Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 18:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. Þórdís Kolbrún gerði sér glaðan dag með hópi vinkvenna sinna um helgina og birtu þær myndir af því á samfélagsmiðlum. Til að byrja með var Þórdís gagnrýnd vegna myndar sem birt var af þeim stöllum þar sem þær sátu þétt saman og viðhéldu ekki tveggja metra reglu eins og tilmæli segja til um. Þá var vakin athygli á því nú eftir helgi að ein úr hópnum, hún Eva Laufey Kjaran, hafi auglýst fyrir Icelandair Hotels, en þær vinkonur fóru þangað saman og sýndu frá því. Spurningar vöknuðu í kjölfarið um það hvort vinkonuhópurinn, og þá ráðherrann þar á meðal, hafi nokkuð greitt fyrir þjónustuna sem þær fengu á Icelandair Hotels en það brýtur í bága við siðareglur ráðherra að auglýsa fyrir fyrirtæki. „Ég hef fengið fyrirspurn um það hvort og þá hvaða verð ég greiddi fyrir mat, drykk og aðgang að heitum pottum um síðustu helgi. Því er til að svar að ég greiddi uppsett verð og naut engra sérkjara,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook-síðu sinni. Þórdís segist hafa óskað eftir því að skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu legði mat á hvort í þessu fælist brot á siðareglum ráðherra. Vegna viðskiptasamstarfs einnar í hópnum hafi honum boðist frír aðgangur að heilsulind Hilton Nordica og gisting á hótelinu. Hún hafi sjálf ekki gist og gerði hún hópnum ljóst að hún myndi borga allan sinn kostnað og gerði það. Í svari skrifstofu löggjafarmála kom eftirfarandi fram. „Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ „Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vil ég árétta að ráðherrar eiga að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. Ég gerði það ekki, biðst afsökunar á því og mun læra af því,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. Þórdís Kolbrún gerði sér glaðan dag með hópi vinkvenna sinna um helgina og birtu þær myndir af því á samfélagsmiðlum. Til að byrja með var Þórdís gagnrýnd vegna myndar sem birt var af þeim stöllum þar sem þær sátu þétt saman og viðhéldu ekki tveggja metra reglu eins og tilmæli segja til um. Þá var vakin athygli á því nú eftir helgi að ein úr hópnum, hún Eva Laufey Kjaran, hafi auglýst fyrir Icelandair Hotels, en þær vinkonur fóru þangað saman og sýndu frá því. Spurningar vöknuðu í kjölfarið um það hvort vinkonuhópurinn, og þá ráðherrann þar á meðal, hafi nokkuð greitt fyrir þjónustuna sem þær fengu á Icelandair Hotels en það brýtur í bága við siðareglur ráðherra að auglýsa fyrir fyrirtæki. „Ég hef fengið fyrirspurn um það hvort og þá hvaða verð ég greiddi fyrir mat, drykk og aðgang að heitum pottum um síðustu helgi. Því er til að svar að ég greiddi uppsett verð og naut engra sérkjara,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook-síðu sinni. Þórdís segist hafa óskað eftir því að skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu legði mat á hvort í þessu fælist brot á siðareglum ráðherra. Vegna viðskiptasamstarfs einnar í hópnum hafi honum boðist frír aðgangur að heilsulind Hilton Nordica og gisting á hótelinu. Hún hafi sjálf ekki gist og gerði hún hópnum ljóst að hún myndi borga allan sinn kostnað og gerði það. Í svari skrifstofu löggjafarmála kom eftirfarandi fram. „Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ „Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vil ég árétta að ráðherrar eiga að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. Ég gerði það ekki, biðst afsökunar á því og mun læra af því,“ skrifar Þórdís Kolbrún.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58
Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01