Haaland nýtur sín betur í boltanum en rappinu 21. febrúar 2020 07:00 Erling Braut Haaland fagnar öðru marka sinna gegn PSG í vikunni. vísir/getty Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube. Eftir að Haaland skaut af alvöru upp á stjörnuhimininn í vetur hefur áhorfum á gamalt tónlistarmyndband rappsveitarinnar Flow Kingz fjölgað gríðarlega. Myndbandið má sjá hér að neðan en lagið heitir Kygo Jo. Haaland skipaði sveitina Flow Kingz með þeim Erik Botheim úr Rosenborg og Erik Tobias Sandberg úr Lilleström en þeir léku saman fyrir yngri landslið Noregs. Það var í einu verkefni þeirra með U17-landsliðinu sem lagið varð til. Botheim sagði í viðtali við Adressavisen í ágúst 2017 að markmiðið hefði verið að koma laginu inn á topp 40 lista VG yfir vinsælustu lögin í Noregi, en það gekk ekki alveg upp. Botheim sagði svo frá því í hlaðvarpsþættinum Rasmus & Saga í maí á síðasta ári að tríóið hefði ætlað sér að koma nýju lagi í loftið í desember 2018 en það hefði ekki gengið upp. Og hann hljómaði ekkert allt of stoltur af laginu sem félagarnir sendu frá sér á sínum tíma: „Þetta er lélegur texti og slappt lag. En þetta var það besta sem við gátum gert á þeim tíma,“ sagði Botheim hlæjandi. Haaland, Botheim og Sandberg eru enn góðir vinir og í desember síðastliðnum birti Haaland myndir af þríeykinu á Instagram, þar sem hann skrifaði „Flow Kingz eru komnir aftur“. Ekkert hefur þó heyrst af frekari lagasmíðum þeirra enn sem komið er. Í staðinn raðar Haaland inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 8 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. View this post on Instagram Flow Kingz is back¿ A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Dec 28, 2019 at 10:36am PST Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45 Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30 Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36 Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube. Eftir að Haaland skaut af alvöru upp á stjörnuhimininn í vetur hefur áhorfum á gamalt tónlistarmyndband rappsveitarinnar Flow Kingz fjölgað gríðarlega. Myndbandið má sjá hér að neðan en lagið heitir Kygo Jo. Haaland skipaði sveitina Flow Kingz með þeim Erik Botheim úr Rosenborg og Erik Tobias Sandberg úr Lilleström en þeir léku saman fyrir yngri landslið Noregs. Það var í einu verkefni þeirra með U17-landsliðinu sem lagið varð til. Botheim sagði í viðtali við Adressavisen í ágúst 2017 að markmiðið hefði verið að koma laginu inn á topp 40 lista VG yfir vinsælustu lögin í Noregi, en það gekk ekki alveg upp. Botheim sagði svo frá því í hlaðvarpsþættinum Rasmus & Saga í maí á síðasta ári að tríóið hefði ætlað sér að koma nýju lagi í loftið í desember 2018 en það hefði ekki gengið upp. Og hann hljómaði ekkert allt of stoltur af laginu sem félagarnir sendu frá sér á sínum tíma: „Þetta er lélegur texti og slappt lag. En þetta var það besta sem við gátum gert á þeim tíma,“ sagði Botheim hlæjandi. Haaland, Botheim og Sandberg eru enn góðir vinir og í desember síðastliðnum birti Haaland myndir af þríeykinu á Instagram, þar sem hann skrifaði „Flow Kingz eru komnir aftur“. Ekkert hefur þó heyrst af frekari lagasmíðum þeirra enn sem komið er. Í staðinn raðar Haaland inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 8 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. View this post on Instagram Flow Kingz is back¿ A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Dec 28, 2019 at 10:36am PST
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45 Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30 Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36 Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45
Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30
Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36
Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30