Gerir sjö tillögur að úrbótum á rekstri ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. mars 2020 14:23 Enn liggur ekki fyrir hver tekur við embætti ríkislögreglustjóra en Kjartan Þorkelsson er settur ríkislögreglustjóri til 15. mars. Vísir/Vilhelm Óskýr valdmörk í skipulagi lögreglu hafa valdið vaxandi togstreitu um yfirstjórnunarhlutverk ríkislögreglustjóra á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gerir sjö tillögur til úrbóta á rekstri embættisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar vegna stjórnskýsluúttektar á embætti ríkislögreglustjóra. Skýrslan var til umfjöllunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun og var gerð opinber nú eftir hádegi.Sjá einnig: Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúinMeðal þess sem ríkisendurskoðandi leggur til er að lögreglulög verði endurskoðuð, samvinna og samráð verði aukið og að uppbygging og skipulag löggæslunnar í heild sinni verði skoðað með hagkvæmni og skilvirkni í huga. Þá verði litið til reynslu annarra landa og lærdómur dreginn af rekstri bílamiðstöðvar og koma verði á fót „ásættanlegu kerfi.” Einnig telur ríkisendurskoðandi að endurskoða þurfi fjármögnun á tölvudeild ríkislögreglustjóra og að tryggja þurfi með betri hætti samræmingu í innkaupum lögregluembætta hvað varðar búnað og fatnað. Í ljós kom við gagnaöflun og úrvinnslu í tengslum við gerð skýrslunnar að innbyrðis ósamræmis gætir á milli tölulgera upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um rekstur embættisins. Af þessum sökum þurfti sérstaklega að sannreyna ýmsar tölulegar upplýsingar sem engin óvissa hefði þurft að ríkja um að því er fram kemur í skýrslunni. Þá telur ríkisendurskoðandi að þetta misræmi við meðferð tölulegra upplýsinga kunni að eiga sinn þátt í því hversu mikil tortryggni skapaðist á milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta. Skýrslan er unnin í kjölfar beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Leitað var eftir afstöðu dómsmálaráðuneytis og í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera skyldi stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.Fréttin verður uppfærð. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Óskýr valdmörk í skipulagi lögreglu hafa valdið vaxandi togstreitu um yfirstjórnunarhlutverk ríkislögreglustjóra á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gerir sjö tillögur til úrbóta á rekstri embættisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar vegna stjórnskýsluúttektar á embætti ríkislögreglustjóra. Skýrslan var til umfjöllunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun og var gerð opinber nú eftir hádegi.Sjá einnig: Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúinMeðal þess sem ríkisendurskoðandi leggur til er að lögreglulög verði endurskoðuð, samvinna og samráð verði aukið og að uppbygging og skipulag löggæslunnar í heild sinni verði skoðað með hagkvæmni og skilvirkni í huga. Þá verði litið til reynslu annarra landa og lærdómur dreginn af rekstri bílamiðstöðvar og koma verði á fót „ásættanlegu kerfi.” Einnig telur ríkisendurskoðandi að endurskoða þurfi fjármögnun á tölvudeild ríkislögreglustjóra og að tryggja þurfi með betri hætti samræmingu í innkaupum lögregluembætta hvað varðar búnað og fatnað. Í ljós kom við gagnaöflun og úrvinnslu í tengslum við gerð skýrslunnar að innbyrðis ósamræmis gætir á milli tölulgera upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um rekstur embættisins. Af þessum sökum þurfti sérstaklega að sannreyna ýmsar tölulegar upplýsingar sem engin óvissa hefði þurft að ríkja um að því er fram kemur í skýrslunni. Þá telur ríkisendurskoðandi að þetta misræmi við meðferð tölulegra upplýsinga kunni að eiga sinn þátt í því hversu mikil tortryggni skapaðist á milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta. Skýrslan er unnin í kjölfar beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Leitað var eftir afstöðu dómsmálaráðuneytis og í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera skyldi stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.Fréttin verður uppfærð.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira