þotuöldina með DC 8-þotum, voru með bækistöð í Lúxemborg og ráðamenn stórhertogadæmisins voru áhugasamir um nánara samstarf við íslensku frumkvöðlana.Þrír Monsar við bækistöð Cargolux á flugvellinum í Lúxemborg. Takið eftir hvernig stélið er opið á tveimur vélanna.Mynd/Cargolux.Jóhannes reyndi fyrst að selja vélarnar hópi atvinnulausra flugmanna í Malmö í Svíþjóð en þeim var synjað um lán frá þarlendum bönkum. Sagan rataði í sænsku blöðin sem varð til þess að Svíinn Christer Salén, eigandi Salén-skipafélagsins, setti sig í samband við Jóhannes. Hugmynd Saléns gekk út á að nýta vélarnar um helgar til að fljúga með Skandinava í sólina til Spánar en nýta þær svo á virkum dögum í fraktflugi með ferska ávexti og grænmeti til Svíþjóðar. Jóhannesi leist ekki á hugmyndina, sagði of tímafrekt að víxla vélunum í hverri viku milli þess að vera farþega- eða fraktvélar, en lagði þess í stað til að þeir stofnuðu saman fraktflugfélag. Jóhannes gerði Salén tilboð um að báðir aðilar myndu eiga 50% hlut í félaginu og samkomulag var handsalað. Loftleiðir og Salén stofnuðu félagið Sal-Loft en héldu síðan til viðræðna við yfirvöld í Lúxemborg, sem buðu flugvöll í hjarta Evrópu undir höfuðstöðvar nýja félagsins. Fyrsta flug Saloft var svo frá Lúxemborg í nóvember 1969 með hjálpargögn til Sao Tome fyrir Caritas, hjálparsamtök kaþólsku kirkjunnar.Verið að hlaða DC-8 þotu Cargolux í Lúxemborg. Fjær sést Boeing 747 með opið trýni. Fyrsta áttan hjá félaginu var tekin í notkun árið 1973 og fyrsta júmbó-þotan árið 1979.Mynd/Cargolux.Viðræður aðilanna þriggja næstu mánuði leiddu til þess að Lúxemborgarar bættust inn sem þriðja stoðin með Luxair í fararbroddi og var Cargolux formlega stofnað þann 4. mars árið 1970. Fyrsta flugvélin, gamla Loftleiðavélin TF-LLJ, var leigð frá Saloft og Cargolux tók síðar yfir allar CL 44-vélar Loftleiða. Flugrekstrarskírteinið fékk Cargolux 10. maí árið 1970 og fyrsta flugið undir merki Cargolux var farið daginn eftir, ferjuflug frá Stokkhólmi til Kennedy-flugvallar í New York til að sækja jöklasalat og jarðaber. Loftleiðir og síðar Flugleiðir áttu 33% hlutafjár í Cargolux fyrstu tólf árin. Stjórnendur Flugleiða ákváðu árið 1982 að taka ekki þátt í hlutafjáraukningu Cargolux og þynntist þá hlutur Íslendinga. Flugleiðir seldu svo afganginn árið 1985.Spirit of Cargolux, Boeing 747-8F, í afmælisbúningi.Mynd/Cargolux.Jóhannes Einarsson hefur lýst því opinberlega hvernig Flugleiðir drógu sig endanlega úr Cargolux í forstjóratíð Sigurðar Helgasonar eldri. Þá hafi félagið afskrifað hlutabréf sín í Cargolux og selt þau síðan til Cargolux, sem skömmu síðar seldi sömu hlutabréf til Lufthansa með milljón dollara hagnaði. Móa Sigurðardóttir, forstöðumaður samskipta hjá Cargolux, segir að núna starfi alls 29 Íslendingar hjá Cargolux og sumir í lykilhlutverkum. Íslendinganýlendan er ennþá stór og áætlar hún að um þrjúhundruð Íslendingar séu núna búsettir þar. Fyrr á árum hafi allir Íslendingar í Lúxemborg tengst Cargolux en svo sé ekki lengur. Saga Loftleiðaævintýrisins og stofnun Cargolux var rifjuð upp í viðtali við Jóhannes Einarsson á Stöð 2 fyrir þremur árum, sem sjá má hér:
Einu sinni var... Fréttir af flugi Icelandair Lúxemborg Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mjaldrarnir rólegir eftir smá stress í byrjun Þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur í dag, segir Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður Cargolux. Brynjar fékk það sérstaka verkefni að fljúga flugvél Cargolux frá Shanghai til Íslands. 19. júní 2019 15:37 Fimmtíu ár frá fyrsta flugi júmbó-þotunnar Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan olli straumhvörfum í flugsamgöngum. 10. febrúar 2019 19:45 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15
Mjaldrarnir rólegir eftir smá stress í byrjun Þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur í dag, segir Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður Cargolux. Brynjar fékk það sérstaka verkefni að fljúga flugvél Cargolux frá Shanghai til Íslands. 19. júní 2019 15:37
Fimmtíu ár frá fyrsta flugi júmbó-þotunnar Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan olli straumhvörfum í flugsamgöngum. 10. febrúar 2019 19:45
Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30