Henderson verður einn sá launahæsti með nýjum samning | Arftakinn kominn til Sheffield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2020 17:45 Ramsdale er mættur til Sheffield á meðan Henderson er í þann mund að verða einn launahæsti markvörður í heimi. Vísir/Sky Sports Markvörðurinn ungi Dean Henderson staðfesti á samfélagsmiðlum að hann verður ekki áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United þar sem hann hefur verið á láni undanfarin tvö ár frá Manchester United. Thank you for everything @SheffieldUnited pic.twitter.com/bVAe3nKPZA— Dean Henderson (@deanhenderson) August 19, 2020 Aaron Ramsdale er mættur í Stálborgina og mun því eflaust verja mark Sheffield á næstu leiktíð en Ramsdale var einn fárrra ljósra punkta í Bournemouth-liðinu sem féll niður í ensku B-deildina í síðasta mánuði. Rambo's ready to go An exceptional debut @premierleague season from our new GK pic.twitter.com/HIXA8Vlw5Z— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 19, 2020 Heimildir Sky Sports herma að hinn 23 ára gamli Henderson sé við það að skrifa undir langtíma samning við Manchester United. Það er vitað að samningurinn yrði töluvert lengri en sá sem David De Gea er með hjá félaginu. Sá samningur rennur út árið 2023. Hljóðar samningur Henderson upp á rúmlega 100 þúsund pund á viku sem myndi gera Henderson að einum hæst launaða markverði heims. Það er þó aðeins brot af því sem De Gea er með í laun Spánverjinn þénar víst vel yfir 350 þúsund á viku samkvæmt bæði The Athletic og Sky Sports. Henderson hefur sagt að hann muni ekki skrifa undir né vera áfram hjá United nema hann viti að hann fái að berjast um byrjunarliðssæti í liði Ole Gunnar Solskjær við De Gea sem hefur átt undir högg að sækja undanfarna 18 mánuði eða svo. Ef Norðmaðurinn ákveður að nýta ekki krafta Henderson er talið að sjö lið í úrvalsdeildinni væru til í að fá markvörðinn á láni. Hann hefur sagst vilja spila í Evrópu svo það koma nú ekki mörg lið til greina en varla færi United að lána hann til liða sem verða í toppbaráttunni. Þá bendir allt til þess að Sergio Romero, hinn trausti varamarkvörður Man United sé á förum frá félaginu eftir fimm ára dvöl. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30 Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25 Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira
Markvörðurinn ungi Dean Henderson staðfesti á samfélagsmiðlum að hann verður ekki áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United þar sem hann hefur verið á láni undanfarin tvö ár frá Manchester United. Thank you for everything @SheffieldUnited pic.twitter.com/bVAe3nKPZA— Dean Henderson (@deanhenderson) August 19, 2020 Aaron Ramsdale er mættur í Stálborgina og mun því eflaust verja mark Sheffield á næstu leiktíð en Ramsdale var einn fárrra ljósra punkta í Bournemouth-liðinu sem féll niður í ensku B-deildina í síðasta mánuði. Rambo's ready to go An exceptional debut @premierleague season from our new GK pic.twitter.com/HIXA8Vlw5Z— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 19, 2020 Heimildir Sky Sports herma að hinn 23 ára gamli Henderson sé við það að skrifa undir langtíma samning við Manchester United. Það er vitað að samningurinn yrði töluvert lengri en sá sem David De Gea er með hjá félaginu. Sá samningur rennur út árið 2023. Hljóðar samningur Henderson upp á rúmlega 100 þúsund pund á viku sem myndi gera Henderson að einum hæst launaða markverði heims. Það er þó aðeins brot af því sem De Gea er með í laun Spánverjinn þénar víst vel yfir 350 þúsund á viku samkvæmt bæði The Athletic og Sky Sports. Henderson hefur sagt að hann muni ekki skrifa undir né vera áfram hjá United nema hann viti að hann fái að berjast um byrjunarliðssæti í liði Ole Gunnar Solskjær við De Gea sem hefur átt undir högg að sækja undanfarna 18 mánuði eða svo. Ef Norðmaðurinn ákveður að nýta ekki krafta Henderson er talið að sjö lið í úrvalsdeildinni væru til í að fá markvörðinn á láni. Hann hefur sagst vilja spila í Evrópu svo það koma nú ekki mörg lið til greina en varla færi United að lána hann til liða sem verða í toppbaráttunni. Þá bendir allt til þess að Sergio Romero, hinn trausti varamarkvörður Man United sé á förum frá félaginu eftir fimm ára dvöl.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30 Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25 Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira
Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30
Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25
Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00