Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. mars 2020 13:51 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu. Kári segir skimunina líklega byrja um miðja næstu viku. Búið sé að panta efnivið og tæki. „Þetta verður að öllum líkindum gert þannig að það verði send út tilkynning einhverskonar, vonandi frá landlæknisembættinu, um að þeim standi til boða ef það er með kvef eða hósta eða hita eða beinverki að koma á ákveðinn stað þar sem það gefi lífsýni í gegn um glugga á bíl og síðan yrði því komið til okkar og við myndum skima og raðgreina og senda niðurstöðu til sóttvarnarlæknis.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vinna Íslenskrar erfðagreiningar verði undir stjórn sóttvarnarlæknis. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sjá einnig: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda„Það sem hafði gerst áður var það að við buðumst til að skima fyrir veirunni, raðgreina hana til að búa til skilning á því hvernig hún hreyfist í samfélaginu en Vísindasiðanefnd og Persónuvernd upphaflega komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þjónusta við heilbrigðiskerfið heldur vísindarannsókn sem er alrangt,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu. „Það hreyfði svolítið við okkur vegna þess að það er búið að gerast allt of oft í gegn um tíðina að þegar við höfum sagt að við ætlum að gera eitthvað í ákveðnum tilgangi þá hafa þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, að við værum að gera þetta í allt öðrum tilgangi.“ Hann segir það þó þurfa að bera í huga að starf Vísindasiðanefndar og Persónuverndar sé erfitt. Það sé mikilvægt og stofnanirnar mikilvægar í okkar samfélagi og hafi yfirleitt unnið sína vinnu afskaplega vel. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta þegar kemur að vinnu Vísindasiðanefndar eða Persónuverndar í samskiptum þeirra við okkur fyrir utan einstaka tilvik, eins og þetta.“ „Ég auðvitað brást við því eins og sá hvatvísi fantur sem ég er en ég lít á það sem forréttindi að fá að éta orð mín ofan í mig og segja ykkur að jú, við ætlum að fara af stað og við ætlum að skima og við ætlum að raðgreina þessa veiru þar sem hún finnst. Við ætlum að vera hluti af því teymi sem er að takast á við þennan faraldur.“ Hann segir þetta teymi, sem samanstendur af Almannavörnum, Landlækni, lögreglunni og fleirum, hafa unnið afburðargóða vinnu og hann segist viss um að hvergi í heiminum hafi undirbúningurinn verið betri en hér á landi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:08 þegar viðtali við Kára Stefánsson var bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu. Kári segir skimunina líklega byrja um miðja næstu viku. Búið sé að panta efnivið og tæki. „Þetta verður að öllum líkindum gert þannig að það verði send út tilkynning einhverskonar, vonandi frá landlæknisembættinu, um að þeim standi til boða ef það er með kvef eða hósta eða hita eða beinverki að koma á ákveðinn stað þar sem það gefi lífsýni í gegn um glugga á bíl og síðan yrði því komið til okkar og við myndum skima og raðgreina og senda niðurstöðu til sóttvarnarlæknis.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vinna Íslenskrar erfðagreiningar verði undir stjórn sóttvarnarlæknis. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sjá einnig: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda„Það sem hafði gerst áður var það að við buðumst til að skima fyrir veirunni, raðgreina hana til að búa til skilning á því hvernig hún hreyfist í samfélaginu en Vísindasiðanefnd og Persónuvernd upphaflega komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þjónusta við heilbrigðiskerfið heldur vísindarannsókn sem er alrangt,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu. „Það hreyfði svolítið við okkur vegna þess að það er búið að gerast allt of oft í gegn um tíðina að þegar við höfum sagt að við ætlum að gera eitthvað í ákveðnum tilgangi þá hafa þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, að við værum að gera þetta í allt öðrum tilgangi.“ Hann segir það þó þurfa að bera í huga að starf Vísindasiðanefndar og Persónuverndar sé erfitt. Það sé mikilvægt og stofnanirnar mikilvægar í okkar samfélagi og hafi yfirleitt unnið sína vinnu afskaplega vel. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta þegar kemur að vinnu Vísindasiðanefndar eða Persónuverndar í samskiptum þeirra við okkur fyrir utan einstaka tilvik, eins og þetta.“ „Ég auðvitað brást við því eins og sá hvatvísi fantur sem ég er en ég lít á það sem forréttindi að fá að éta orð mín ofan í mig og segja ykkur að jú, við ætlum að fara af stað og við ætlum að skima og við ætlum að raðgreina þessa veiru þar sem hún finnst. Við ætlum að vera hluti af því teymi sem er að takast á við þennan faraldur.“ Hann segir þetta teymi, sem samanstendur af Almannavörnum, Landlækni, lögreglunni og fleirum, hafa unnið afburðargóða vinnu og hann segist viss um að hvergi í heiminum hafi undirbúningurinn verið betri en hér á landi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:08 þegar viðtali við Kára Stefánsson var bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent