Gerir sjö tillögur að úrbótum á rekstri ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. mars 2020 14:23 Enn liggur ekki fyrir hver tekur við embætti ríkislögreglustjóra en Kjartan Þorkelsson er settur ríkislögreglustjóri til 15. mars. Vísir/Vilhelm Óskýr valdmörk í skipulagi lögreglu hafa valdið vaxandi togstreitu um yfirstjórnunarhlutverk ríkislögreglustjóra á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gerir sjö tillögur til úrbóta á rekstri embættisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar vegna stjórnskýsluúttektar á embætti ríkislögreglustjóra. Skýrslan var til umfjöllunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun og var gerð opinber nú eftir hádegi.Sjá einnig: Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúinMeðal þess sem ríkisendurskoðandi leggur til er að lögreglulög verði endurskoðuð, samvinna og samráð verði aukið og að uppbygging og skipulag löggæslunnar í heild sinni verði skoðað með hagkvæmni og skilvirkni í huga. Þá verði litið til reynslu annarra landa og lærdómur dreginn af rekstri bílamiðstöðvar og koma verði á fót „ásættanlegu kerfi.” Einnig telur ríkisendurskoðandi að endurskoða þurfi fjármögnun á tölvudeild ríkislögreglustjóra og að tryggja þurfi með betri hætti samræmingu í innkaupum lögregluembætta hvað varðar búnað og fatnað. Í ljós kom við gagnaöflun og úrvinnslu í tengslum við gerð skýrslunnar að innbyrðis ósamræmis gætir á milli tölulgera upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um rekstur embættisins. Af þessum sökum þurfti sérstaklega að sannreyna ýmsar tölulegar upplýsingar sem engin óvissa hefði þurft að ríkja um að því er fram kemur í skýrslunni. Þá telur ríkisendurskoðandi að þetta misræmi við meðferð tölulegra upplýsinga kunni að eiga sinn þátt í því hversu mikil tortryggni skapaðist á milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta. Skýrslan er unnin í kjölfar beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Leitað var eftir afstöðu dómsmálaráðuneytis og í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera skyldi stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.Fréttin verður uppfærð. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Óskýr valdmörk í skipulagi lögreglu hafa valdið vaxandi togstreitu um yfirstjórnunarhlutverk ríkislögreglustjóra á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gerir sjö tillögur til úrbóta á rekstri embættisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar vegna stjórnskýsluúttektar á embætti ríkislögreglustjóra. Skýrslan var til umfjöllunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun og var gerð opinber nú eftir hádegi.Sjá einnig: Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúinMeðal þess sem ríkisendurskoðandi leggur til er að lögreglulög verði endurskoðuð, samvinna og samráð verði aukið og að uppbygging og skipulag löggæslunnar í heild sinni verði skoðað með hagkvæmni og skilvirkni í huga. Þá verði litið til reynslu annarra landa og lærdómur dreginn af rekstri bílamiðstöðvar og koma verði á fót „ásættanlegu kerfi.” Einnig telur ríkisendurskoðandi að endurskoða þurfi fjármögnun á tölvudeild ríkislögreglustjóra og að tryggja þurfi með betri hætti samræmingu í innkaupum lögregluembætta hvað varðar búnað og fatnað. Í ljós kom við gagnaöflun og úrvinnslu í tengslum við gerð skýrslunnar að innbyrðis ósamræmis gætir á milli tölulgera upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um rekstur embættisins. Af þessum sökum þurfti sérstaklega að sannreyna ýmsar tölulegar upplýsingar sem engin óvissa hefði þurft að ríkja um að því er fram kemur í skýrslunni. Þá telur ríkisendurskoðandi að þetta misræmi við meðferð tölulegra upplýsinga kunni að eiga sinn þátt í því hversu mikil tortryggni skapaðist á milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta. Skýrslan er unnin í kjölfar beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Leitað var eftir afstöðu dómsmálaráðuneytis og í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera skyldi stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.Fréttin verður uppfærð.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira