Dauðadrukkinn á virkum dögum þjakaður af einmanaleika Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 14:30 Ingó veðurguð var í einlægu viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Skjáskot/Youtube Ingólfur Þórarinsson, sem flestir þekkja sem Ingó Veðurguð er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Ingó, sem hefur líklega verið duglegasti „giggari“ Íslands síðasta áratuginn, þar sem hann hefur spilað í þúsundum teita, brúðkaupa og tónleika er á ákveðnum tímamótum. Í viðtalinu við Sölva segist Ingó vera kominn á þann stað að hann vilji gefa listamanninum í sér meira pláss, enda getur það tekið talsverða orku að spila endalaust í partýum. Í viðtalinu segir Ingó meðal annars að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann. „Sagan mín þegar kemur að þessu er eiginlega bara alveg grilluð, af því að svo las ég mig eiginlega bara til á þann stað að ég tók pásu frá áfenginu. Ég las bara og las og hlustaði á podcöst og pældi í fíknihegðun af því að ég hef oft farið í hana. Eins og þegar ég hætti að drekka, þá tapaði ég risastórum upphæðum í fjárhættuspilum. Ég hef leitað í fíknihegðun í gegnum tíðina, en mig langaði að vita hvaðan þetta kæmi. Ég fann að ég var ekki vellíðan og ég las og pældi og það er ekki fyrr en ég fer í kjarnann á sjálfum mér frekar nýlega að ég finn hvar vellíðanin mín raunverulega er, sem gerir það auðveldara að hætta. Ég var þjakaður af meðvirkni og einmanaleika og þegar ég fór að taka á þessum hlutum, þá allt í einu hverfur það að ég þyrfti að fara í einhverja fíknihegðun og það er góður staður sem ég er að vinna með núna.“ Fannst hann ekki velkominn Ingó segist geta hlegið að ákveðnum hlutum í dag sem voru ekki fyndnir á meðan þeir áttu sér stað: „Ég fór líka mikið á staði þar sem mér fannst ég ekki velkominn. Í dag sé ég listafólk á allt annan hátt og finnst við öll í sama bátnum, en þarna fannst mér ég hart dæmdur af kollegum mínum og ég hugsaði stundum bara: Það er eitthvað partý hjá þessum hóp sem er búinn að vera að drulla yfir mig og gera lítið úr tónlistinni minni. Ég ætla að hella mig dauðadrukkinn og mæta þarna af því að það er mitt frelsi að fá að vera dauðadrukkinn og þetta er náttúrulega bara fáránlega grillað að vera að standa í þessu rugli. Þetta er náttúrulega bara biluð meðvirkni,“ segir Ingó og heldur áfram: „Ég var kannski búinn að gigga og ég var einhleypur og mér fannst ég gjörsamlega aleinn og það var svo þung tilfinning að ég réði oft engan veginn við sjálfan mig og fór þá bara og hellti vodka í tvö eða þrjú glös og sturtaði í mig og fór í leigubíl og var kannski bara einn á þriðjudegi blindfullur að rölta á milli staða og panta skot. En ég var bara gjörsamlega einn.“ Sá sjálfan sig í A Star Is Born Ingó segir að það hafi komið dagar þar sem hann byrjaði daginn á því að fara á hótelbar og sturta í sig nokkrum bjórum. Mikið minnisleysi fylgi þessum tíma. „En þetta var svakalegt á tímabili og þegar ég sá Shallow (A Star is Born) myndina með Bradley Cooper, þar sem hann var bara aleinn eitthvað að hella í sig, þetta var eiginlega bara nákvæmlega þannig.“ Í viðtalinu ræða Ingó og Sölvi um ferilinn í tónlistinni, skrýtnustu uppákomurnar, sambandið við bróður Ingó og margt margt fleira Viðtalið í heild er komið á Spotify og má einnig sjá í spilaranum hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, sem flestir þekkja sem Ingó Veðurguð er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Ingó, sem hefur líklega verið duglegasti „giggari“ Íslands síðasta áratuginn, þar sem hann hefur spilað í þúsundum teita, brúðkaupa og tónleika er á ákveðnum tímamótum. Í viðtalinu við Sölva segist Ingó vera kominn á þann stað að hann vilji gefa listamanninum í sér meira pláss, enda getur það tekið talsverða orku að spila endalaust í partýum. Í viðtalinu segir Ingó meðal annars að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann. „Sagan mín þegar kemur að þessu er eiginlega bara alveg grilluð, af því að svo las ég mig eiginlega bara til á þann stað að ég tók pásu frá áfenginu. Ég las bara og las og hlustaði á podcöst og pældi í fíknihegðun af því að ég hef oft farið í hana. Eins og þegar ég hætti að drekka, þá tapaði ég risastórum upphæðum í fjárhættuspilum. Ég hef leitað í fíknihegðun í gegnum tíðina, en mig langaði að vita hvaðan þetta kæmi. Ég fann að ég var ekki vellíðan og ég las og pældi og það er ekki fyrr en ég fer í kjarnann á sjálfum mér frekar nýlega að ég finn hvar vellíðanin mín raunverulega er, sem gerir það auðveldara að hætta. Ég var þjakaður af meðvirkni og einmanaleika og þegar ég fór að taka á þessum hlutum, þá allt í einu hverfur það að ég þyrfti að fara í einhverja fíknihegðun og það er góður staður sem ég er að vinna með núna.“ Fannst hann ekki velkominn Ingó segist geta hlegið að ákveðnum hlutum í dag sem voru ekki fyndnir á meðan þeir áttu sér stað: „Ég fór líka mikið á staði þar sem mér fannst ég ekki velkominn. Í dag sé ég listafólk á allt annan hátt og finnst við öll í sama bátnum, en þarna fannst mér ég hart dæmdur af kollegum mínum og ég hugsaði stundum bara: Það er eitthvað partý hjá þessum hóp sem er búinn að vera að drulla yfir mig og gera lítið úr tónlistinni minni. Ég ætla að hella mig dauðadrukkinn og mæta þarna af því að það er mitt frelsi að fá að vera dauðadrukkinn og þetta er náttúrulega bara fáránlega grillað að vera að standa í þessu rugli. Þetta er náttúrulega bara biluð meðvirkni,“ segir Ingó og heldur áfram: „Ég var kannski búinn að gigga og ég var einhleypur og mér fannst ég gjörsamlega aleinn og það var svo þung tilfinning að ég réði oft engan veginn við sjálfan mig og fór þá bara og hellti vodka í tvö eða þrjú glös og sturtaði í mig og fór í leigubíl og var kannski bara einn á þriðjudegi blindfullur að rölta á milli staða og panta skot. En ég var bara gjörsamlega einn.“ Sá sjálfan sig í A Star Is Born Ingó segir að það hafi komið dagar þar sem hann byrjaði daginn á því að fara á hótelbar og sturta í sig nokkrum bjórum. Mikið minnisleysi fylgi þessum tíma. „En þetta var svakalegt á tímabili og þegar ég sá Shallow (A Star is Born) myndina með Bradley Cooper, þar sem hann var bara aleinn eitthvað að hella í sig, þetta var eiginlega bara nákvæmlega þannig.“ Í viðtalinu ræða Ingó og Sölvi um ferilinn í tónlistinni, skrýtnustu uppákomurnar, sambandið við bróður Ingó og margt margt fleira Viðtalið í heild er komið á Spotify og má einnig sjá í spilaranum hér að neðan:
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira