Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. ágúst 2020 19:42 Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Félagið fær ríkisábyrgð á láni er nemur allt að sextán og hálfum millarði króna. Stjórnvöld höfðu þegar gefið vilyrði fyrir lánalínu með ríkisábyrgð. Í dag var tilkynnt um að ákvörðun lægi fyrir um að veita slíka lánalínu, að fjárhæð allt að hundrað og tuttugu milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um sextán og hálfum milljarði króna á núverandi gengi. Ábyrgðin er meðal annars háð skilyrði um samþykki Alþingis og mun nema 90 prósentum af lánsfjárhæð. „Við settum fram á sínum tíma skilyrði fyrir því að ríkið ætti einhverja aðkomu að fjárhagserfiðleikum félagsins og þessi skilyrði hafa verið að tínast inn hvert á eftir öðru þannig að það var kominn tími til að skýra það með hvaða hætti við ætluðum að standa við áður gefin orð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Aðspurður segir erfitt að segja til um það hversu lengi þessi ráðstöfun komi til með að duga til að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. „Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að þessi fjárhagslega endurskipulagning, að því gefnu að hlutafjárútboðið heppnist og gangi eftir eins og gert er ráð fyrir, muni tryggja félagin nægilegt fjármagn til að standa í töluvert langan tíma, við erum að tala um að minnsta kosti tvö ár eða svo.“ Ekki er stefnt að því að ríkið eignist hlut í félaginu. „Við fórum inn í þessa vinnu með ákveðin leiðarljós, meðal annars að okkur finnist mikilvægt að hér á landi sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Að hér á landi sé flugfélag sem geti tekið þátt í efnahagslegri viðspyrnu að loknum faraldri en líka með það að markmiði að við værum að gera þetta með þeim hætti að það væri sem minnst áhætta hvað varðar almannafé og við teljum að sú leið sem við förum í þessu verkefni sé þannig,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Tengdar fréttir Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43 Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Félagið fær ríkisábyrgð á láni er nemur allt að sextán og hálfum millarði króna. Stjórnvöld höfðu þegar gefið vilyrði fyrir lánalínu með ríkisábyrgð. Í dag var tilkynnt um að ákvörðun lægi fyrir um að veita slíka lánalínu, að fjárhæð allt að hundrað og tuttugu milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um sextán og hálfum milljarði króna á núverandi gengi. Ábyrgðin er meðal annars háð skilyrði um samþykki Alþingis og mun nema 90 prósentum af lánsfjárhæð. „Við settum fram á sínum tíma skilyrði fyrir því að ríkið ætti einhverja aðkomu að fjárhagserfiðleikum félagsins og þessi skilyrði hafa verið að tínast inn hvert á eftir öðru þannig að það var kominn tími til að skýra það með hvaða hætti við ætluðum að standa við áður gefin orð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Aðspurður segir erfitt að segja til um það hversu lengi þessi ráðstöfun komi til með að duga til að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. „Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að þessi fjárhagslega endurskipulagning, að því gefnu að hlutafjárútboðið heppnist og gangi eftir eins og gert er ráð fyrir, muni tryggja félagin nægilegt fjármagn til að standa í töluvert langan tíma, við erum að tala um að minnsta kosti tvö ár eða svo.“ Ekki er stefnt að því að ríkið eignist hlut í félaginu. „Við fórum inn í þessa vinnu með ákveðin leiðarljós, meðal annars að okkur finnist mikilvægt að hér á landi sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Að hér á landi sé flugfélag sem geti tekið þátt í efnahagslegri viðspyrnu að loknum faraldri en líka með það að markmiði að við værum að gera þetta með þeim hætti að það væri sem minnst áhætta hvað varðar almannafé og við teljum að sú leið sem við förum í þessu verkefni sé þannig,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Tengdar fréttir Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43 Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33
Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43
Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43