Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 14:57 Jón Ólafsson, prófessor, segir jákvætt að bæði almenningur og ráðherrar velti siðareglum fyrir sér. Mikil umræða skapaðist um óvissuferð Þórdísar Kolbrúnar ferðamálaráðherra og vinkvenna hennar um helgina. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðmálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. Fréttastofa ræddi við Jón um siðareglurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikil umræða hefur skapast eftir að ljósmyndir af Þórdísi og vinkonum hennar í óvissuferð, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Athygli hefur vakið að ein úr vinkvennahópnum, Eva Laufey Kjaran dagskrárgerðarkona, hafi auglýst fyrir Hilton Reykjavík Nordica á samfélagsmiðlinum Instagram í skiptum fyrir aðgang að heilsulind hótelsins og gistingu en Eva Laufey hefur hátt í 34 þúsund fylgjendur á Instagram. Í Facebook-færslu í gær kvaðst Þórdís ekki hafa gist á hótelinu. Hún hafi greitt uppsett verð fyrir alla þjónustu sem henni var veitt á umræddum degi. Þórdís vildi þó ekki sýna RÚV kvittanir fyrir viðskiptunum þegar eftir því var leitað. Kvittanir Þórdísar Jón segir að almenningur geti ekki gert kröfu um að ráðherra birti reikninga um persónuleg útgjöld sín. „Það sem er grundvallaratriði í þessu er að hún er spurð um það hvort hún hafi borgað sjálf fyrir sig, og svarar því afdráttarlaust játandi, það er að segja, það er engin spurning um það. […] Ég held við verðum að hafa mjög skýrt í huga að í rauninni þá tökum við trúanlegt, það sem fólk segir sjálft, þannig að spurningin um hvort hún hafi notið greiða einhverra annarra eða verið þátttakandi í auglýsingu er í rauninni afgreidd með því að hún svarar þessari spurningu afdráttarlaust.“ Krafa um kvittanir fyrir persónuleg útgjöld sé innan marka friðhelgis einkalífs ráðherra. „Ég held að það sé í rauninni spurning um mörkin á milli „prívat“ lífs og opinbers lífs stjórnmálamanna. Ég sé enga kröfu um það í siðareglum eða sem almenningur getur gert að ráðherrar birti upplýsingar um sín „prívatútgjöld.“ Það getur verið ýmislegt í þeim sem þeir hafa fulla ástæðu til að halda fyrir sig“ Rétt að leita álits skrifstofu löggjafarmála Jón segir að það hafi verið rétt skref hjá Þórdísi að leita til skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu og gott að hún hafi beðist afsökunar. „Ég held að aðalatriði sé að það sé fjallað opinskátt um svona [siðferðisleg álitamál]. Eins og mér finnst vera að gerast núna. Ráðuneytið hefur blandað sér í þetta, það hefur verið sagt eitthvað um málið, það er skrifstofa löggjafarmála í ráðuneytinu sem hefur þetta hlutverk að skoða siðareglurnar og meta það hvort það sé eitthvað sem brýtur í bága við þær.“ „Þetta er líka spurning um að geta horft „krítískt“ á það sem maður gerir sjálfur og geta fjallað um það á yfirvegaðan hátt og án hroka.“ Ráðherrar átti sig ekki á áhrifum áhrifavalda Í málinu fléttast böndum tiltölulega nýir viðskiptahættir á borð viðskiptasamninga áhrifavalda á samfélagsmiðlum og stjórnmálin. Jón var spurður hvort hann teldi að þarna væri eitthvað nýtt fyrirbæri á ferðinni sem þyrfti að skoða sérstaklega og hvort hann búist við fleiri uppákomum á borð við þessa í framtíðinni samhliða því að áhrifavaldar sækja í sig veðrið. „Ég myndi kannski ekki segja að við séum að sjá eitthvað alveg nýtt, en við sjáum þróun í þessa átt, sem er út af fyrir sig frekar uggvænleg, en það þýðir bara að það er fleira sem fólk í opinberum stöðum þarf að passa sig á. Það getur falist í því auglýsing að hitta vinkonur og birta mynd af sér og það þurfa allir að vera meðvitaðir um. Þetta er eitthvað sem hefur verið að gerast hægt og rólega síðustu kannski fimm, sex, sjö árin, jafnvel síðustu tíu ár og við sjáum bara hvernig margir þættir einkalífs fólks eru viðskiptavæddir af því fólk sér tekjumöguleika í hlutum sem var ekki hægt að hafa tekjur af áður. Ráðherrar sem átta sig ekki á þessu geta lent í vandræðum.“ Jón segir að málið gefi tilefni til endurskoðunar siðareglna. „Siðareglurnar sem eru i gildi núna fyrir ráðherra eru orðnar níu ára gamlar og svona siðareglur ætti að endurskoða eða allavega fara yfir árlega eða á tveggja ára fresti. Ég held það sé full ástæða til - og ekki bara út af þessu máli - heldur almennt fyrir stjórnarráðið að setjast niður og skoða hvort siðareglur ráðherra og siðareglur starfsfólks endurspegli alla hluti eins vel og þeir ættu að gera.“ Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðmálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. Fréttastofa ræddi við Jón um siðareglurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikil umræða hefur skapast eftir að ljósmyndir af Þórdísi og vinkonum hennar í óvissuferð, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Athygli hefur vakið að ein úr vinkvennahópnum, Eva Laufey Kjaran dagskrárgerðarkona, hafi auglýst fyrir Hilton Reykjavík Nordica á samfélagsmiðlinum Instagram í skiptum fyrir aðgang að heilsulind hótelsins og gistingu en Eva Laufey hefur hátt í 34 þúsund fylgjendur á Instagram. Í Facebook-færslu í gær kvaðst Þórdís ekki hafa gist á hótelinu. Hún hafi greitt uppsett verð fyrir alla þjónustu sem henni var veitt á umræddum degi. Þórdís vildi þó ekki sýna RÚV kvittanir fyrir viðskiptunum þegar eftir því var leitað. Kvittanir Þórdísar Jón segir að almenningur geti ekki gert kröfu um að ráðherra birti reikninga um persónuleg útgjöld sín. „Það sem er grundvallaratriði í þessu er að hún er spurð um það hvort hún hafi borgað sjálf fyrir sig, og svarar því afdráttarlaust játandi, það er að segja, það er engin spurning um það. […] Ég held við verðum að hafa mjög skýrt í huga að í rauninni þá tökum við trúanlegt, það sem fólk segir sjálft, þannig að spurningin um hvort hún hafi notið greiða einhverra annarra eða verið þátttakandi í auglýsingu er í rauninni afgreidd með því að hún svarar þessari spurningu afdráttarlaust.“ Krafa um kvittanir fyrir persónuleg útgjöld sé innan marka friðhelgis einkalífs ráðherra. „Ég held að það sé í rauninni spurning um mörkin á milli „prívat“ lífs og opinbers lífs stjórnmálamanna. Ég sé enga kröfu um það í siðareglum eða sem almenningur getur gert að ráðherrar birti upplýsingar um sín „prívatútgjöld.“ Það getur verið ýmislegt í þeim sem þeir hafa fulla ástæðu til að halda fyrir sig“ Rétt að leita álits skrifstofu löggjafarmála Jón segir að það hafi verið rétt skref hjá Þórdísi að leita til skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu og gott að hún hafi beðist afsökunar. „Ég held að aðalatriði sé að það sé fjallað opinskátt um svona [siðferðisleg álitamál]. Eins og mér finnst vera að gerast núna. Ráðuneytið hefur blandað sér í þetta, það hefur verið sagt eitthvað um málið, það er skrifstofa löggjafarmála í ráðuneytinu sem hefur þetta hlutverk að skoða siðareglurnar og meta það hvort það sé eitthvað sem brýtur í bága við þær.“ „Þetta er líka spurning um að geta horft „krítískt“ á það sem maður gerir sjálfur og geta fjallað um það á yfirvegaðan hátt og án hroka.“ Ráðherrar átti sig ekki á áhrifum áhrifavalda Í málinu fléttast böndum tiltölulega nýir viðskiptahættir á borð viðskiptasamninga áhrifavalda á samfélagsmiðlum og stjórnmálin. Jón var spurður hvort hann teldi að þarna væri eitthvað nýtt fyrirbæri á ferðinni sem þyrfti að skoða sérstaklega og hvort hann búist við fleiri uppákomum á borð við þessa í framtíðinni samhliða því að áhrifavaldar sækja í sig veðrið. „Ég myndi kannski ekki segja að við séum að sjá eitthvað alveg nýtt, en við sjáum þróun í þessa átt, sem er út af fyrir sig frekar uggvænleg, en það þýðir bara að það er fleira sem fólk í opinberum stöðum þarf að passa sig á. Það getur falist í því auglýsing að hitta vinkonur og birta mynd af sér og það þurfa allir að vera meðvitaðir um. Þetta er eitthvað sem hefur verið að gerast hægt og rólega síðustu kannski fimm, sex, sjö árin, jafnvel síðustu tíu ár og við sjáum bara hvernig margir þættir einkalífs fólks eru viðskiptavæddir af því fólk sér tekjumöguleika í hlutum sem var ekki hægt að hafa tekjur af áður. Ráðherrar sem átta sig ekki á þessu geta lent í vandræðum.“ Jón segir að málið gefi tilefni til endurskoðunar siðareglna. „Siðareglurnar sem eru i gildi núna fyrir ráðherra eru orðnar níu ára gamlar og svona siðareglur ætti að endurskoða eða allavega fara yfir árlega eða á tveggja ára fresti. Ég held það sé full ástæða til - og ekki bara út af þessu máli - heldur almennt fyrir stjórnarráðið að setjast niður og skoða hvort siðareglur ráðherra og siðareglur starfsfólks endurspegli alla hluti eins vel og þeir ættu að gera.“
Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01