Fylkiskonur fimm sætum ofar þökk sé hinni sautján ára gömlu Cecilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 16:00 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið frábær í marki Fylkisliðsins í sumar ekki síst í sigurleikjunum tveimur á móti Selfossi. Vísir/Bára Frammistaða Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Fylkismarkinu í sumar á mikinn þátt í því að Árbæjarliðið er meðal efstu liðanna en ekki meðal þeirra neðstu. Fylkiskonur eiga nefnilega mjög góðan leikmann í hinni sautján ára gömlu Cecilíu Rán og þetta sýnir tölfræðin vel. Varnarmennirnir eiga vissulega mikinn þátt í þessu líka en það er Cecilíu Rán sem er að koma í veg fyrir mörkin með því að verja frá mótherjum í dauðafærum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti stórleik í marki Fylkis á Selfossi á sunnudaginn þegar Fylkiskonur tóku með sér öll þrjú stigin þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar stóran hluta leiksins. Fylkir vann leikinn á endanum 1-0 þökk sé marki Bryndísar Örnu Níelsdóttur í uppbótatíma. Wyscout tekur saman ítarlega tölfræði úr Pepsi Max deildunum fyrir KSÍ og félögin en þar kemur oft ýmislegt fróðlegt fram. Wyscout er meðal annars með XG-tölfræðina sína sem við höfum þýtt markalíkur á íslensku. Út frá því eru síðan reiknuð úrslit leikja og þar sem stigin sem félögin hafa í raun átt skilið úr sínum leikjum. Gæði marktækifæra liðanna er metið út frá ákveðnum reglum og út frá því eru síðan reiknaðar markalíkur eða hversu mörg mörk liðið hefði átt að skora í viðkomandi leik. Samkvæmt markalíkunum úr leiknum á Selfossi á sunnudaginn þá áttu Selfosskonur að skora 3,75 mörk í leiknum en þær skoruðu ekki neitt. Þetta er enn eitt dæmið um leik hjá Fylkisliðinu í sumar þar sem liðið nær stigum út úr leik þar sem andstæðingarnir skapa sér mun fleiri færi. Fylkiskonur treysta mikið á hina sautján ára gömlu Cecilíu Rán Rúnarsdóttir í markinu og hún er vissulega búin að koma í veg fyrir mörg mörk í sumar. Fylkisliðið komst upp í þriðja sætið með sigrinum á Selfossi. Samkvæmt markalíkunum þá ætti Árbæjarliðið hins vegar að vera aðeins í áttunda sæti. Selfoss, Stjarnan, Þór/KA, Þróttur og KR ættu því öll að vera ofar í töflunni en Fylkir ef að sköpuð marktækifæri myndu ráða. Fylkiskonur hafa fengið 8,1 fleiri stig en þær hafa átt að fá og Fylkisliðið ætti að vera búið að fá á sig meira en sjö mörkum meira. Stigin eru 15 en ættu að vera 6,9. Markatalan er 12-11 en ætti að vera 9,2-18,3. Markatalan er +1 en ætti í raun að vera -9,1. Leikur Breiðabliks og Þór/KA hefst klukkan 18.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma fer fram leikur Fylkis og ÍBV í Árbænum en hann verður sýndur beint á Vísi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum vegna sóttvarnarreglna. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Frammistaða Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Fylkismarkinu í sumar á mikinn þátt í því að Árbæjarliðið er meðal efstu liðanna en ekki meðal þeirra neðstu. Fylkiskonur eiga nefnilega mjög góðan leikmann í hinni sautján ára gömlu Cecilíu Rán og þetta sýnir tölfræðin vel. Varnarmennirnir eiga vissulega mikinn þátt í þessu líka en það er Cecilíu Rán sem er að koma í veg fyrir mörkin með því að verja frá mótherjum í dauðafærum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti stórleik í marki Fylkis á Selfossi á sunnudaginn þegar Fylkiskonur tóku með sér öll þrjú stigin þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar stóran hluta leiksins. Fylkir vann leikinn á endanum 1-0 þökk sé marki Bryndísar Örnu Níelsdóttur í uppbótatíma. Wyscout tekur saman ítarlega tölfræði úr Pepsi Max deildunum fyrir KSÍ og félögin en þar kemur oft ýmislegt fróðlegt fram. Wyscout er meðal annars með XG-tölfræðina sína sem við höfum þýtt markalíkur á íslensku. Út frá því eru síðan reiknuð úrslit leikja og þar sem stigin sem félögin hafa í raun átt skilið úr sínum leikjum. Gæði marktækifæra liðanna er metið út frá ákveðnum reglum og út frá því eru síðan reiknaðar markalíkur eða hversu mörg mörk liðið hefði átt að skora í viðkomandi leik. Samkvæmt markalíkunum úr leiknum á Selfossi á sunnudaginn þá áttu Selfosskonur að skora 3,75 mörk í leiknum en þær skoruðu ekki neitt. Þetta er enn eitt dæmið um leik hjá Fylkisliðinu í sumar þar sem liðið nær stigum út úr leik þar sem andstæðingarnir skapa sér mun fleiri færi. Fylkiskonur treysta mikið á hina sautján ára gömlu Cecilíu Rán Rúnarsdóttir í markinu og hún er vissulega búin að koma í veg fyrir mörg mörk í sumar. Fylkisliðið komst upp í þriðja sætið með sigrinum á Selfossi. Samkvæmt markalíkunum þá ætti Árbæjarliðið hins vegar að vera aðeins í áttunda sæti. Selfoss, Stjarnan, Þór/KA, Þróttur og KR ættu því öll að vera ofar í töflunni en Fylkir ef að sköpuð marktækifæri myndu ráða. Fylkiskonur hafa fengið 8,1 fleiri stig en þær hafa átt að fá og Fylkisliðið ætti að vera búið að fá á sig meira en sjö mörkum meira. Stigin eru 15 en ættu að vera 6,9. Markatalan er 12-11 en ætti að vera 9,2-18,3. Markatalan er +1 en ætti í raun að vera -9,1. Leikur Breiðabliks og Þór/KA hefst klukkan 18.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma fer fram leikur Fylkis og ÍBV í Árbænum en hann verður sýndur beint á Vísi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum vegna sóttvarnarreglna.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast