Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 22. febrúar 2020 14:16 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. vísir/Baldur Hrafnkell Viðræðuslit Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga komu Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni sambandsins, mjög á óvart. Efling sleit viðræðunum í gær og í samtali við fréttastofu segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, að viðræðurnar ekki hafa gengið vel. Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar munu því greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku og verði verkfall samþykkt hefjast aðgerðir þann 9. mars. Aldís segir samninganefnd sveitarfélanna hafa komið til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær til að ræða tilboð og mögulegar lausnir. Samninganefndin hafi verið í góðri trú og því hafi það komið á óvart að Efling hafi nær fyrirvaralaust slitið viðræðunum, án þess að samninganefnd sveitarfélaganna hafi gefist færi á að bregðast við tilboði kröfum Eflingar. „Það var verið að ræða ákveðin efnisatriði en það gafst ekki tóm til að fara með það neitt lengra. Þetta kom öllum mjög á óvart því það átti enginn von á því að viðræðum yrði bara slitið með þessum hætti,“ segir Aldís. Mörgum þótti utspil Reykjavíkurborgar gott Aldís segir það erfitt að meta þá stöðu sem upp er komin. Reykjavíkurborg hafi komið með útspil sem mörgum hafi þótt mjög gott. „Ég held að við höfum þar verið að sjá einhverja almestu hækkun lægstu launa sem við höfum nokkurn tímann orðið vitni af. Það er auðvitað mjög sérstakt að setjast ekki niður og vinna á þeim grunni sem þar var lagður eða einfaldlega setjast niður og ræða saman. Ég get ekki nógsamlega ítrekað að það er skylda viðsemjenda allra – allra hringinn í kringum borðið – að ræða sig niður á niðurstöðu,“ segir Aldís. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Viðræðuslit Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga komu Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni sambandsins, mjög á óvart. Efling sleit viðræðunum í gær og í samtali við fréttastofu segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, að viðræðurnar ekki hafa gengið vel. Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar munu því greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku og verði verkfall samþykkt hefjast aðgerðir þann 9. mars. Aldís segir samninganefnd sveitarfélanna hafa komið til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær til að ræða tilboð og mögulegar lausnir. Samninganefndin hafi verið í góðri trú og því hafi það komið á óvart að Efling hafi nær fyrirvaralaust slitið viðræðunum, án þess að samninganefnd sveitarfélaganna hafi gefist færi á að bregðast við tilboði kröfum Eflingar. „Það var verið að ræða ákveðin efnisatriði en það gafst ekki tóm til að fara með það neitt lengra. Þetta kom öllum mjög á óvart því það átti enginn von á því að viðræðum yrði bara slitið með þessum hætti,“ segir Aldís. Mörgum þótti utspil Reykjavíkurborgar gott Aldís segir það erfitt að meta þá stöðu sem upp er komin. Reykjavíkurborg hafi komið með útspil sem mörgum hafi þótt mjög gott. „Ég held að við höfum þar verið að sjá einhverja almestu hækkun lægstu launa sem við höfum nokkurn tímann orðið vitni af. Það er auðvitað mjög sérstakt að setjast ekki niður og vinna á þeim grunni sem þar var lagður eða einfaldlega setjast niður og ræða saman. Ég get ekki nógsamlega ítrekað að það er skylda viðsemjenda allra – allra hringinn í kringum borðið – að ræða sig niður á niðurstöðu,“ segir Aldís.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15