Krefjast aukinna aðgerða og halda mótmælum áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 12:13 Björgum jöklunum voru skilaboð þessa mótmælanda við Hallgrímskirkju í dag. Vísir/Vilhelm Í dag er ár liðið frá því loftslagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð. Að þessu tilefni komu ungmenni saman fyrir Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi og héldu þaðan á Austurvöll þar sem ávörp verða flutt og kröfur um aðgerðir í loftslagsmálum ítrekaðar. Nokkrir tugir ungmenna voru við Hallgrímskirkju um tólfleytið og þeirra á meðal var Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Hún er sannfærð um að föstudagsverkföllin undanfarið ár hafi skilað sínu. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju,“ segir Jóna Þórey og nefnir helst almenningsumræðuna og vitundarvakningu. Hópurinn á leið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.Vísir/Vilhelm „Markmiðið var að krefast aukinna aðgerða frá stjórnvöldum. Það hefur vantað. Þess vegna höldum við áfram.“ Hún kannast við að ungt fólk sé skelkað og hrætt vegna ástandsins í loftslagsmálum. Verkföllin séu ein leið til að fá útrás og standa saman. Þá sjái ungmenni að fleiri deili áhyggjum þeirra. Jóna Þórey segist hafa fulla trú á því að unga kynslóðin geti snúið við blaðinu. Vandamálið þurfi þó að skoða í stærra samhengi. Framtíðin sé unga fólksins, hún sé björt og í þeirra höndum en bregðast þurfi við núna. Unga fólkið stýri ekki gangi mála og þetta sé það tól sem þau geti beitt; láta í sér heyra. Kröfugangan endaði á Austurvelli.vísir/vilhelm Ávörp voru flutt á Austurvelli í dag.vísir/vilhelm Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Í dag er ár liðið frá því loftslagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð. Að þessu tilefni komu ungmenni saman fyrir Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi og héldu þaðan á Austurvöll þar sem ávörp verða flutt og kröfur um aðgerðir í loftslagsmálum ítrekaðar. Nokkrir tugir ungmenna voru við Hallgrímskirkju um tólfleytið og þeirra á meðal var Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Hún er sannfærð um að föstudagsverkföllin undanfarið ár hafi skilað sínu. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju,“ segir Jóna Þórey og nefnir helst almenningsumræðuna og vitundarvakningu. Hópurinn á leið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.Vísir/Vilhelm „Markmiðið var að krefast aukinna aðgerða frá stjórnvöldum. Það hefur vantað. Þess vegna höldum við áfram.“ Hún kannast við að ungt fólk sé skelkað og hrætt vegna ástandsins í loftslagsmálum. Verkföllin séu ein leið til að fá útrás og standa saman. Þá sjái ungmenni að fleiri deili áhyggjum þeirra. Jóna Þórey segist hafa fulla trú á því að unga kynslóðin geti snúið við blaðinu. Vandamálið þurfi þó að skoða í stærra samhengi. Framtíðin sé unga fólksins, hún sé björt og í þeirra höndum en bregðast þurfi við núna. Unga fólkið stýri ekki gangi mála og þetta sé það tól sem þau geti beitt; láta í sér heyra. Kröfugangan endaði á Austurvelli.vísir/vilhelm Ávörp voru flutt á Austurvelli í dag.vísir/vilhelm
Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira