„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 16:58 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hvetja alla til þess að fara eftir tveggja metra reglunni. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. Í reglugerð sem gefin var út er aðeins kveðið á um skyldu rekstraraðila og vinnuveitenda til þess að tryggja það að fólk geti viðhaldið fjarlægðarmörkum. Þannig telur Þórólfur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hafi ekki gerst brotleg við sóttvarnalög þegar hún hitti vinkonur sínar síðustu helgi. Hún hafi ekki fylgt umræddum leiðbeiningum en líkt og áður sagði: „Það er ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga til að fara eftir tveggja metra reglunni,“ segir Þórólfur sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ákveðið misræmi vera í orðalagi hvað varðar tveggja metra regluna í þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Það geti valdið misskilningi og það þurfi að samræma og laga. Mörg grá svæði séu til staðar þegar kemur að því að viðhalda fjarlægðarmörkum og hefur hann kosið að orða það svo að óskyldir og ótengdir einstaklingar eigi að fara eftir tveggja metra reglunni. „Ráðherra hefur ekki farið eftir þessum leiðbeiningum en hann hefur ekki brotið reglugerðina.“ Hann segir því val hvers og eins hvenær og þá hvort þeir viðhaldi tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra. Fólk eigi að geta dæmt um það hvenær það sé best að viðhalda fjarlægðarmörkum með tilliti til þess hversu tengdir þeir eru viðkomandi. „Það eru kannski vinir, vandamenn, vinnufélagar til dæmis. Á vinnustöðum þarf vinnuveitandi að tryggja þessa tveggja metra reglu og tryggja að fólk geti viðhaft þessa tveggja metra reglu. Síðan er það einstaklinganna að ákveða hvort þeir ætli að fara eftir þessum leiðbeiningum,“ segir Þórólfur, sem hvetur þó langflesta til þess að fara eftir tveggja metra reglunni ef mögulegt er. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórólf. Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. Í reglugerð sem gefin var út er aðeins kveðið á um skyldu rekstraraðila og vinnuveitenda til þess að tryggja það að fólk geti viðhaldið fjarlægðarmörkum. Þannig telur Þórólfur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hafi ekki gerst brotleg við sóttvarnalög þegar hún hitti vinkonur sínar síðustu helgi. Hún hafi ekki fylgt umræddum leiðbeiningum en líkt og áður sagði: „Það er ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga til að fara eftir tveggja metra reglunni,“ segir Þórólfur sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ákveðið misræmi vera í orðalagi hvað varðar tveggja metra regluna í þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Það geti valdið misskilningi og það þurfi að samræma og laga. Mörg grá svæði séu til staðar þegar kemur að því að viðhalda fjarlægðarmörkum og hefur hann kosið að orða það svo að óskyldir og ótengdir einstaklingar eigi að fara eftir tveggja metra reglunni. „Ráðherra hefur ekki farið eftir þessum leiðbeiningum en hann hefur ekki brotið reglugerðina.“ Hann segir því val hvers og eins hvenær og þá hvort þeir viðhaldi tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra. Fólk eigi að geta dæmt um það hvenær það sé best að viðhalda fjarlægðarmörkum með tilliti til þess hversu tengdir þeir eru viðkomandi. „Það eru kannski vinir, vandamenn, vinnufélagar til dæmis. Á vinnustöðum þarf vinnuveitandi að tryggja þessa tveggja metra reglu og tryggja að fólk geti viðhaft þessa tveggja metra reglu. Síðan er það einstaklinganna að ákveða hvort þeir ætli að fara eftir þessum leiðbeiningum,“ segir Þórólfur, sem hvetur þó langflesta til þess að fara eftir tveggja metra reglunni ef mögulegt er. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórólf.
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01