Óska eftir vitnum að grófri árás á fjórtán ára dreng Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 10:33 Árásin var gerð við strætisvagnastoppistöð í Hamraborg í Kópavogi á mánudagskvöld. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú grófa líkamsárás sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi um kvöldmatarleytið á mánudag í síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þar veittist hópur unglingspilta að pilti á líku reki og óskar lögregla nú eftir vitnum að árásinni. Fram kom í gær að hópur drengja hefði ráðist á fjórtán ára pilt við strætisvagnastöð í Hamraborg. Árásin var tekin upp á myndband, sem komst í dreifingu á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi árásarmennirnir verið á bak og burt. Drengurinn sem varð fyrir árásinni var hins vegar enn á vettvangi og hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögregla segir jafnframt í tilkynningu að um grófa árás hafi verið að ræða. Við rannsókn málsins er m.a. stuðst við myndefni af árásinni og telur lögreglan sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni. Þeir sem urðu vitni að árásinni, eða búa yfir vitneskju henni tengdri, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Málið er unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda. Í gær var haft eftir föður drengsins sem varð fyrir árásinni að hann sé enn að jafna sig og glími við höfuðverk og uppköst. Faðirinn rekur ástæður árásarinnar mögulega til útlendingaandúðar en drengurinn er af erlendum uppruna. Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg Drengurinn sem varð fyrir árás hóps pilta er sagður þjást af höfuðverk og uppköstum eftir atlöguna. 20. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú grófa líkamsárás sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi um kvöldmatarleytið á mánudag í síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þar veittist hópur unglingspilta að pilti á líku reki og óskar lögregla nú eftir vitnum að árásinni. Fram kom í gær að hópur drengja hefði ráðist á fjórtán ára pilt við strætisvagnastöð í Hamraborg. Árásin var tekin upp á myndband, sem komst í dreifingu á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi árásarmennirnir verið á bak og burt. Drengurinn sem varð fyrir árásinni var hins vegar enn á vettvangi og hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögregla segir jafnframt í tilkynningu að um grófa árás hafi verið að ræða. Við rannsókn málsins er m.a. stuðst við myndefni af árásinni og telur lögreglan sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni. Þeir sem urðu vitni að árásinni, eða búa yfir vitneskju henni tengdri, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Málið er unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda. Í gær var haft eftir föður drengsins sem varð fyrir árásinni að hann sé enn að jafna sig og glími við höfuðverk og uppköst. Faðirinn rekur ástæður árásarinnar mögulega til útlendingaandúðar en drengurinn er af erlendum uppruna.
Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg Drengurinn sem varð fyrir árás hóps pilta er sagður þjást af höfuðverk og uppköstum eftir atlöguna. 20. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg Drengurinn sem varð fyrir árás hóps pilta er sagður þjást af höfuðverk og uppköstum eftir atlöguna. 20. febrúar 2020 20:30