Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 11:32 Utanríkisráðuneyti Noregs í Osló. Vísir/Getty Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. Sendiherra Rússlands í Noregi hefur verið tilkynnt þessi ákvörðun en samkvæmt frá NRK starfaði erindrekinn í viðskiptadeild sendiráðsins. Tilkynningin mun hafa borist í gær og hefur viðkomandi erindreki þrjá sólarhringa frá þeim tímapunkti til að yfirgefa Noreg. Trude Maaseide, talskona ráðuneytisins, segir erindrekanum hafa verið vísað úr landi vegna þess að aðgerðir hans hafi ekki verið í takt við stöðu hans sem erindreka. Þeim sé skylt að fylgja reglum þeirra landa sem þeir starfa í og það hafi þessi ekki gert. Njósnarinn sjálfur, Harsharn Singh Tathgar, er upprunalega frá Indlandi en er norskur ríkisborgari. Hann hefur búið og starfað í Noregi frá 1997 og frá 2012 hefur hann unnið hjá orkufyrirtækinu DNV GL. Hann hefur aldrei haft heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Ekki liggur fyrir hvaða leyndarmál hann færði Rússum eða hvaðan hann fékk þau. Handtekinn á fundi með erindrekanum Tathgar viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa fært rússneskum erindreka ríkisleyndarmál og fengið greiðslu fyrir. Hann var handtekinn á laugardaginn þegar hann hitti viðkomandi erindreka á pítsuað í Osló. Norðmenn hafa þó nokkrum sinnum vísað rússneskum erindrekum úr landi í gegnum árin. Síðast í mars 2018, í kjölfar árásarinnar á Skripal feðginin. Þá var rússneskum erindrekum vísað frá fjölmörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Árið 1998 var fimm rússneskum erindrekum vísað úr landi. Þeir voru sakaðir um að hafa reynt að fá norska stjórnmálamenn til að gerast útsendarar Leyniþjónustu Rússlands. Noregur Rússland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. Sendiherra Rússlands í Noregi hefur verið tilkynnt þessi ákvörðun en samkvæmt frá NRK starfaði erindrekinn í viðskiptadeild sendiráðsins. Tilkynningin mun hafa borist í gær og hefur viðkomandi erindreki þrjá sólarhringa frá þeim tímapunkti til að yfirgefa Noreg. Trude Maaseide, talskona ráðuneytisins, segir erindrekanum hafa verið vísað úr landi vegna þess að aðgerðir hans hafi ekki verið í takt við stöðu hans sem erindreka. Þeim sé skylt að fylgja reglum þeirra landa sem þeir starfa í og það hafi þessi ekki gert. Njósnarinn sjálfur, Harsharn Singh Tathgar, er upprunalega frá Indlandi en er norskur ríkisborgari. Hann hefur búið og starfað í Noregi frá 1997 og frá 2012 hefur hann unnið hjá orkufyrirtækinu DNV GL. Hann hefur aldrei haft heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Ekki liggur fyrir hvaða leyndarmál hann færði Rússum eða hvaðan hann fékk þau. Handtekinn á fundi með erindrekanum Tathgar viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa fært rússneskum erindreka ríkisleyndarmál og fengið greiðslu fyrir. Hann var handtekinn á laugardaginn þegar hann hitti viðkomandi erindreka á pítsuað í Osló. Norðmenn hafa þó nokkrum sinnum vísað rússneskum erindrekum úr landi í gegnum árin. Síðast í mars 2018, í kjölfar árásarinnar á Skripal feðginin. Þá var rússneskum erindrekum vísað frá fjölmörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Árið 1998 var fimm rússneskum erindrekum vísað úr landi. Þeir voru sakaðir um að hafa reynt að fá norska stjórnmálamenn til að gerast útsendarar Leyniþjónustu Rússlands.
Noregur Rússland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira