Boeing kallar MAX-vélarnar nú nýju nafni Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2020 08:16 Frá tilraunaflugi Boeing 737-Max vélar í Seattle fyrr í sumar. Getty Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. Vélarnar, sem hafa gengið undir nafninu Boeing 737-Max, eru þar kallaðar Boeing 737-8, áður en tekið er fram að um Max-vélar sé að ræða. Í frétt Guardian segir að nýja nafnið hafi til þessa einungis verið notað innanhúss hjá Boeing, en nú virðist sem að Boeing ætli sér að nota Boeing 737-8 opinberlega. Í yfirlýsingunni greinir Boeing frá því að pólska flugfélagið Enter Air SA hafi ákveðið að fjárfesta í fjórum vélum með möguleika á kaupum á tveimur til viðbótar. Haft er eftir Grzegorz Polaniecki, forstjóra Enter Air, að nauðsynlegt sé að huga að framtíðinni og hafi flugfélagið ákveðið að kaupa fleiri 737-8 vélar. „ Í kjölfar þeirra ströngu prófana sem 737-Max vélarnar hafa gengist undir, er ég sannfærður um að þetta verði besta flugvélin í heimi næstu árin.“ Enn er ekki búið að gefa grænt ljós á að Max-vélarnar fari aftur í loftið, en þær voru allar kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys á skömmum tíma. Fórust alls 350 manns í slysunum - annars vegar í Indónesíu árið 2018 og hins vegar í Eþíópíu 2019. Í yfirlýsingu frá Boeing í síðustu viku kom fram að viðskiptavinir hafi afturkallað á fimmta hundrað pantana Max-véla. Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Pólland Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. Vélarnar, sem hafa gengið undir nafninu Boeing 737-Max, eru þar kallaðar Boeing 737-8, áður en tekið er fram að um Max-vélar sé að ræða. Í frétt Guardian segir að nýja nafnið hafi til þessa einungis verið notað innanhúss hjá Boeing, en nú virðist sem að Boeing ætli sér að nota Boeing 737-8 opinberlega. Í yfirlýsingunni greinir Boeing frá því að pólska flugfélagið Enter Air SA hafi ákveðið að fjárfesta í fjórum vélum með möguleika á kaupum á tveimur til viðbótar. Haft er eftir Grzegorz Polaniecki, forstjóra Enter Air, að nauðsynlegt sé að huga að framtíðinni og hafi flugfélagið ákveðið að kaupa fleiri 737-8 vélar. „ Í kjölfar þeirra ströngu prófana sem 737-Max vélarnar hafa gengist undir, er ég sannfærður um að þetta verði besta flugvélin í heimi næstu árin.“ Enn er ekki búið að gefa grænt ljós á að Max-vélarnar fari aftur í loftið, en þær voru allar kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys á skömmum tíma. Fórust alls 350 manns í slysunum - annars vegar í Indónesíu árið 2018 og hins vegar í Eþíópíu 2019. Í yfirlýsingu frá Boeing í síðustu viku kom fram að viðskiptavinir hafi afturkallað á fimmta hundrað pantana Max-véla.
Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Pólland Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira