Sport

Eva María bætti 25 ára gamalt met Völu Flosa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eva María Baldursdóttir er mjög efnilegur hástökkvai.
Eva María Baldursdóttir er mjög efnilegur hástökkvai. Mynd/selfoss.net

Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir endurskrifaði metabækurnar á Hástökksmóti Selfoss á dögunum.

Eva María Baldursdóttir bætti þá Íslandsmetið í flokki 16 til 17 ára stúlkna í hástökki þegar hún stökk yfir 1,81 metra á Hástökksmóti Selfoss. Fyrra metið var 1,80 metrar sem Vala Flosadóttir setti árið 1995 og var því orðið 25 ára gamalt.

Eva María átti best 1,78 sentimetra frá því fyrr í sumar og var því að bæta sig um þrjá sentimetra.

Með árangrinum er Eva kominn upp í þriðja sæti íslenska afrekalistans frá upphafi en Íslandsmetið er 1,88 metrar sem Þórdís Lilja Gísladóttir setti árið 1990.

Eva María setti einnig Héraðsmet í flokkum 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára en þau met átti hún sjálf.

Árangur Eva Maríu er líka sá fimmti besti í Evrópu í ár í flokki stúlkna 17 ára og yngri og sá sjötti besti í heiminum en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttsambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×