Maðurinn sem fann upp „cut, copy, paste“ látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 10:15 Tesler á PC-ráðstefnunni árið 1989. vísir/getty Tölvunarfræðingurinn Larry Tesler sem fann upp „cut, copy, paste“-flýtileiðina fyrir tölvur er látinn, 74 ára að aldri. Tesler hóf störf í Sílikondalnum snemma á sjöunda áratugnum þegar tölvur voru óaðgengilegar fyrir stóran hluta almennings. Þökk sé ýmsum uppfinningum Tesler, til dæmis „cut, copy, paste“, varð einfalt að læra á og nota tölvur. Tesler vann um tíma hjá Xerox og minntist fyrirtækið hans með eftirfarandi orðum: „Sá sem fann upp „cut, copy og paste“, „find og replace“ og fleira, var fyrrverandi rannsakandi hjá Xerox, Larry Tesler. Vinnudagurinn þinn er auðveldari þökk sé byltingarkenndum hugmyndum hans.“ Tesler fæddist í Bronx árið 1945 og lærði við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eftir útskrift sérhæfði hann sig í því að gera tölvur notendavænni en hann starfaði meðal annars hjá Apple í sautján ár. „Cut, copy, paste“ er örugglega þekktasta uppfinning Tesler en þessi flýtileið, sem flestir nota eflaust daglega, noti þeir tölvur á annað borð, var komið fyrir í hugbúnaði Apple-tölvunnar Lisu árið 1983 og svo í hinni upprunalegu Macintosh-tölvu sem kom á markaði ári síðar. Andlát Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tölvunarfræðingurinn Larry Tesler sem fann upp „cut, copy, paste“-flýtileiðina fyrir tölvur er látinn, 74 ára að aldri. Tesler hóf störf í Sílikondalnum snemma á sjöunda áratugnum þegar tölvur voru óaðgengilegar fyrir stóran hluta almennings. Þökk sé ýmsum uppfinningum Tesler, til dæmis „cut, copy, paste“, varð einfalt að læra á og nota tölvur. Tesler vann um tíma hjá Xerox og minntist fyrirtækið hans með eftirfarandi orðum: „Sá sem fann upp „cut, copy og paste“, „find og replace“ og fleira, var fyrrverandi rannsakandi hjá Xerox, Larry Tesler. Vinnudagurinn þinn er auðveldari þökk sé byltingarkenndum hugmyndum hans.“ Tesler fæddist í Bronx árið 1945 og lærði við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eftir útskrift sérhæfði hann sig í því að gera tölvur notendavænni en hann starfaði meðal annars hjá Apple í sautján ár. „Cut, copy, paste“ er örugglega þekktasta uppfinning Tesler en þessi flýtileið, sem flestir nota eflaust daglega, noti þeir tölvur á annað borð, var komið fyrir í hugbúnaði Apple-tölvunnar Lisu árið 1983 og svo í hinni upprunalegu Macintosh-tölvu sem kom á markaði ári síðar.
Andlát Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira