Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. mars 2020 13:51 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu. Kári segir skimunina líklega byrja um miðja næstu viku. Búið sé að panta efnivið og tæki. „Þetta verður að öllum líkindum gert þannig að það verði send út tilkynning einhverskonar, vonandi frá landlæknisembættinu, um að þeim standi til boða ef það er með kvef eða hósta eða hita eða beinverki að koma á ákveðinn stað þar sem það gefi lífsýni í gegn um glugga á bíl og síðan yrði því komið til okkar og við myndum skima og raðgreina og senda niðurstöðu til sóttvarnarlæknis.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vinna Íslenskrar erfðagreiningar verði undir stjórn sóttvarnarlæknis. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sjá einnig: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda„Það sem hafði gerst áður var það að við buðumst til að skima fyrir veirunni, raðgreina hana til að búa til skilning á því hvernig hún hreyfist í samfélaginu en Vísindasiðanefnd og Persónuvernd upphaflega komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þjónusta við heilbrigðiskerfið heldur vísindarannsókn sem er alrangt,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu. „Það hreyfði svolítið við okkur vegna þess að það er búið að gerast allt of oft í gegn um tíðina að þegar við höfum sagt að við ætlum að gera eitthvað í ákveðnum tilgangi þá hafa þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, að við værum að gera þetta í allt öðrum tilgangi.“ Hann segir það þó þurfa að bera í huga að starf Vísindasiðanefndar og Persónuverndar sé erfitt. Það sé mikilvægt og stofnanirnar mikilvægar í okkar samfélagi og hafi yfirleitt unnið sína vinnu afskaplega vel. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta þegar kemur að vinnu Vísindasiðanefndar eða Persónuverndar í samskiptum þeirra við okkur fyrir utan einstaka tilvik, eins og þetta.“ „Ég auðvitað brást við því eins og sá hvatvísi fantur sem ég er en ég lít á það sem forréttindi að fá að éta orð mín ofan í mig og segja ykkur að jú, við ætlum að fara af stað og við ætlum að skima og við ætlum að raðgreina þessa veiru þar sem hún finnst. Við ætlum að vera hluti af því teymi sem er að takast á við þennan faraldur.“ Hann segir þetta teymi, sem samanstendur af Almannavörnum, Landlækni, lögreglunni og fleirum, hafa unnið afburðargóða vinnu og hann segist viss um að hvergi í heiminum hafi undirbúningurinn verið betri en hér á landi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:08 þegar viðtali við Kára Stefánsson var bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu. Kári segir skimunina líklega byrja um miðja næstu viku. Búið sé að panta efnivið og tæki. „Þetta verður að öllum líkindum gert þannig að það verði send út tilkynning einhverskonar, vonandi frá landlæknisembættinu, um að þeim standi til boða ef það er með kvef eða hósta eða hita eða beinverki að koma á ákveðinn stað þar sem það gefi lífsýni í gegn um glugga á bíl og síðan yrði því komið til okkar og við myndum skima og raðgreina og senda niðurstöðu til sóttvarnarlæknis.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vinna Íslenskrar erfðagreiningar verði undir stjórn sóttvarnarlæknis. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sjá einnig: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda„Það sem hafði gerst áður var það að við buðumst til að skima fyrir veirunni, raðgreina hana til að búa til skilning á því hvernig hún hreyfist í samfélaginu en Vísindasiðanefnd og Persónuvernd upphaflega komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þjónusta við heilbrigðiskerfið heldur vísindarannsókn sem er alrangt,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu. „Það hreyfði svolítið við okkur vegna þess að það er búið að gerast allt of oft í gegn um tíðina að þegar við höfum sagt að við ætlum að gera eitthvað í ákveðnum tilgangi þá hafa þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, að við værum að gera þetta í allt öðrum tilgangi.“ Hann segir það þó þurfa að bera í huga að starf Vísindasiðanefndar og Persónuverndar sé erfitt. Það sé mikilvægt og stofnanirnar mikilvægar í okkar samfélagi og hafi yfirleitt unnið sína vinnu afskaplega vel. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta þegar kemur að vinnu Vísindasiðanefndar eða Persónuverndar í samskiptum þeirra við okkur fyrir utan einstaka tilvik, eins og þetta.“ „Ég auðvitað brást við því eins og sá hvatvísi fantur sem ég er en ég lít á það sem forréttindi að fá að éta orð mín ofan í mig og segja ykkur að jú, við ætlum að fara af stað og við ætlum að skima og við ætlum að raðgreina þessa veiru þar sem hún finnst. Við ætlum að vera hluti af því teymi sem er að takast á við þennan faraldur.“ Hann segir þetta teymi, sem samanstendur af Almannavörnum, Landlækni, lögreglunni og fleirum, hafa unnið afburðargóða vinnu og hann segist viss um að hvergi í heiminum hafi undirbúningurinn verið betri en hér á landi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:08 þegar viðtali við Kára Stefánsson var bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38