Snarræði slökkviliðsmanna kom í veg fyrir að ekki fór enn verr Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2020 11:45 Eigandi Vélsmiðjunnar Hamars segir hjarta fyrirtækisins hafa brunnið í nótt. Vísir/Vilhelm Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Brunaviðvörunarkerfi gerði öryggisfyrirtæki viðvart um að eldur logaði í iðnaðarhúsi að Vesturvör 36 upp úr klukkan þrjú í nótt. Þegar í stað héldu slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang og þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki hússins sem hýsir starfsemi nokkurra fyrirtækja, það er Sælgætisgerðina Freyju, bátasmiðjuna Rafnar og Vélsmiðjuna Hamar þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér aðstæður og ráða ráðum sínum á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir aðstæður ekki hafa litið vel út þegar að var komið. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer þá var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logði þar upp. Reyndar dreifðist hann út um þakið, á yfirborði eftir pappa. Síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast að mesta eldinum,“ sagði Vernharð á vettvangi brunans í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar eldurinn kom upp. Húsið er á bilinu 3-4000 fermetrar að grunnfleti. Innandyra voru gaskúta og eldfim efni auk þess sem húsnæðið að hluta á tveimur hæðum. Miklar skemmdir eru innanhúss.Vísir/Vilhelm „Þarna eru fyrirtæki þar sem er gas, hættulega efni. Þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já þetta var hættulegt,“ sagði Vernharð. Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Einhver reykur komst þó í húsnæði plast- og bátaverksmiðjunnar. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Fyrirtækið sé þó með fimm starfsstöðvar í heildina. Hann sagði mesta mildi að enginn hafi slasast. Nú sé unnið að því að koma fórum undir starfsemina í Kópavogi og þar hafi önnur fyrirtæki strax í nótt boðist til aðstoðar. Frá vettvangi í morgun þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum.Vísir/Vilhelm Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi í nótt auk lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þá voru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út til þess að manna slökkviliðsstöðvar til þess að sinna öðrum verkefnum sem komu upp. Slökkviliðmönnum tókst á rúmum tveimur klukkustundum að slökkva mestan allan eld en formlegu slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en á tíunda tímanum í morgun og var þá vettvangur afhentur lögreglu. Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Brunaviðvörunarkerfi gerði öryggisfyrirtæki viðvart um að eldur logaði í iðnaðarhúsi að Vesturvör 36 upp úr klukkan þrjú í nótt. Þegar í stað héldu slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang og þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki hússins sem hýsir starfsemi nokkurra fyrirtækja, það er Sælgætisgerðina Freyju, bátasmiðjuna Rafnar og Vélsmiðjuna Hamar þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér aðstæður og ráða ráðum sínum á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir aðstæður ekki hafa litið vel út þegar að var komið. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer þá var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logði þar upp. Reyndar dreifðist hann út um þakið, á yfirborði eftir pappa. Síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast að mesta eldinum,“ sagði Vernharð á vettvangi brunans í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar eldurinn kom upp. Húsið er á bilinu 3-4000 fermetrar að grunnfleti. Innandyra voru gaskúta og eldfim efni auk þess sem húsnæðið að hluta á tveimur hæðum. Miklar skemmdir eru innanhúss.Vísir/Vilhelm „Þarna eru fyrirtæki þar sem er gas, hættulega efni. Þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já þetta var hættulegt,“ sagði Vernharð. Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Einhver reykur komst þó í húsnæði plast- og bátaverksmiðjunnar. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Fyrirtækið sé þó með fimm starfsstöðvar í heildina. Hann sagði mesta mildi að enginn hafi slasast. Nú sé unnið að því að koma fórum undir starfsemina í Kópavogi og þar hafi önnur fyrirtæki strax í nótt boðist til aðstoðar. Frá vettvangi í morgun þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum.Vísir/Vilhelm Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi í nótt auk lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þá voru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út til þess að manna slökkviliðsstöðvar til þess að sinna öðrum verkefnum sem komu upp. Slökkviliðmönnum tókst á rúmum tveimur klukkustundum að slökkva mestan allan eld en formlegu slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en á tíunda tímanum í morgun og var þá vettvangur afhentur lögreglu.
Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37
„Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06