Sneri við blaðinu eftir að kærastinn fór frá henni: „Fannst ég feit, ljót og ömurleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2020 10:30 Tinna Rós sneri við blaðinu eftir áskorun á Facebook. Tinna Rós Steinsdóttir upplifði mikla sorg eftir að kærastinn yfirgaf hana. Hún ákvað þá að taka þátt í hamingjuáskorun á Facebook en Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Áskorunin átti eftir að breyta lífi hennar. Tinna sem er búin að vinna mikið erlendis, m.a. hjá UNICEF, hefur getið sér gott orð, verið í miklum samskiptum við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Hillary Clinton vegna vinnu sinnar hjá UNICEF en hún er nú flutt heim. „Ég var á tímapunkti í lífinu þar sem allt var að brjóta mig niður. Maður er alltaf að reyna koma sér í form og ég var allaf að fara í ræktina og hélt samt bara áfram að fitna og fitna og skyldi ekkert af hverju,“ segir Tinna. „Svo í maí 2018 þá hættir kærastinn minn með mér og ég algjörlega brotnaði undan því og þetta var of mikið. Ég kunni ekki að takast á við þetta, að vakna á morgnana og ekki vera glöð. Ég kunni ekki að eiga við þessa sorg sem ég var að glíma við.“ Braut sig gagngert niður Tinna sá einn daginn umrædda áskorun á Facebook og fannst henni hundrað daga áskorun nokkuð krefjandi til að byrja með. „En svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, þetta er það sem ég þarf á að halda. Ég hafði verið að brjóta mig niður mjög gagngert og um leið og eitthvað eitt gengur ekki upp þá fer maður að einblína á allt sem gengur ekki upp og þú sérð ekki það góða sem er í gangi. Á þessum tímapunkti var ég komin á ótrúlega flottan stað með svo margt en ég sá það ekki. Mér fannst ég feit, ljót og ömurleg. Mér fannst ég ekki geta neitt, ekki kunna neitt og ekki geta neitt. Ég held að fólk tengi við því þegar maður kemst á þennan stað í lífinu verður ekkert jákvætt,“ segir Tinna en áskorunin var leið til að sjá hvað væri margt gott og jákvætt í lífi hennar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Tinna Rós Steinsdóttir upplifði mikla sorg eftir að kærastinn yfirgaf hana. Hún ákvað þá að taka þátt í hamingjuáskorun á Facebook en Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Áskorunin átti eftir að breyta lífi hennar. Tinna sem er búin að vinna mikið erlendis, m.a. hjá UNICEF, hefur getið sér gott orð, verið í miklum samskiptum við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Hillary Clinton vegna vinnu sinnar hjá UNICEF en hún er nú flutt heim. „Ég var á tímapunkti í lífinu þar sem allt var að brjóta mig niður. Maður er alltaf að reyna koma sér í form og ég var allaf að fara í ræktina og hélt samt bara áfram að fitna og fitna og skyldi ekkert af hverju,“ segir Tinna. „Svo í maí 2018 þá hættir kærastinn minn með mér og ég algjörlega brotnaði undan því og þetta var of mikið. Ég kunni ekki að takast á við þetta, að vakna á morgnana og ekki vera glöð. Ég kunni ekki að eiga við þessa sorg sem ég var að glíma við.“ Braut sig gagngert niður Tinna sá einn daginn umrædda áskorun á Facebook og fannst henni hundrað daga áskorun nokkuð krefjandi til að byrja með. „En svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, þetta er það sem ég þarf á að halda. Ég hafði verið að brjóta mig niður mjög gagngert og um leið og eitthvað eitt gengur ekki upp þá fer maður að einblína á allt sem gengur ekki upp og þú sérð ekki það góða sem er í gangi. Á þessum tímapunkti var ég komin á ótrúlega flottan stað með svo margt en ég sá það ekki. Mér fannst ég feit, ljót og ömurleg. Mér fannst ég ekki geta neitt, ekki kunna neitt og ekki geta neitt. Ég held að fólk tengi við því þegar maður kemst á þennan stað í lífinu verður ekkert jákvætt,“ segir Tinna en áskorunin var leið til að sjá hvað væri margt gott og jákvætt í lífi hennar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist