Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um ungan mann sem talinn var vera með byssu. Hann var í bíl sem lagður var fyrir utan skólaball sem haldið var í hverfi 105 og var maðurinn handtekinn þar. Byssan fannst þó ekki.
Samkvæmt dagbók lögreglunnar var maðurinn ungi með hótanir við lögreglu og var hann því færður á lögreglustöð. Þar var rætt við hann að viðstöddu foreldri og viðurkenndi hann þá að hafa verið að fíflast með loftbyssu og að hún ætti að vera í bílnum.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna grunns um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Einn hafði ekki endurnýjað ökuréttindi sín.
Seint í nótt var svo tilkynnt um innbrot í skóla í Reykjavík.