Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 21:21 Daði og Gagnamagnið flytja hér Think About Things, sem þá hét Gagnamagnið upp á íslensku, á seinna undankvöldi Söngavakeppni sjónvarpsins um síðustu helgi. Mummi Lú Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. Daði Freyr hefur vakið mikla athygli utan landsteinana með lagi sínu, sem á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar hét einfaldlega Gagnamagnið. Hljómsveitin sem stígur á stokk með Daða Frey í keppninni ber einmitt sama nafn. Lagið hefur farið líkt og eldur í sinu um samfélagsmiðla, fangað athygli erlendra Eurovision-sérfræðinga – og nú í vikunni deildi Hollywood-leikarinn Russell Crowe myndbandi við lagið á Twitter-reikningi sínum. Blaðamaður Independent segir myndbandið við Think About Things í flutningi Daða og Gagnamagnsins sýna „ein mest sannfærandi dansspor hérna megin hálfleikssýningarinnar á Superbowl“ og getur þess að myndbandið hafi jafnframt slegið í gegn á netinu. Í því samhengi er téður Crowe nefndur, sem og Rylan Clark-Neal, Eurovision-kynnir þeirra Breta. Sá síðarnefndi deildi myndbandi Daða Freys á Twitter í vikunni og skrifaði: „Þessu gæti gengið vel.“ This could do well https://t.co/N20BpyCZTv— Rylan Clark-Neal (@Rylan) February 18, 2020 Þá innir Independent Daða Freyr sjálfan eftir viðbrögðum við allri athyglinni. „Ég er 208 sentimetrar á hæð svo ég er vanur því að fólk veiti mér eftirtekt. Tilfinningin er svipuð og þegar ég tók þátt í Söngvakeppninni fyrir þremur árum. Enginn á Íslandi vissi hver ég var og það breyttist allt á einni nóttu,“ segir Daði Freyr. „Þetta er á netinu þannig að þetta er örlítið fjarlægara, þannig að ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir allt saman. Russell Crowe tísti laginu… hann er Skylmingaþrællinn sjálfur!“ Song. https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá ræðir Daði Freyr jafnframt textann við lagið, sem hann segir fjalla um tíu mánaða dóttur sína og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Árný er einmitt meðlimur Gagnamagnsins. „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ segir Daði Freyr. „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar þann 29. febrúar næstkomandi í Laugardalshöll. Alls verða fimm lög flutt á úrslitakvöldinu en auk Daða Freys stíga á svið Ísold og Helga með Meet Me Halfway, Nína með Echo, Iva með Oculis Videre og Dimma með Almyrkva. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí. Umfjöllun Independent um Daða Frey og Gagnamagnið. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Aðeins eitt lag sungið á íslensku Nú hefur verið ákveðið í hvaða röð lögin fimm koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar 2020 sem fara fram í Laugardalshöll 29. febrúar. 17. febrúar 2020 15:58 Lögin sem komast áfram á seinna undankvöldinu að mati Wiwi-bloggs Nú þegar komið er í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020 eru sérfræðingarnir farnir að gera sér mat úr lögunum. 27. janúar 2020 14:30 Spilaði fyrir íslenska auðmenn í veiðikofa Daði Freyr mætti í dagskráliðinn Burning Questions hjá Agli Plöder í gær og varð hann að svara erfiðum spurningum. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. Daði Freyr hefur vakið mikla athygli utan landsteinana með lagi sínu, sem á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar hét einfaldlega Gagnamagnið. Hljómsveitin sem stígur á stokk með Daða Frey í keppninni ber einmitt sama nafn. Lagið hefur farið líkt og eldur í sinu um samfélagsmiðla, fangað athygli erlendra Eurovision-sérfræðinga – og nú í vikunni deildi Hollywood-leikarinn Russell Crowe myndbandi við lagið á Twitter-reikningi sínum. Blaðamaður Independent segir myndbandið við Think About Things í flutningi Daða og Gagnamagnsins sýna „ein mest sannfærandi dansspor hérna megin hálfleikssýningarinnar á Superbowl“ og getur þess að myndbandið hafi jafnframt slegið í gegn á netinu. Í því samhengi er téður Crowe nefndur, sem og Rylan Clark-Neal, Eurovision-kynnir þeirra Breta. Sá síðarnefndi deildi myndbandi Daða Freys á Twitter í vikunni og skrifaði: „Þessu gæti gengið vel.“ This could do well https://t.co/N20BpyCZTv— Rylan Clark-Neal (@Rylan) February 18, 2020 Þá innir Independent Daða Freyr sjálfan eftir viðbrögðum við allri athyglinni. „Ég er 208 sentimetrar á hæð svo ég er vanur því að fólk veiti mér eftirtekt. Tilfinningin er svipuð og þegar ég tók þátt í Söngvakeppninni fyrir þremur árum. Enginn á Íslandi vissi hver ég var og það breyttist allt á einni nóttu,“ segir Daði Freyr. „Þetta er á netinu þannig að þetta er örlítið fjarlægara, þannig að ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir allt saman. Russell Crowe tísti laginu… hann er Skylmingaþrællinn sjálfur!“ Song. https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá ræðir Daði Freyr jafnframt textann við lagið, sem hann segir fjalla um tíu mánaða dóttur sína og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Árný er einmitt meðlimur Gagnamagnsins. „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ segir Daði Freyr. „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar þann 29. febrúar næstkomandi í Laugardalshöll. Alls verða fimm lög flutt á úrslitakvöldinu en auk Daða Freys stíga á svið Ísold og Helga með Meet Me Halfway, Nína með Echo, Iva með Oculis Videre og Dimma með Almyrkva. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí. Umfjöllun Independent um Daða Frey og Gagnamagnið.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Aðeins eitt lag sungið á íslensku Nú hefur verið ákveðið í hvaða röð lögin fimm koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar 2020 sem fara fram í Laugardalshöll 29. febrúar. 17. febrúar 2020 15:58 Lögin sem komast áfram á seinna undankvöldinu að mati Wiwi-bloggs Nú þegar komið er í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020 eru sérfræðingarnir farnir að gera sér mat úr lögunum. 27. janúar 2020 14:30 Spilaði fyrir íslenska auðmenn í veiðikofa Daði Freyr mætti í dagskráliðinn Burning Questions hjá Agli Plöder í gær og varð hann að svara erfiðum spurningum. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30
Aðeins eitt lag sungið á íslensku Nú hefur verið ákveðið í hvaða röð lögin fimm koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar 2020 sem fara fram í Laugardalshöll 29. febrúar. 17. febrúar 2020 15:58
Lögin sem komast áfram á seinna undankvöldinu að mati Wiwi-bloggs Nú þegar komið er í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020 eru sérfræðingarnir farnir að gera sér mat úr lögunum. 27. janúar 2020 14:30
Spilaði fyrir íslenska auðmenn í veiðikofa Daði Freyr mætti í dagskráliðinn Burning Questions hjá Agli Plöder í gær og varð hann að svara erfiðum spurningum. 20. febrúar 2020 07:00