„Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 19:42 Heiða Björg Himisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur. Vísir/Egill Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Þær hafi lent á götunni í kjölfar áfalla og ofbeldis sem þær hafi orðið fyrir en á götunni snúist allt um að lifa af. Þær kalla eftir varanlegu úrræði fyrir heimilislausar konur. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. „Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu sem hópur kvenna sendi frá sér í morgun en allar eru þær heimilislausar. Þar er vísað til neyðarúrræðis sem komið var á fót í apríl á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins til að mæta þörfum heimilislausra kvenna. Úrræðið var tímabundið og átti að renna sitt skeið þann 1. september. Í kjölfar yfirlýsingar kvennanna barst yfirlýsing frá borginni um að ákveðið hafi verið að framlengja úrræðinu, aftur tímabundið. „Að þessu sinni erum við að tala um þrjá mánuði. Við erum komin með fjármagn í það en ef það reynist ekki nóg þá finnum við aðrar lausnir. Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni lýsa konurnar erfiðri reynslu sinni af því að búa á götunni. Það sé ekki val heldur rothögg. Enginn lendi mjúklega á götunni en þar snúist baráttan um að lifa af. Í slíkum kringumstæðum þurfi að gera hluti sem geti leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Heiða kveðst afar ánægð með að konurnar hafi stigið fram og sent frá sér yfirlýsinguna. „Ég varð eiginlega bara mjög stolt af þeim og ánægð með þær. Að taka sér pláss og senda frá sér þessa sterku yfirlýsingu sem að ég tek bara heilshugar undir,“ segir Heiða. Lengra viðtal við Heiðu um málefni heimilislausra kvenna má finna í spilaranum hér að neðan. Húsnæðismál Mannréttindi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Þær hafi lent á götunni í kjölfar áfalla og ofbeldis sem þær hafi orðið fyrir en á götunni snúist allt um að lifa af. Þær kalla eftir varanlegu úrræði fyrir heimilislausar konur. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. „Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu sem hópur kvenna sendi frá sér í morgun en allar eru þær heimilislausar. Þar er vísað til neyðarúrræðis sem komið var á fót í apríl á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins til að mæta þörfum heimilislausra kvenna. Úrræðið var tímabundið og átti að renna sitt skeið þann 1. september. Í kjölfar yfirlýsingar kvennanna barst yfirlýsing frá borginni um að ákveðið hafi verið að framlengja úrræðinu, aftur tímabundið. „Að þessu sinni erum við að tala um þrjá mánuði. Við erum komin með fjármagn í það en ef það reynist ekki nóg þá finnum við aðrar lausnir. Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni lýsa konurnar erfiðri reynslu sinni af því að búa á götunni. Það sé ekki val heldur rothögg. Enginn lendi mjúklega á götunni en þar snúist baráttan um að lifa af. Í slíkum kringumstæðum þurfi að gera hluti sem geti leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Heiða kveðst afar ánægð með að konurnar hafi stigið fram og sent frá sér yfirlýsinguna. „Ég varð eiginlega bara mjög stolt af þeim og ánægð með þær. Að taka sér pláss og senda frá sér þessa sterku yfirlýsingu sem að ég tek bara heilshugar undir,“ segir Heiða. Lengra viðtal við Heiðu um málefni heimilislausra kvenna má finna í spilaranum hér að neðan.
Húsnæðismál Mannréttindi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira