Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í fótbolta, hóf tímabilið vel með meisturum Astana í úrvalsdeildinni í Kasakstan í dag.
Rúnar skoraði þriðja mark Astana í 4-0 sigri gegn nýliðum Kyzylzhar í fyrstu umferðinni í dag, en öll komu mörkin í seinni hálfleik. Fyrir viku vann hann Ofurbikarinn í Kasakstan með liði sínu.
Rúnar varð meistari í Kasakstan á sínu fyrsta tímabili með Astana í fyrra en hann kom til félagsins frá Grasshopper á miðju sumri. Hann missti þó af síðustu vikum deildakeppninnar eftir að hafa meiðst í landsleik gegn Frökkum á Laugardalsvelli í október.
Astana á fyrir höndum þrjá deildarleiki áður en að landsleikjahlé verður gert en gera má ráð fyrir að Rúnar verði í íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu í stórleiknum 26. mars.
Rúnar byrjar nýtt tímabil mjög vel

Tengdar fréttir

United tapaði fyrir Rúnari Má og félögum
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana höfðu betur gegn Manchester United í L-riðli Evrópudeildar UEFA í dag.

Rúnar Már landaði Ofurbikarnum með Astana | Dramatík í Rússlandi
Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn í liði Astana er liðið vann Ofurbikarinn í Kazakhstan. Þá voru þeir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson í byrjunarliði CSKA Moskvu sem náði dramatísku jafntefli á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

Rúnar Már meistari í Kasakstan
Skagfirðingurinn varð í dag meistari í Kasakstan með Astana.

Jói Berg úr leik gegn Andorra og Rúnar Már tæpur
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segir útilokað að Jóhann Berg Guðmundsson spili gegn Andorra í undankeppni EM á mánudaginn.

Rúnar Már: Þetta verða nokkrar vikur hjá mér
Rúnar Már Sigurjónsson fór meiddur af velli í kvöld og verður ekki með gegn Andorra á mánudag.