Jafnrétti í brennidepli Drífa Snædal skrifar 21. febrúar 2020 15:51 Það vakti mikla athygli þegar trúnaðarmenn Eflingar sem nú eru í verkfalli létu í sér heyra við upphaf jafnréttisþings en það var líka svo vel við hæfi. Kjarabarátta Eflingarfólks er jafnréttisbarátta, að störf kvenna verði raunverulega metin til launa eins og rætt hefur verið og ritað í áratugi. Það er ólseig hugmynd að við búum í stéttlausu samfélagi en sú hugmynd getur aðeins þrifist ef kastljósinu er aldrei beint að þeim sem hafa það verst og staðfesta stéttskiptinguna. Og stéttaskipting er kynjuð. Ég naut þess að taka þátt í einum þætti jafnréttisþings þar sem rætt var um framtíð vinnumarkaðarins og loftslagsbreytingar. Umönnunarstörf eru störf sem munu sennilega lifa af allar tæknibreytingar því ekkert kemur í staðinn fyrir mannleg samskipti og umönnun. Það er því mikilvægt, ekki bara í dag heldur fyrir ókomna tíð, að við viðurkennum kvennastörf sem alvöru störf sem hægt er að byggja afkomu sína á. Vinnumarkaðurinn mun breytast mikið í framtíðinni og það geta verið mjög sársaukafullar breytingar. Á Spáni er undið ofan af kolavinnslu með þeim afleiðingum að þúsundir kolanámumanna missa vinnuna. Í Noregi hefur dregið verulega úr olíuiðnaðinum og vel launuðu karlastörfunum fækkar að sama skapi. Í báðum þessum tilvikum er aðkoma verkalýðshreyfingarinnar í að dempa áfallið bráðnauðsynlegt fyrir afkomu þeirra sem missa vinnuna. Hreyfingin í hvoru landi fyrir sig samdi við stjórnvöld um liðsinni við endurmenntun, uppbyggingu nýs starfsvettvangs og í tilviki kolanámumannanna, möguleikann á að komast fyrr á eftirlaun. Þessi hugmyndafræði heitir sanngjörn umskipti og er mál málanna úti í heimi í þeim breytingum sem nú eiga sér stað. Hér á landi er umræðan að hefjast enda er ný tækni víða að leysa mannshöndina af hólmi og atvinnutækifærum fer fækkandi. Jafnrétti, umhverfisáhrif og endurmat starfa verða þar lykilhugtök. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar trúnaðarmenn Eflingar sem nú eru í verkfalli létu í sér heyra við upphaf jafnréttisþings en það var líka svo vel við hæfi. Kjarabarátta Eflingarfólks er jafnréttisbarátta, að störf kvenna verði raunverulega metin til launa eins og rætt hefur verið og ritað í áratugi. Það er ólseig hugmynd að við búum í stéttlausu samfélagi en sú hugmynd getur aðeins þrifist ef kastljósinu er aldrei beint að þeim sem hafa það verst og staðfesta stéttskiptinguna. Og stéttaskipting er kynjuð. Ég naut þess að taka þátt í einum þætti jafnréttisþings þar sem rætt var um framtíð vinnumarkaðarins og loftslagsbreytingar. Umönnunarstörf eru störf sem munu sennilega lifa af allar tæknibreytingar því ekkert kemur í staðinn fyrir mannleg samskipti og umönnun. Það er því mikilvægt, ekki bara í dag heldur fyrir ókomna tíð, að við viðurkennum kvennastörf sem alvöru störf sem hægt er að byggja afkomu sína á. Vinnumarkaðurinn mun breytast mikið í framtíðinni og það geta verið mjög sársaukafullar breytingar. Á Spáni er undið ofan af kolavinnslu með þeim afleiðingum að þúsundir kolanámumanna missa vinnuna. Í Noregi hefur dregið verulega úr olíuiðnaðinum og vel launuðu karlastörfunum fækkar að sama skapi. Í báðum þessum tilvikum er aðkoma verkalýðshreyfingarinnar í að dempa áfallið bráðnauðsynlegt fyrir afkomu þeirra sem missa vinnuna. Hreyfingin í hvoru landi fyrir sig samdi við stjórnvöld um liðsinni við endurmenntun, uppbyggingu nýs starfsvettvangs og í tilviki kolanámumannanna, möguleikann á að komast fyrr á eftirlaun. Þessi hugmyndafræði heitir sanngjörn umskipti og er mál málanna úti í heimi í þeim breytingum sem nú eiga sér stað. Hér á landi er umræðan að hefjast enda er ný tækni víða að leysa mannshöndina af hólmi og atvinnutækifærum fer fækkandi. Jafnrétti, umhverfisáhrif og endurmat starfa verða þar lykilhugtök. Njótið helgarinnar, Drífa
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar