Haaland nýtur sín betur í boltanum en rappinu 21. febrúar 2020 07:00 Erling Braut Haaland fagnar öðru marka sinna gegn PSG í vikunni. vísir/getty Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube. Eftir að Haaland skaut af alvöru upp á stjörnuhimininn í vetur hefur áhorfum á gamalt tónlistarmyndband rappsveitarinnar Flow Kingz fjölgað gríðarlega. Myndbandið má sjá hér að neðan en lagið heitir Kygo Jo. Haaland skipaði sveitina Flow Kingz með þeim Erik Botheim úr Rosenborg og Erik Tobias Sandberg úr Lilleström en þeir léku saman fyrir yngri landslið Noregs. Það var í einu verkefni þeirra með U17-landsliðinu sem lagið varð til. Botheim sagði í viðtali við Adressavisen í ágúst 2017 að markmiðið hefði verið að koma laginu inn á topp 40 lista VG yfir vinsælustu lögin í Noregi, en það gekk ekki alveg upp. Botheim sagði svo frá því í hlaðvarpsþættinum Rasmus & Saga í maí á síðasta ári að tríóið hefði ætlað sér að koma nýju lagi í loftið í desember 2018 en það hefði ekki gengið upp. Og hann hljómaði ekkert allt of stoltur af laginu sem félagarnir sendu frá sér á sínum tíma: „Þetta er lélegur texti og slappt lag. En þetta var það besta sem við gátum gert á þeim tíma,“ sagði Botheim hlæjandi. Haaland, Botheim og Sandberg eru enn góðir vinir og í desember síðastliðnum birti Haaland myndir af þríeykinu á Instagram, þar sem hann skrifaði „Flow Kingz eru komnir aftur“. Ekkert hefur þó heyrst af frekari lagasmíðum þeirra enn sem komið er. Í staðinn raðar Haaland inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 8 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. View this post on Instagram Flow Kingz is back¿ A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Dec 28, 2019 at 10:36am PST Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45 Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30 Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36 Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube. Eftir að Haaland skaut af alvöru upp á stjörnuhimininn í vetur hefur áhorfum á gamalt tónlistarmyndband rappsveitarinnar Flow Kingz fjölgað gríðarlega. Myndbandið má sjá hér að neðan en lagið heitir Kygo Jo. Haaland skipaði sveitina Flow Kingz með þeim Erik Botheim úr Rosenborg og Erik Tobias Sandberg úr Lilleström en þeir léku saman fyrir yngri landslið Noregs. Það var í einu verkefni þeirra með U17-landsliðinu sem lagið varð til. Botheim sagði í viðtali við Adressavisen í ágúst 2017 að markmiðið hefði verið að koma laginu inn á topp 40 lista VG yfir vinsælustu lögin í Noregi, en það gekk ekki alveg upp. Botheim sagði svo frá því í hlaðvarpsþættinum Rasmus & Saga í maí á síðasta ári að tríóið hefði ætlað sér að koma nýju lagi í loftið í desember 2018 en það hefði ekki gengið upp. Og hann hljómaði ekkert allt of stoltur af laginu sem félagarnir sendu frá sér á sínum tíma: „Þetta er lélegur texti og slappt lag. En þetta var það besta sem við gátum gert á þeim tíma,“ sagði Botheim hlæjandi. Haaland, Botheim og Sandberg eru enn góðir vinir og í desember síðastliðnum birti Haaland myndir af þríeykinu á Instagram, þar sem hann skrifaði „Flow Kingz eru komnir aftur“. Ekkert hefur þó heyrst af frekari lagasmíðum þeirra enn sem komið er. Í staðinn raðar Haaland inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 8 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. View this post on Instagram Flow Kingz is back¿ A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Dec 28, 2019 at 10:36am PST
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45 Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30 Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36 Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45
Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30
Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36
Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30