Sportpakkinn: Sjokk að sjá niðurstöðu um 80 milljóna sveiflu Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2020 19:00 Það kostar KSÍ drjúgan skilding að reka Laugardalsvöll. vísir/getty Ársþing KSÍ verður í Ólafsvík um helgina. Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ, segir að meginumræðan á þinginu verði um ársreikning sambandsins. KSÍ tapaði 50 milljónum króna á síðasta ári en gert var ráð fyrir 30 milljón króna hagnaði. „Þetta var vissulega sjokk að sjá þessar niðurstöður um 80 milljóna króna sveiflu. Menn voru hissa að sjá það en fyrir því eru einhverjar skýringar. Það sem mér finnst mest áberandi er rekstur Laugardalsvallar sem er þungur baggi á sambandinu. Ég held að félögin í landinu geti verið sammála um að við eigum ekki að vera að greiða fyrir völlinn úr sjóðum sambandsins,“ sagði Haraldur við Arnar Björnsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið við Harald má sjá í heild neðst í fréttinni. Samkvæmt ársreikningi KSÍ kostaði rekstur Laugardalsvallar rúmar 100 milljónir króna eða tæplega 13 milljónum meira en gert var ráð fyrir. „Reykjavíkurborg verður að koma að þessu máli, það er alveg klárt. Borgin á völlinn,“ sagði Haraldur. En ber KSÍ ekki einhver skylda sem rekstraraðili vallarins? „Jú væntanlega liggur einhver þjónustusamningur að baki þar sem forsendur eru brostnar“. Íslendingar mæta Rúmenum á Laugardalsvelli 26. mars í umspili um sæti í Evrópukeppninni í sumar. Fari það svo að Íslendingar komist ekki í lokakeppnina verður þetta þá ekki erfiður biti fyrir KSÍ? „Þessi rekstraráætlun sem liggur fyrir þinginu gerir ráð fyrir tapi og inni í því er um 100 milljón króna kostnaður vegna þessa umspils. Bæði að koma vellinum í stand og að koma liðinu í gegnum þessa tvo leiki. Ef þessir leikir tapast þá blasir þessi niðurstaða við en ef við vinnum og komust alla leið erum við í frábærum málum. Það er frábært að íslenskur fótbolti sé í þessum sporum og hafi efni á því. En líkt og í fyrra er rekstur Laugardalsvallar allt of stór biti í þessu öllu saman“. Knattspyrnusambandið hefur haldið úti mörgum landsliðum. Hefur það komið til tals að spara þar? „Ég held að það verði ekki skoðað að skera niður hjá landsliðunum en við þurfum vissulega að huga að kostnaði. Árið 2019 er fyrsta árið í nokkurn tíma sem er venjulegt ár í rekstrinum okkar. Í ljós kemur að þar er töluverð framúrkeyrsla og við þurfum að endurskoða þá stöðu“. Fjárhagsstaða knattspyrnuliða á landinu, hún er ekki alltof góð? „Nei það herðir að. Ég er nú búinn að vera framkvæmdastjóri hjá mínu félagi í 10 ár og þetta hefur aldrei verið auðvelt. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur“. Hver gæti verið skýringin. Eru félögin að eltast við of dýra leikmenn? „Ég er á því að við erum að borga of há laun en ástandið í þjóðfélaginu er ískalt. Við finnum fyrst fyrir því þegar fyrirtæki draga saman“. Eru fjármálareglurnar í kringum fótboltann nógu skýrar hér á landi? „Ég tel það. Við erum með leyfiskerfi og félögin eru að skila gögnum þessa dagana. Eru fótboltaliðin í landinu sjálfbær? „Nei, ég held að ég geti ekki sagt það, ekki til lengdar“. Það heyrast enn sögur að félögin séu að greiða laun eftir einhverjum krókaleiðum: „Ekki þekki ég það. Ég held að þetta sé verulega breytt frá því sem var hérna á árum áður. Þetta er meira uppi á borðum núna og mörg félög eru með alla sína leikmenn sem launþega sem tíðkaðist ekki fyrir einhverjum árum.“, sagði Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ. Klippa: Rekstur Laugardalsvallar þungur baggi á KSÍ Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Ársþing KSÍ verður í Ólafsvík um helgina. Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ, segir að meginumræðan á þinginu verði um ársreikning sambandsins. KSÍ tapaði 50 milljónum króna á síðasta ári en gert var ráð fyrir 30 milljón króna hagnaði. „Þetta var vissulega sjokk að sjá þessar niðurstöður um 80 milljóna króna sveiflu. Menn voru hissa að sjá það en fyrir því eru einhverjar skýringar. Það sem mér finnst mest áberandi er rekstur Laugardalsvallar sem er þungur baggi á sambandinu. Ég held að félögin í landinu geti verið sammála um að við eigum ekki að vera að greiða fyrir völlinn úr sjóðum sambandsins,“ sagði Haraldur við Arnar Björnsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið við Harald má sjá í heild neðst í fréttinni. Samkvæmt ársreikningi KSÍ kostaði rekstur Laugardalsvallar rúmar 100 milljónir króna eða tæplega 13 milljónum meira en gert var ráð fyrir. „Reykjavíkurborg verður að koma að þessu máli, það er alveg klárt. Borgin á völlinn,“ sagði Haraldur. En ber KSÍ ekki einhver skylda sem rekstraraðili vallarins? „Jú væntanlega liggur einhver þjónustusamningur að baki þar sem forsendur eru brostnar“. Íslendingar mæta Rúmenum á Laugardalsvelli 26. mars í umspili um sæti í Evrópukeppninni í sumar. Fari það svo að Íslendingar komist ekki í lokakeppnina verður þetta þá ekki erfiður biti fyrir KSÍ? „Þessi rekstraráætlun sem liggur fyrir þinginu gerir ráð fyrir tapi og inni í því er um 100 milljón króna kostnaður vegna þessa umspils. Bæði að koma vellinum í stand og að koma liðinu í gegnum þessa tvo leiki. Ef þessir leikir tapast þá blasir þessi niðurstaða við en ef við vinnum og komust alla leið erum við í frábærum málum. Það er frábært að íslenskur fótbolti sé í þessum sporum og hafi efni á því. En líkt og í fyrra er rekstur Laugardalsvallar allt of stór biti í þessu öllu saman“. Knattspyrnusambandið hefur haldið úti mörgum landsliðum. Hefur það komið til tals að spara þar? „Ég held að það verði ekki skoðað að skera niður hjá landsliðunum en við þurfum vissulega að huga að kostnaði. Árið 2019 er fyrsta árið í nokkurn tíma sem er venjulegt ár í rekstrinum okkar. Í ljós kemur að þar er töluverð framúrkeyrsla og við þurfum að endurskoða þá stöðu“. Fjárhagsstaða knattspyrnuliða á landinu, hún er ekki alltof góð? „Nei það herðir að. Ég er nú búinn að vera framkvæmdastjóri hjá mínu félagi í 10 ár og þetta hefur aldrei verið auðvelt. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur“. Hver gæti verið skýringin. Eru félögin að eltast við of dýra leikmenn? „Ég er á því að við erum að borga of há laun en ástandið í þjóðfélaginu er ískalt. Við finnum fyrst fyrir því þegar fyrirtæki draga saman“. Eru fjármálareglurnar í kringum fótboltann nógu skýrar hér á landi? „Ég tel það. Við erum með leyfiskerfi og félögin eru að skila gögnum þessa dagana. Eru fótboltaliðin í landinu sjálfbær? „Nei, ég held að ég geti ekki sagt það, ekki til lengdar“. Það heyrast enn sögur að félögin séu að greiða laun eftir einhverjum krókaleiðum: „Ekki þekki ég það. Ég held að þetta sé verulega breytt frá því sem var hérna á árum áður. Þetta er meira uppi á borðum núna og mörg félög eru með alla sína leikmenn sem launþega sem tíðkaðist ekki fyrir einhverjum árum.“, sagði Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ. Klippa: Rekstur Laugardalsvallar þungur baggi á KSÍ
Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20
KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14
Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30