Íhuga að endurtaka kosningu í Garðabæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 14:37 Starfsfólk Garðabæjar tekur í það minnsta ekki þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB. Vísir/Vilhelm Hluti félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar, STAG, hefur lýst yfir óánægju með hvernig atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun var afgreidd í vikunni. STAG, sem er aðildarfélag að BSRB, er eina aðildarfélagið þar sem verkfallsboðun var ekki samþykkt. Ástæðan var dræm þátttaka. Formaður STAG áréttar að félagsmenn fái allar þær kjarabætur sem vonir standi til að fáist. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga BSRB samþykkti verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 17. til 19. febrúar. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var víðast hvar á bilinu 70-90 prósent. 221 kaus í Garðabæ af 544 sem voru á kjörskrá. Kristján Hilmarsson, formaður STAG, segist í samtali við fréttastofu merkja óánægju hjá hluta starfsfólks. Hópurinn sé þó ekki stór. Gekk illa að finna netföng Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og sama dag var tölvupóstur sendur út á starfsmenn í Garðabæ. Það var ekki auðvelt að sögn Kristjáns þar sem fjölmörg netfang starfsfólks vantaði. Þau hjá STAG hafi leitað að vinnunetföngum hjá starfsfólki á vefsíðu Garðabæjar og sent út á rúmlega fimm hundruð netföng. Sjö skiluðu sér til baka, voru ekki lengur í gildi, og tveir til þrír tölvupóstar bárust ekki fyrir mannleg mistök. Svo hafi bæst við að í Garðabæ sé vetrarfrí og starfsmenn sumir hverjir sagst ekki skoða vinnupóstinn sinn á meðan fríiinu stóð. Fá sömu kjarabætur „Það eru sumir óánægðir en ekki stór hópur. Þetta er eins og í mörgum málum, fáir sem láta hátt í sér heyra,“ segir Kristján. Fólk eigi fullan rétt á því en dregið hafi úr óánægju fólks þegar það hafi fengið skýringar. „Sumir hafa haldið að þeir fengju ekki þær launahækkanir sem koma en við erum með fullan stuðning félagnna í kringum okkur og virðum úrslit kosninganna.“ Félagsmenn STAG eigi því von á þeim kjarabætum sem vonir standa til að náist í kjaraviðræðunum. Enginn verkfallssjóður Kristján segir að um sé að ræða fyrstu rafrænu kosningu sem félagið fari í. Sumir framkvæmdi kosninguna með SMS-kerfi en þá þurfi að hafa símanúmer hjá öllum. Sem þau hafi ekki. „Þú finnur ekki margt fólk undir þrítugu á Já.is,“ segir Kristján. Aðspurður hversu mikil óánægjan sé segir Kristján að líklega hafi í kringum fimmtán tjáð óánægju í ummælum á Facebook-síðu STAG. Þá hafi hann líklega fengið fimm tölvupósta og nokkrir starfsmenn mætt á skrifstofuna. Fólk yfirgefi staðinn mun sáttara en þegar það kom. Hins vegar sé eitt vandamál sem snúi að því að STAG eigi engan verkfallssjóð. „Efling, sem er eitt heitasta félagið í fréttum í dag á rosalegan digran verkfallssjóð, sem er bara vel. En hér hefur aldrei verið byggður upp verkfallssjóður frekar en í öðrum félögum,“ segir Kristján. Fólk hafi verið að spyrja hvað það fái í bætur ef það fari í verkfall og þá hafi verið fátt um svör hjá honum. „Það er enginn sjóður en við erum traust félag sem getur tekið lán eða veðsett eignir. En það er eitthvað sem þyrfti að ræða á næsta aðalfundi.“ Gætu lagt niður störf á seinni stigum verkfalls Félagsmenn í STAG starfa víða í bæjarfélaginu, halda því gangandi eins og Kristján kemst að orði. Fólk í skólunum , íþróttamiðstöðum, áhaldahúsum, sambýlum og víðar. Einhverjir ósáttir hafi velt fyrir sér hvort það hafi verið að yfirlögðu ráði hjá STAG að draga úr kosningaþátttöunni. Kristján segir það af og frá. „Við erum með það til skoðunar að kjósa aftur. Við náum ekki þessum fyrstu verkfallsdögum en getum kosið seinna og komið inn á seinni stigum.“ Fundað verði með trúnaðarmönnum eftir helgi og í framhaldinu skýrist staðan. Garðabær Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 11:06 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Hluti félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar, STAG, hefur lýst yfir óánægju með hvernig atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun var afgreidd í vikunni. STAG, sem er aðildarfélag að BSRB, er eina aðildarfélagið þar sem verkfallsboðun var ekki samþykkt. Ástæðan var dræm þátttaka. Formaður STAG áréttar að félagsmenn fái allar þær kjarabætur sem vonir standi til að fáist. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga BSRB samþykkti verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 17. til 19. febrúar. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var víðast hvar á bilinu 70-90 prósent. 221 kaus í Garðabæ af 544 sem voru á kjörskrá. Kristján Hilmarsson, formaður STAG, segist í samtali við fréttastofu merkja óánægju hjá hluta starfsfólks. Hópurinn sé þó ekki stór. Gekk illa að finna netföng Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og sama dag var tölvupóstur sendur út á starfsmenn í Garðabæ. Það var ekki auðvelt að sögn Kristjáns þar sem fjölmörg netfang starfsfólks vantaði. Þau hjá STAG hafi leitað að vinnunetföngum hjá starfsfólki á vefsíðu Garðabæjar og sent út á rúmlega fimm hundruð netföng. Sjö skiluðu sér til baka, voru ekki lengur í gildi, og tveir til þrír tölvupóstar bárust ekki fyrir mannleg mistök. Svo hafi bæst við að í Garðabæ sé vetrarfrí og starfsmenn sumir hverjir sagst ekki skoða vinnupóstinn sinn á meðan fríiinu stóð. Fá sömu kjarabætur „Það eru sumir óánægðir en ekki stór hópur. Þetta er eins og í mörgum málum, fáir sem láta hátt í sér heyra,“ segir Kristján. Fólk eigi fullan rétt á því en dregið hafi úr óánægju fólks þegar það hafi fengið skýringar. „Sumir hafa haldið að þeir fengju ekki þær launahækkanir sem koma en við erum með fullan stuðning félagnna í kringum okkur og virðum úrslit kosninganna.“ Félagsmenn STAG eigi því von á þeim kjarabætum sem vonir standa til að náist í kjaraviðræðunum. Enginn verkfallssjóður Kristján segir að um sé að ræða fyrstu rafrænu kosningu sem félagið fari í. Sumir framkvæmdi kosninguna með SMS-kerfi en þá þurfi að hafa símanúmer hjá öllum. Sem þau hafi ekki. „Þú finnur ekki margt fólk undir þrítugu á Já.is,“ segir Kristján. Aðspurður hversu mikil óánægjan sé segir Kristján að líklega hafi í kringum fimmtán tjáð óánægju í ummælum á Facebook-síðu STAG. Þá hafi hann líklega fengið fimm tölvupósta og nokkrir starfsmenn mætt á skrifstofuna. Fólk yfirgefi staðinn mun sáttara en þegar það kom. Hins vegar sé eitt vandamál sem snúi að því að STAG eigi engan verkfallssjóð. „Efling, sem er eitt heitasta félagið í fréttum í dag á rosalegan digran verkfallssjóð, sem er bara vel. En hér hefur aldrei verið byggður upp verkfallssjóður frekar en í öðrum félögum,“ segir Kristján. Fólk hafi verið að spyrja hvað það fái í bætur ef það fari í verkfall og þá hafi verið fátt um svör hjá honum. „Það er enginn sjóður en við erum traust félag sem getur tekið lán eða veðsett eignir. En það er eitthvað sem þyrfti að ræða á næsta aðalfundi.“ Gætu lagt niður störf á seinni stigum verkfalls Félagsmenn í STAG starfa víða í bæjarfélaginu, halda því gangandi eins og Kristján kemst að orði. Fólk í skólunum , íþróttamiðstöðum, áhaldahúsum, sambýlum og víðar. Einhverjir ósáttir hafi velt fyrir sér hvort það hafi verið að yfirlögðu ráði hjá STAG að draga úr kosningaþátttöunni. Kristján segir það af og frá. „Við erum með það til skoðunar að kjósa aftur. Við náum ekki þessum fyrstu verkfallsdögum en getum kosið seinna og komið inn á seinni stigum.“ Fundað verði með trúnaðarmönnum eftir helgi og í framhaldinu skýrist staðan.
Garðabær Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 11:06 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32
88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 11:06