Fjölnismenn sviknir um tíu stig í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 13:30 Fjölnismenn ættu að vera með mun fleri stig ef marka má frammistöðu þeirra í sumar. Hér er fyrirliðinn Hans Viktor Guðmundsson í leik á móti Stjörnunni. Vísir/HAG Botnlið Fjölnismanna er í algjörum sérflokki í Pepsi Max deild karla þegar kemur að því að uppskera ekki stig í samræmi við frammistöðuna inn á vellinum. Fjölnisliðið situr á botni Pepsi Max deildar karla með aðeins þrjú stig. Frammistaða liðsins hefur hins vegar ekki verið í samræmi við þann stigafjölda ef marka tölfræðiþjónustuna Wyscout. Ef skoðaðar eru markalíkur í marktækifærum liðanna í sumar (XG - Expected goals) þá kemur í ljós að Fjölnir hefur gert nóg inn á vellinum til að vera í sjöunda sæti en ekki því tólfta og síðasta. Stjarnan, Fylkir, HK, KA og Grótta ættu öll að vera fyrir neðan Fjölni út frá þeim marktækifærum sem liðin hafa skapað í sínum leikjum. Fjölnismenn ættu að vera búnir að skora 3,2 fleiri mörk og fá á sig 11,1 færri mörk. Það ætti síðan að leiða til þess að Fjölnir ætti að vera með 13,1 stig en ekki bara 3 stig. Fjölnir fær Víking í heimsókn í Pepsi Max deild karla í kvöld en þetta eru einmitt þau tvö lið sem hafa verið svikinn um flest stig í deildinni í sumar. Það er reyndar mikill munur á þeim því Víkingar ættu „bara“ að vera með 2,9 fleiri stig á móti 10,1 stigi sem Fjölnisliðið ætti að vera með í viðbót við þau þrjú sem liðið er með. Stjörnumenn eru síðan á hinum endanum því þeir eru með 6,4 stigum ofaukið miðað við frammistöðu liðsins inn á vellinum samkvæmt úttekt Wyscout. Fylkir og FH hafa líka of mikið af stigum og sömu sögu má segja af toppliði Vals og liði HK. Hér fyrir neðan má sjá stöðu mála út frá markalíkum í marktækifærum liðanna í sumar (XG - Expected goals). Munur á raunverulegum stigum liðanna og þeim sem þau ættu að vera með: Lið með of fá stig miðað við frammistöðu (Stig sem vantar samkvæmt Wyscout) Fjölnir -10,1 Víkingur R. -2,9 ÍA -1,7 Breiðablik -1,3 Grótta -0,9 KA -0,7 KR -0,2 Lið með of mörg stig miðað við frammistöðu (Stigum ofaukið samkvæmt Wyscout) Stjarnan +6,4 Fylkir +4,9 FH +2,4 Valur +1,7 HK +1,0 Leikur Fjölnismanna og Víkinga í 13. umferð Pepsi Max deildar karla hefst klukkan 18.00 í kvöld á Extra vellinum í Grafarvogi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum en hann varður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 17.50. Þrettánda umferðin heldur svo áfram á föstudaginn og laugardaginn en allir leikirnir verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Botnlið Fjölnismanna er í algjörum sérflokki í Pepsi Max deild karla þegar kemur að því að uppskera ekki stig í samræmi við frammistöðuna inn á vellinum. Fjölnisliðið situr á botni Pepsi Max deildar karla með aðeins þrjú stig. Frammistaða liðsins hefur hins vegar ekki verið í samræmi við þann stigafjölda ef marka tölfræðiþjónustuna Wyscout. Ef skoðaðar eru markalíkur í marktækifærum liðanna í sumar (XG - Expected goals) þá kemur í ljós að Fjölnir hefur gert nóg inn á vellinum til að vera í sjöunda sæti en ekki því tólfta og síðasta. Stjarnan, Fylkir, HK, KA og Grótta ættu öll að vera fyrir neðan Fjölni út frá þeim marktækifærum sem liðin hafa skapað í sínum leikjum. Fjölnismenn ættu að vera búnir að skora 3,2 fleiri mörk og fá á sig 11,1 færri mörk. Það ætti síðan að leiða til þess að Fjölnir ætti að vera með 13,1 stig en ekki bara 3 stig. Fjölnir fær Víking í heimsókn í Pepsi Max deild karla í kvöld en þetta eru einmitt þau tvö lið sem hafa verið svikinn um flest stig í deildinni í sumar. Það er reyndar mikill munur á þeim því Víkingar ættu „bara“ að vera með 2,9 fleiri stig á móti 10,1 stigi sem Fjölnisliðið ætti að vera með í viðbót við þau þrjú sem liðið er með. Stjörnumenn eru síðan á hinum endanum því þeir eru með 6,4 stigum ofaukið miðað við frammistöðu liðsins inn á vellinum samkvæmt úttekt Wyscout. Fylkir og FH hafa líka of mikið af stigum og sömu sögu má segja af toppliði Vals og liði HK. Hér fyrir neðan má sjá stöðu mála út frá markalíkum í marktækifærum liðanna í sumar (XG - Expected goals). Munur á raunverulegum stigum liðanna og þeim sem þau ættu að vera með: Lið með of fá stig miðað við frammistöðu (Stig sem vantar samkvæmt Wyscout) Fjölnir -10,1 Víkingur R. -2,9 ÍA -1,7 Breiðablik -1,3 Grótta -0,9 KA -0,7 KR -0,2 Lið með of mörg stig miðað við frammistöðu (Stigum ofaukið samkvæmt Wyscout) Stjarnan +6,4 Fylkir +4,9 FH +2,4 Valur +1,7 HK +1,0 Leikur Fjölnismanna og Víkinga í 13. umferð Pepsi Max deildar karla hefst klukkan 18.00 í kvöld á Extra vellinum í Grafarvogi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum en hann varður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 17.50. Þrettánda umferðin heldur svo áfram á föstudaginn og laugardaginn en allir leikirnir verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö.
Munur á raunverulegum stigum liðanna og þeim sem þau ættu að vera með: Lið með of fá stig miðað við frammistöðu (Stig sem vantar samkvæmt Wyscout) Fjölnir -10,1 Víkingur R. -2,9 ÍA -1,7 Breiðablik -1,3 Grótta -0,9 KA -0,7 KR -0,2 Lið með of mörg stig miðað við frammistöðu (Stigum ofaukið samkvæmt Wyscout) Stjarnan +6,4 Fylkir +4,9 FH +2,4 Valur +1,7 HK +1,0
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira